Það er mikið hægt að læra í sveitinni. Í risastórum hringgöngutúr í gær hitti ég kýr að gæða sér á káli, kindur sem eltu mig því þær fóru mannavillt, og þurfti að klifra yfir um átta girðingar til að komast heim. Sat hjá á og hugsaði. Horfði í gær upp í stjörnubjartan himin og fattaði að ég þarf að hætta að skamma sjálfa mig inni í hausnum á mér. Það er allt í lagi með það sem ég er að gera. Ég er alveg í fínu lagi. Þetta sögðu stjörnurnar mér. Svo fór ég inn og lærði og lagfærði til 4 í nótt, vaknaði samt klukkan 10 til að fara og láta hundinn Kisu pissa og gefa henni mat. Fékk svo kaffi og sveitaspjall, sem ég gat ekkert lagt til málanna í, sat bara og hlustaði. Fór svo og las yfir ca. eina bók með mörgum greinum. Var einhvern vegin búin að gera næstum dagsverk, að mér fannst og samt var bara hádegi. Tímaleysi. Finn að meira að segja flugurnar í sveitinni eru tjillaðri en flugurnar í Reykjavík. Ein sat á lærinu á mér allan tíman meðan ég las áðan, fékk sér morgunbað og lagði sig svo. Svo fór ég að hugsa um dúllusokka, og komst að því að það hefur næstum ekkert verið skrifað um dúllusokka á íslensk blogg. Langaði allt í einu einhver ósköp til að eiga svoleiðis. Hér er síða sem ég fann eftir mikla leit: http://bamasocks.com/Low-Cut/c12/index.html?page=4, sokkabúð í Alabama. Fann hana þegar ég sló inn "socks with balls" í google. Þarna á Alabama-síðunni eru þeir kallaðir pom pom socks. Þegar ég slæ það í google opnast fyrir mér fjársjóður dúllusokka í öllum stærðum og gerðum. Þá veit ég það.
Niðurstaða úr þessu bloggi: Sveitin er góð til skrifta, og dúllusokkar heita pom pom socks á ensku.
Leita í þessu bloggi
sunnudagur, október 31, 2010
föstudagur, október 29, 2010
miðvikudagur, október 27, 2010
Jæja, blogg dagsins er alls sem kemur í hugann svona í fljótu bragði, og tengist ekki stjórnmálum, stjórnlagaþingi eða framtíð Íslands á nokkurn hátt. Ég er meira svona í minni eigin framtíð í mínum eigin prívat-kolli, og þar er þingað um skipulagningu tímans og hvað ég eyði honum í. Hin margskipta Heiða er alveg að hætta að vera heimspekinemi, en langar svolítið "að fara út með hvelli" (go out with a bang), sem sagt gera voðalega vel í lokaritgerð. Kröfur á sjálfa mig eru því í hámarki, en á sama tíma er nýafstaðið velheppnað Airwvaves og fyrirliggjandi upptökur á Hellvar-plötu númer tvö. Æfingar og skipulagning því tilheyrandi, og svo til að rugla aðeins meira reitunum er ég svona mjög nálægt því að verða óð af því að hafa ekki vinnu sem ég mæti í á morgnanna og klára eftirmiðdag. Ég þarf röð og reglu, en samt tíma til að klára ritgerð/upptökur. Flókið? Nei ekki svo. Eitt í einu reglan verður bara að virka hér. Því er æfing og skipulag Hellvar í dag/kvöld og jafnvel líka á morgun. Um helgina verð ég að reyna að galdra fram einhvern stað sem ég get verið á alein (sumarbústaður í sveit?, eitthvað einhverstaðar?) og vera þar, ein. Klára. Ljúka. Svo er bara upptökur, og finna vinnu, vinna hana. Ekki of mikið samt, þá fer bak í lás, svokallaðan baklás......hehehe. Haus, farðu að vinna vinnuna þína. Strax. Eitt í einu, ekki allt í einu. Búið.
laugardagur, október 23, 2010
ég held, svei mér þá, að ég sé laus úr viðjum eftir-áhrifa airwaves-hátíðarinnar 2010. helmingur gesta og tónlistarmanna hefur legið í flensu alla þessa viku og í gær var fyrsti almennilegi fótaferðadagurinn minn síðan á mánudag. ég hef nokkurn veginn legið í sófa í móki og glápt á friends-þætti og chick-flicks til skiptis þessa viku. á meðan fullkláraði elvar vinnuherbergið okkar og hef ég nú alla aðstöðu til að ljúka skrifum, og við göngum einnig í gerð næstu hellvar-plötu sem verður bæ ðe vei ooooosoooommm. svo bara er lífið gott. rúllar. eitt verkefni klárast og þá leitar hugurinn að næsta verkefni. jólin byrjuð í ikea og svona.....hahahhahaha.
fimmtudagur, október 14, 2010
mánudagur, október 11, 2010
ég er gjörsamlega laus undan fargi internets og sjónvarps. les reyndar fréttablaðið spjaldanna á milli og hlusta aðeins einbeittara á útvarp þegar ég heyri í því. en það er eins og ég sé bara að klæða mig úr mörgum fatalögum, ég er eitthvað svo sátt við þetta. ég meina, sjónvarp heima? Af hverju er það svona skemmtilegt? Er það bara til að hafa eitthvað að tala um við þá sem maður hittir og gera ekkert nema horfa á imbann? Ég er ofur-sátt, og svo smitast þetta líka inn á önnur svæði. Ég er til dæmis ekki með gsm-símann minn á mér núna...ég meina, ef einhver hringir þá hringi ég bara aftur í hann. það er bara svo gott að vera í svona tímaleysi/frelsisástandi. fórum líka í viðey á laugardag og það var alveg magnað barasta. fórum svo á sveppamyndina í gær (óliver búinn að rella um að fara á hana lengi) og jájá, ekki orð um það meir bara. ægilega leiðinlegt að hafa barna myndir í þrívídd til að geta rukkað meira...það er ekki eins og þrívíddin sé einu sinni sérlega sjáanleg í þessari mynd...var eiginlega bara gaman að sjá Avatar í þrívídd, allt annað má bara vera svona venjulega tvívítt og það er alveg nógu spennandi þannig. þetta hlýtur að leggjast af, andskotinn hafi það, er þetta ekki bara nýjungagirni?
fimmtudagur, október 07, 2010
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Næstsíðasti dagur í kosningu í dag...
Óliver fann upp nýtt sund í gær, það heitir "Handgrímur". Felst í því að vera stífur í vatninu og halla sér afturábak og sökkva og ýta sér upp á yfirborðið með höndum og fótum, fara á afturábakstökkvum yfir alla laugina sem sagt. Sundið er frumlegt, og nafnið afar grípandi, semsagt alls sem gott sund þarf. Ég meina langar ykkur ekki að kunna að synda bæði skriðsund og "handgrím"?
Plís kjósiði mig, og úr öllum tölvum sem þið sjáið...munar um allt....
Næstsíðasti dagur í kosningu í dag...
Óliver fann upp nýtt sund í gær, það heitir "Handgrímur". Felst í því að vera stífur í vatninu og halla sér afturábak og sökkva og ýta sér upp á yfirborðið með höndum og fótum, fara á afturábakstökkvum yfir alla laugina sem sagt. Sundið er frumlegt, og nafnið afar grípandi, semsagt alls sem gott sund þarf. Ég meina langar ykkur ekki að kunna að synda bæði skriðsund og "handgrím"?
Plís kjósiði mig, og úr öllum tölvum sem þið sjáið...munar um allt....
miðvikudagur, október 06, 2010
Eruði búin að kjósa mig í dag?
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Er að lesa frábæra bók eftir haruki murakami
Hún heitir "underground" og fjallar um hræðileg hryðjuverk sem áttu sér stað í tokyo-neðanjarðarlestinni árið 1995. By the way, Murakami er uppáhalds-höfundurinn minn og ég er hér með farin að safna bókum hans. Á enn eftir að lesa dálítið samkvæmt Wikipediu um hann en af skáldsögum hef ég lesið:
Pinball, 1973
Norwegian Wood
Dance Dance Dance
South of the Border, West of the Sun
Sputnik Sweetheart
Kafka on the Shore
Svo hef ég lesið The elephant vanishes, smásagnasafn, og "Eftir skjálftann" (veit ekki nema íslenska nafnið, en það er líka smásagnasafn. Underground er semsé ekki skáldsaga, og það fyrsta sem ég les eftir Murakami sem hefur í alvörunni gerst. Það er samt svo merkilegt að lýsingar hans á "venjulegu" fólki sem tók lestina morguninn sem taugagasinu var sleppt í lestunum eru svo langt frá því að vera venjulegar. Það er líklega styrkur Murakami, að lýsa hinu hefðbundna á þann hátt að það virðist spennandi og framandi.
Eruði búin að kjósa mig í dag? http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Er að lesa frábæra bók eftir haruki murakami
Hún heitir "underground" og fjallar um hræðileg hryðjuverk sem áttu sér stað í tokyo-neðanjarðarlestinni árið 1995. By the way, Murakami er uppáhalds-höfundurinn minn og ég er hér með farin að safna bókum hans. Á enn eftir að lesa dálítið samkvæmt Wikipediu um hann en af skáldsögum hef ég lesið:
Pinball, 1973
Norwegian Wood
Dance Dance Dance
South of the Border, West of the Sun
Sputnik Sweetheart
Kafka on the Shore
Svo hef ég lesið The elephant vanishes, smásagnasafn, og "Eftir skjálftann" (veit ekki nema íslenska nafnið, en það er líka smásagnasafn. Underground er semsé ekki skáldsaga, og það fyrsta sem ég les eftir Murakami sem hefur í alvörunni gerst. Það er samt svo merkilegt að lýsingar hans á "venjulegu" fólki sem tók lestina morguninn sem taugagasinu var sleppt í lestunum eru svo langt frá því að vera venjulegar. Það er líklega styrkur Murakami, að lýsa hinu hefðbundna á þann hátt að það virðist spennandi og framandi.
Eruði búin að kjósa mig í dag? http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
laugardagur, október 02, 2010
Plís kjóstu I'm only sleeping með Heiðu trúbador...Ég komst nefnilega í úrslit í Lennonlagakeppni Rásar 2. Elska John Lennon og þetta lag. Hef verið að spila það síðan ég var unglingur enda fjallar það um hvað það er gott að sofa. Ég þarf samstöðu hérna krakkar mínir!
Please wote for I'm only sleeping w. Heida trubador...I made the finals in the Lennon-cover competition at Radio 2 in Iceland. I love John Lennon and this song. I've played it since I was a teenager, as it is about how good it is to sleep. I need your support here, people!
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Please wote for I'm only sleeping w. Heida trubador...I made the finals in the Lennon-cover competition at Radio 2 in Iceland. I love John Lennon and this song. I've played it since I was a teenager, as it is about how good it is to sleep. I need your support here, people!
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
miðvikudagur, september 29, 2010
er ekki alveg búin að hugsa..... en fór á eina mynd á riff, sem lýsir tíbet-málum öllum afar vel. það fékk mig til að hugsa. þarf nú að hellvar-ast og klára svo að hugsa um heidegger....erum við samt einhvern tíman BÚIN að hugsa alveg? Ritgerðin verður augljóslega betri við athugasemdir snillinganna sem leiðbeina mér, en þá verð ég líka að "halda vel á spöðunum" (hvaða spaða er verið að tala um....? Er þetta úr spilamennsku eða eldamennsku? Svar óskast)Já, ég vissi nú reyndar alltaf að þetta væri ekki lokaútgáfa ritgerðar, heldur fyrsta uppkast, en svo er líklega ekki það mikið eftir. Mér var bent á að hugsa aðeins "hægar", þ.e.a.s. gefa hverjum punkti meira rými....sem sagt of mikið úr einu í annað...sem er ágæt lýsing á mér svo sem. Ég þarf að skerpa fókusinn og athuga með að stokka efniskafla aðeins upp. Við ræddum líka fjallgöngur(!!) sem tengjast alveg óvart nákvæmlega því að skrifa ritgerð á borð við þessa. Páll benti svo á að það sem væri eftir núna væri þolinmæðisvinna. Það færi þó aldrei svo að ég lærði þolinmæði á ferlinu við að skrifa mastersgráðu??? En hm, sem sagt ég er EKKI alveg búin...Ekki alveg....ekki missa fókus heiða...
mánudagur, september 27, 2010
það er svo rosalegt þegar google sér tilefni til að vera með öðruvísi myndskreytingu en vanalega fyrir ofan leitargluggann á vefsíðu sinni. allir hafa líklega rekist á jólaútgáfu eða páskaútgáfu, en svo eru sumar útgáfur bara ætlaðar í einn dag, eins og til dæmis þessi sem er í dag:

það er víst 12 ára afmæli google í dag. Tólf ára áfmæli! Getur það staðist? Þá hefur google byrjað árið 1998, einungis þremur árum eftir að ég fór fyrst á netið á Síberíu-netkaffihúsinu hans Einars Arnar. Hann hjálpaði mér einmitt að stofna fyrsta rafpóstreikninginn, sem var heida@saga.is. Þá hékk maður á irk-inu... og notaði þessa síðu svolítið: http://www.uroulette.com/
Borðaði áðan á Núðlu-skálinni sem er á Skólavörðustíg. Besta súpa sem ég hef fengið á ævinni, í alvöru! Allar aðrar súpur fölna...enda var chilli og engifer og hvítlaukur og kóríander og allskyns krydd sem ég kann ekki nöfnin á. Verulega mikið alvöru matur. Og mikið úrval af súpum. Elvars var allt öðruvísi, með kalkúnabollum og tómatsúpu-based, meðan mín var grænmetis og kókosmjólkur-based. Ég er aðdáandi súpu, pæliði í því. Og líka: Ein súpuskál getur búið til fullt af hamingju, pæliði í því...

það er víst 12 ára afmæli google í dag. Tólf ára áfmæli! Getur það staðist? Þá hefur google byrjað árið 1998, einungis þremur árum eftir að ég fór fyrst á netið á Síberíu-netkaffihúsinu hans Einars Arnar. Hann hjálpaði mér einmitt að stofna fyrsta rafpóstreikninginn, sem var heida@saga.is. Þá hékk maður á irk-inu... og notaði þessa síðu svolítið: http://www.uroulette.com/
Borðaði áðan á Núðlu-skálinni sem er á Skólavörðustíg. Besta súpa sem ég hef fengið á ævinni, í alvöru! Allar aðrar súpur fölna...enda var chilli og engifer og hvítlaukur og kóríander og allskyns krydd sem ég kann ekki nöfnin á. Verulega mikið alvöru matur. Og mikið úrval af súpum. Elvars var allt öðruvísi, með kalkúnabollum og tómatsúpu-based, meðan mín var grænmetis og kókosmjólkur-based. Ég er aðdáandi súpu, pæliði í því. Og líka: Ein súpuskál getur búið til fullt af hamingju, pæliði í því...
Góðan dag, góðan dag. Vinnuvika í ritgerð að hefjast, (sú síðasta vonandi). Á leið í lagfæringu eftir hádegi, ekki svo mikið á mér heldur frekar að slá inn lagfæringar á ritgerð, en svo hitti ég leiðbeinendur, kannski bara strax á morgun, sem hafa heilmikið að segja mér til viðbótar. Það glittir í endann... Byrjaði samt daginn á löngu baði, sem var hrikalega næs, eftir 10 tíma svefn frá 10 í gær til 8 í morgun. Furðulega undarlega tilvera! Þú ert ekki svo slæm, alls ekki svo slæm. Það er líka komið að æfingum Hellvar, allavega ein á mið, og kannski jafnvel ein á mið og ein á fim. Ef við náum tveimur æfingum, getum við tekið upp læfdemó á fimmtudag, undirbúið það á miðvikudag....Lífið er prýðó...síjúó!
fimmtudagur, september 23, 2010
nú er ég á leiðinni á skrifstofuna að laga ritgerðina aðeins til, þ.e.a.s. þær breytingar/innsláttarvillur sem ég fann og vinur minn sem las hana fann. Ég hef enn ekki fengið neinar athugasemdir frá leiðbeinendum, en það kemur eftir næstu helgi. Hellvar spilar á airwaves sem er gott, og því þurfum við að æfa. við þurfum líka að koma lagi á herbergi sem er að fara að vera tónlistarherbergi, en það er hálf-fullt af dótaríi. spurning um að taka kolaportsbás....mamma og pabbi viljiði taka svona bás með mér? þið eigið nú eitthvað af dótaríi sem þið gætum losað um...svo er bara áfram áfram stuð. ólivers afmæli laugardag og sunnudag, dugir ekkert minna. á laugardag koma stórir og smáir í fjölskyldaunni og á sunnudag koma bekkjarbræður hans, í sérpantað afmæli sem stendur frá 12.00 til 19.00!!! það er ekkert slegið slöku við í afmælisfílíng þegar maður er að verða níu. nákvæmlega núna er ég ekki stressuð og ekki þreytt en ég var líka að enda við að sporðrenna tvöföldum soja-latte og sofa í 12 tíma....annars er ég í spennufalli dauðans. ætla að taka skrifstofu/tölvudag í dag og svo útréttingadag á morgun (bónus, húsaleigubótaskrifstofa....hugsanlegar vinnur til að sækja um....)
svona er lífið í heiðubæ...
svona er lífið í heiðubæ...
mánudagur, september 20, 2010
Sumarlandið er frábær mynd, í alla staði! Enn hvað það er gaman að fara 3 kynslóðir á hana og allir fíluðu hana svona vel. Pabbinn og afinn, dóttirin og mamman, sonurinn og afabarnið og Elvarinn,(tengdasonur,maður,pabbi). Óliver talaði um hana á leiðinni í skólann í dag, og við "fullorðna" fólkið (hvenær mun þetta orð eiginlega eiga við mig?) vorum einnig mjög hrifin. Ritgerðin sem ég skilaði á föstudaginn klukkan sjö er sem strokuð út úr minninu mínu, enda hef ég ekki þorað að lesa hana aftur síðan þá. Þarf samt eiginlega að gera það í dag. Hef ekki fengið nein viðbrögð frá leiðbeinanda ennþá, en bíð spennt og tékka á meili á klukkutíma fresti. Get ekki beðið að vera bara almenniega búin, búin að verja munnlega og allt. Er soldið bara til í að finna mér einhverja vinnu núna bráðlega. Var einmitt að semja í huganum smáauglýsinguna: Ofur hress nýútskrifaður veru- og fyrirbærafræðingur óskar eftir einhverju að gera. Ég myndi bara fá eitthvað draugatengt, því það veit enginn hvað verufræði eða fyrirbærafræði er. Ætli fólk haldi ekki bara að það sé sama og "exorcist"? Að flæma út óæskilegar verur og fyrirbæri úr gömlum húsum? En mjá, góða vinnu. Anyone?
mánudagur, september 13, 2010
trúi ekki að ég sé búin að vera hérna í 'hlöðunni síðan klukkan ellefu í morgun (reyndar með einu matargati klukkan ca.hálf-3 til fjögur). byrjaði daginn á gufu, þ.e.a.s. saunu í vesturbæjarlaug. þar var ein gömul kona og hún var sko ekkert að spara sig, hékk endalaust í gufunni og hún var heit (gufan, ekki konan). bakið mitt hafði gott af, en nú er ég hætt að finna fyrir því og hætt að meika sens, eins og gerist á hverju kvöldi þessa dagana. held að það sé gott að ég skrifi þetta allt niður núna, svo ég geti flett upp í blogginu mínu síðar (í framtíðinni ef/þegar ég fer að pæla í doktorsnámi) og séð hvernig mér leið á lokaspretti masters. deadlines. dauðarlínur. Þegar upp er staðið er ritgerðin ekkert annað en nokkrar dauðar línur. Það er fólkið sem er lifandi og getur gert líf sitt eins lifandi og dautt og það vill. Ég býst ekki við því að ritgerðin mín muni breyta heiminum, (nema þú sért fellow-heimspekingur með áhuga á Heidegger). Svona er þá nám....ég veit helling, og afar fáir vilja vita það sem ég veit, en það er allt í lagi, því lífið er alls konar, og meikar alls ekki alltaf neins konar sens.
föstudagur, september 10, 2010
Veit ekki hvers vegna en þetta er svo sterkt í hausnum á mér núna. er að pæla í því hvert vegir Heidegger eru að fara með mig....var brjálað dugleg í morgun og las frá 9-12....svo pása og svo þegar ég ætlaði að fara að skrifa núna um eftirmiðdag kom ekki neitt....það er sól í borginni og glugginn fallegi með útsýni yfir hringbrautina og krikjugarðinn er rosalega mikið aðdráttaraft. stundum bara kemur eitthvað og stundum ekki. ég les þá bara meira í kvöld og vakna og skrifa á morgun...svona er þetta bara. en þetta lag er svo mikið lokalag, passar í lokin á alls konar eins og til dæmis útvarpsþáttum. fullkomið síðasta lag í lok útvarpsþáttar. þessi útgáfa er önnur en á plötunni, og einhvern veginn auðmjúkari, hefur eitthvað sakleysi sem hin hefur ekki, enda er hún útúrpródúsuð. stundum er less more, og ætli ég verði ekki bara að nota það líka í ritgerðinni, enda mun ég ekki geta sagt allt sem ég er að hugsa. maður klárar aldrei að hugsa í heimspeki, því þá myndi maður bara drepa heimspekina og hugsunina í leiðinni: Njótið og góða helgi!
fimmtudagur, september 09, 2010
NÚ er fyrst eitthvað að fara að gerast hjá mér á öllum vígstöðvum: Er að lesa Letter on Humanism, Time and Being og Enownment (grein um Heidegger) á sama tíma og ég skanna þá sjötíuogeitthvað vini sem ég á á facebook. Já, ég var með 700 og eitthvað, sagði bara já við alla, og allir sem ég sagði hæ við úti í búð eða voru með mér í sexárabekk leitaði ég að og gerði að vinum mínum. fannst mér bera heilög skylda til að hafa alla sem ég hafði nokkurn tíman þekkt þarna. en núna......bara nánustu, og ekki einu sinni allir, því suma vil ég bara hringja í eða senda rafpóst til. það er nefnilega svo að fyrir feis áttu allir vini líka. og svo fór ég áðan til læknis sem skoðaði bakmeiðsli mín tveimur árum eftir slys uppá það hvort mér beri einhverjar skaðabætur, og á leiðinni úr skoðuninni steig ég í poll svo nú er ég að drepast úr eigin táfýlu. Skítur í síðasta bloggi, táfýla í þessu, hvað verður það næst?
Allavega, ég er með 45 síður af meistaralegum skrifum í tölvu, og er að lesa (án gríns!) þrjá texta í einu, flakka á milli. Hljómar soldið manískt, en ég fæ þá ekki leið á neinum þeirra. Ók, hljómar meira Línu langsokk-ískt en manískt, sem er gott....eða er það ekki? HA! Sakna Berlín minna þegar ég bý í Reykjavík, og svo veit ég líka að Begga vinkona er núna að passa uppá að það sé ein brjáluð íslensk stelpa búsett þar. Það er mikilvægt að svoleiðis sé alltaf í Berlín. Hvað á ég svo að gera eftir RITGERÐ? Langar að skrifa bók, en myndi ég púlla það? Kannski ljóðabókina sem ég er að semja í stundum. Langar líka að hafa myndlistasýningu. Langar líka að klára Hellvar-plötu. Langar líka að gera trúbadoraplötu. Langar líka að hafa sjónvarpsþátt.....langar líka að.....ókey, ritgerð. síjúbæ.
Allavega, ég er með 45 síður af meistaralegum skrifum í tölvu, og er að lesa (án gríns!) þrjá texta í einu, flakka á milli. Hljómar soldið manískt, en ég fæ þá ekki leið á neinum þeirra. Ók, hljómar meira Línu langsokk-ískt en manískt, sem er gott....eða er það ekki? HA! Sakna Berlín minna þegar ég bý í Reykjavík, og svo veit ég líka að Begga vinkona er núna að passa uppá að það sé ein brjáluð íslensk stelpa búsett þar. Það er mikilvægt að svoleiðis sé alltaf í Berlín. Hvað á ég svo að gera eftir RITGERÐ? Langar að skrifa bók, en myndi ég púlla það? Kannski ljóðabókina sem ég er að semja í stundum. Langar líka að hafa myndlistasýningu. Langar líka að klára Hellvar-plötu. Langar líka að gera trúbadoraplötu. Langar líka að hafa sjónvarpsþátt.....langar líka að.....ókey, ritgerð. síjúbæ.
þriðjudagur, september 07, 2010
Jæja, nú þegar einbeitingin er farin í dag, og ég að spá í að rölta heim áður en myrkrið skellur á, er gott að staldra við og fara yfir daginn: Foreldrafundur í morgun, afar vel heppnaður. Smá lestur tölvupósts og bloggs eftir það í tölvustofu H.Í. og í framhaldinu virkilega frambærilegar núðlur með grænmeti í Hámu /Elvar fékk sér lasagne með dánu dýri í. Við það búið er skundað upp í Þjóðarbókhlöðu þar sem dagurinn er virkilega tekinn með trompi og lesið og skrifað eins og vindurinn (sem reyndar ég veit ekki til að lesi né skrifi, en whatever...) Um tvöleitið fer ég að fá smá vindverki og afskrifa það sem stress, enda er ég helvíti stressuð þessa dagana. Nú svo kemur smá svona þrýstingur sem ég held náttúrulega að sé bara prumpi og leifi honum því bara að komast út til að geta haldið æsispennandi lestrinum í Fyrirbærafræði eftir Dan Zahavi áfram. En þá gerðist nokkuð óvænt. Tilvonandi Meistari í heimspeki skeit þá aðeins á sig, í orðsins fyllstu merkingu! Og já, þurfti að henda naríunum í ruslið inni á baði, en sem betur fer var ég í vænum brókum í dag svo ekkert fór í gegn. Og af hverju, spyrjið þið nú, er ég að segja ykkur þetta hér? Tja, ég veit svo sem ekki, nema ef ske kynni að ég væri orðin svo langt leidd að mér væri bara hreinlega SKÍTSAMA!!!!! Hahahhaa, þetta fáiði ekki á feisbúkk krakkar mínir....
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)