Leita í þessu bloggi
miðvikudagur, desember 30, 2009
mánudagur, desember 28, 2009
föstudagur, desember 25, 2009
Ég hef aldrei fyrr lokið við að skrifa ritgerð á jóladag, en það er einmitt það sem ég gerði í dag. Ég fór líka út að hjóla og hlustaði á nýja Insol-diskinn (jólagjöf frá Gunna) í nýju heddfónunum mínum (jólagjöf frá Elvari). Það er enginn á götum úti um eftirmiðdag á jóladag, og fékk ég því nettan Palli-var-einn-í-heiminum-fíling sem er alltaf hressandi. Fann hangiketslykt um allt og var því glöð að vera boðið í mat til mömmu og pabba. Er nú um það bil að fara að senda ritgerðina til kennara, og þá er ég í jólafríi það sem eftir lifir kvölds. Það er nú gaman. Ætla að taka upp tónlist, smá í kvöld og meira á morgun. Jólin eru til að gera það sem manni finnst skemmtilegast, ekki til að gera neitt leiðinlegt. Mundu það!
fimmtudagur, desember 24, 2009
þriðjudagur, desember 22, 2009
vei jibbí jei! er komin með eina einkunn fyrir heimspeki og kvikmyndir og það var nía! borgar sig greinilega að læra soldið heima....hahahahah. en nú er það síðasta ritgerðin sem ég er að klára korter í jól út af ægilegum flensuhamförum síðustu vikna hjá litlu fjölskyldunni. hálfnuð með ritgerð, erfitt að einbeita sér núna þegar mig er farið að langa að taka til í íbúðinni og gera fínt fyrir morgundaginn. en á morgun er þorláksmessa og þá ætla ég að borða skötu í þriðja sinn á ævinni, (smakkaði sumsé í hitteðfyrra í 1. sinn, og einu sinni smakkað þú getur ekki hætt á allavega mjög vel við í mínu tilviki). Hef bara farið til Sægreifans og held ég breyti því ekki, enda sagði tengdapabbi að það væri toppurinn, ég hefði einfaldlega byrjað á toppnum þegar ég smakkaði hjá sægreifanum. Jólaskreyting fyrirhuguð er: svart plastjólatré með hvítri seríu, svört jólakerti, mjög goth eða black-metal, og svartur jóladúkur á eldhúsborðið. daman (ég!) verð í svörtu glimmerpilsi sem ég náði mér í í spútnik í gær, svartri galdrakonu/rokkstjörnu-peysumussu með glimmerívafi og svörtum leggings, annað hvort berfætt eða í svörtum skóm. svart hár að sjálfsögðu. svört jól eru svöl jól, ekkert helvítis hvítjóla-kjaftæði á mínum bæ. gleðileg fokking jól, oooooohvað ég er spennt orðin og þetta er ekki kaldhæðni í alvöru!!!! ég hlakkaði nebblega ekkert til jólanna í fyrra, en þá átti ég heldur ekki svart plastjólatré og svört kerti. ég tek myndir þegar stöffið er komið upp og set hér inn (ef ég þekki mig rétt verður það ekki fyrr en mjög seint annað kvöld sem ég næ því). fór með elvari í bíó í gær, á Anvil. Mæli eindregið með henni, um kanadíska rokkhljómsveit sem slær í gegn 30 árum eftir að hún er stofnuð, því meðlimirnir (nú komnir yfir fimmtugt) náðu aldrei að auglýsa sig nógu vel, en hættu aldrei að semja og gefa út tónlist. Note to self: muna að fá sér umboðsmann fljótlega, Heiða.
þriðjudagur, desember 15, 2009
Var að leita að kennslumyndbandi í píanói fyrir eitt af bestu lögum Bowie, og rakst á þetta! Þessi strákur er greinilega mikill David Bowie-aðdáandi: Hér tekur hann hið mjög svo erfiða lag 5 years, af plötunni The rise and fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars:
Og hér er hann að syngja með plötunni, lagið Space Oddity, og í Bowie-bol og allt!
Þetta er stórkostlegt barn!
mánudagur, desember 14, 2009
Ný vika, ný verkefni. Á soldið mikið eftir að gera síðustu ritgerðina, þessa sem ég ætlaði að skila í dag. En helgin fór í "Gullfoss og Geysi", og þá var Geysir mjög öflugur, en Gullfoss lét aðeins á sér kræla líka. Pestina fékk ég frá Óliver sem var með hana frá fim.kvöldi til laugard. en ég var með hana frá laugard. til sunnudagskv. Er sem sagt að skríða saman núna, og er enn illt í maga....en....fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Ég léttist um 2 kíló, og mátti það alveg. Þetta var svona í kjólinn fyrir jólin-veiki...hmmmm. Allavega, þarf að finna sálarró í mér til að fá einbeitingu fyrir síðustu ritgerðina. Var byrjuð að handskrifa inngang og e-ð þegar allt dundi á, en nú er að duga eða drepast. Því fyrr því betra út af námslánunum. Já, henda sér í gang. Bretta upp ermar. Einn, tveir, áfram gakk. Kraftur úr sjötíu hundasúrum handa mér. Jabadabadú!
þriðjudagur, desember 08, 2009
er klædd í nærföt, ullarsokkabuxur, gallabuxur, auka ullarsokka, dr.martinsskó, bol, síðermabol, hettupeysu, hálsklút, úlpu, vettlinga, húfu, trefil. Ætla út að hjóla og sjá hvort þessi múndering dugi til að halda kuldanum í desember frá. ef það dugar hef ég fengið hreyfingu og birtu. finnst myrkur og kuldi leiðinlegur, en einhver sagði í útvarpinu um daginn að það væri ekki til neitt sem héti of kalt veður heldur bara of lítið af fötum. sönnun eða afsönnun þess fer fram rétt bráðum. dóminn birti ég í kommentum hinum megin við hjólatúr.
mánudagur, desember 07, 2009
Thad er otrulegt hvad sma kaffisopi og thyskt stollen getur gert fyrir mann arla morguns. er bara gladvoknud og eg sem var steinsofandi rett adan. var ad klara adra ritgerdina af tremur i gaer, og er ad spa i ad verdlauna mig bara og vera ekkert ad laera of mikid i dag. aetla bara ad vera i utlandinu, labba laugarveginn, skella mer i kaffi til vinkonu, fara kannski i sund og gufu. ja svona almennt slappafelsi eins og madur gerir thegar madur er i frii. thad getur ekki gert neitt til ad byrja ad lesa fyrir naestu ritgerd a thridjudegi i stad manudags. se ykkur, kvedjur fra nyfundnalandinu,reykefjalavik.
laugardagur, desember 05, 2009
miðvikudagur, desember 02, 2009
Annar ritgerðasmíða-brandari: "oooo, sweet chai of mine" (sungið með innlifun yfir tebollanum. Annars er ein ritgerð af þremur næstum búin, vantar bara herslumuninn. byrjuð að lesa fyrir næstu, og hef fram á sunnudag á miðnætti til að skila henni inn. Það er fyrirbærafræðiritgerðin. "Fyrirbærafræðiritgerðin" er langt orð sem ég get ekki ímyndað mér að einhver útlendingur muni vera afslappaður með að reyna að bera fram ótilneydd/ur.
föstudagur, nóvember 27, 2009
sunnudagur, nóvember 22, 2009
Jæja, ég var að uppgötva að það er 22. nóvember en ekki 29. eins og ég hélt. Þetta skiptir gríðarmiklu máli út af ritgerðasmíðum mínum. Ég semsagt var að græða viku og hef því ekkert samviskubit yfir því að vera að lesa Sjúddirarí rei (frábær, ef maður sleppir því að hugsa um hugsanlega hommafóbíu Gylfa, vona að það sé bara furðulegur húmor hans). Já en semsagt, ekkert að gera í víkingasafni og því sit ég og les Gylfa Ægisson og hlusta á eðal íslenskar plötur sem ég hef ekki haft tíma til að kynna mér á gogoyoko.com. Þar er ég nú búin að hlusta á nýju Hjaltalín (koverið er betra en innihaldið) og er núna að hlusta á Létt á bárunni sem er GEÐBILUÐ GÓÐ, mun betri en Hjaltalín. Pæliði í frábæru dæmi sem Gogoyoko er, maður bara situr heima í stofu (eða hvar sem er náttúrulega) og hlustar á það sem maður vill meðan maður til dæmis les (mjög hentugt) og svo ef og þegar maður dettur inn á eitthvað sem maður vill eiga til að geta hlaðið í spilarann sinn, þá bara kaupir maður það. En að geta hlustað endalaust online án þess að borga og vistað á sína síðu það sem maður fílar er frábært! Svo þegar maður heimsækir síður einhverra vina, þá heyrir maður hvað hann/hún fílar og uppgötvar þannig. Þetta er blanda af samfélagsvef og plötubúð og snýst BARA um tónlist en ekki eitthvað stjúpifæing rugl. Allir á gogoyoko núna!
föstudagur, nóvember 20, 2009
Það allra skemmtilegasta sem hefur komið fyrir mig gerðist í gær, og haldiði ykkur nú: Ég fór óvart í ósamstæða skó og fattaði það á brautinni á leið í skólann! Það er einhvern veginn síðasta tabúið sem fellur þegar skórnir eru ekki eiginlegt skópar. Ég blygðaðist mín ekki rassgat og fannst bara að dagurinn væri einstaklega sérstakur og fallegur fyrir vikið. Reyndar var um tvö svört dr.martins-skópör að ræða, annað reimað og hitt með hliðarteygju, þannig að ruglingurinn minn var svo sem ekki far át, en samt.... Það virðist vera næstum samfélagslega viðurkennt að sumir rugli sokkapörum upp, og fari í sitthvorn sokk, jafnvel sitthvorn litinn. Á tíma var tíska í gangi að eiga mörg Converse-skópör og blanda sitthvorn lit á sitthvorn fót. En bara einhver skór á hægri og einhver annar á vinstri þykir nú bara vera vottur um almennt rugl. Ég átti prýðisdag í mismunandi skóm í gær, og er að pæla í að gera þetta oftar.
Annað og óskylt: Flottasta íslenska plötuumslag síðari ára sá ég á netinu í dag, og það er næsta plata Hjaltalín, sem kemur í búðir eftir helgi og heitir víst Terminal.
Æðisleg mynd framaná, í mjög flottum litum. Ef tónlistin er líka góð er hér kominn flottur gripur. Annars er ég langt frá því að vera heitur Hjaltalín-aðdáandi, en hef ekkert heyrt af nýju og læt því vera að tjá mig um hana fyrirfram. Af albúminu að dæma ætti þetta þó að vera svona kalt og hrátt Bowie-í-Berlín-dæmi eitthvað. Mér finnst það reyndar mjög ólíkleg þróun á tónlist Hjaltalín, en hvur veit?
Annað og óskylt: Flottasta íslenska plötuumslag síðari ára sá ég á netinu í dag, og það er næsta plata Hjaltalín, sem kemur í búðir eftir helgi og heitir víst Terminal.
Æðisleg mynd framaná, í mjög flottum litum. Ef tónlistin er líka góð er hér kominn flottur gripur. Annars er ég langt frá því að vera heitur Hjaltalín-aðdáandi, en hef ekkert heyrt af nýju og læt því vera að tjá mig um hana fyrirfram. Af albúminu að dæma ætti þetta þó að vera svona kalt og hrátt Bowie-í-Berlín-dæmi eitthvað. Mér finnst það reyndar mjög ólíkleg þróun á tónlist Hjaltalín, en hvur veit?
fimmtudagur, nóvember 19, 2009
Það er löngu tímabært að færa líf mitt í orð. Ég hef ekki bloggað lengi, ekki vegna þess að ég hafi ekkert að segja heldur vegna þess að ég hef svo mikið að segja að mér finnst að ég verði að sitja svo lengi við tölvuna til að klára. En short version hljómar svona: Ég, Elvar og Óliver fórum með Rob á Snæfellsnes og borðuðum yndislegan kinnfisk úr þorski með Kela, kíktum eftir það í Lýsuhólslaug, með ölkelduvatni í. Svo var Dalvík heimsótt og borðað Spaghetti með Óliver eldri, Helgu og Urði. Viðkoma í Hrísey í nokkra klukkutíma, með tilheyrandi stoppi og spjalli í kjörbúðinni og labbi um göngustíg. Hittum fullt af hönum og hænum og enn meira af rjúpum. Ef til vill er það ekki "common knowledge" (ég vissi það allavega ekki) en fuglar eru friðaðir í Hrísey og af sömu ástæðum eru kettir bannaðir. Gerir Hrísey líklega að besta stað á Íslandi fyrir fólk með kattaofnæmi. Frá Hrísey á Akureyri, borðað á Bautanum (folaldasteik), komið við í Frúnni í Hamborg þar sem ég fann Fönk með Graham Central Station frá 1974 og Janis Ian-plötu frá 1979, og eina Peter Gabriel early, þessi með Solisbury hill á. Allar góðir gripir. Frá Akureyri á Laugarvatn og gufubaðið var yndislegt að vanda, ásamt kvöldmatnum hjá Sævari og Hrafnhildi. Föstudagur rennur upp (síðasti) og þá komum við loks aftur í Rvk, eftir að hafa verið 5 daga á ferð. Alexandra á heiðurinn að pulsupartý og tónlistarspilhangtjilli kvöldsins en kvöldið eftir hittist Hellvar og Rob og spila í skúrnum. Ég læri á sunnudag, mánudag, eiginlega ekki neitt á þriðjudag (búin á því) en læri meira á miðvikudag. Sko, ég náði nútímanum! Nú er ég á leið í Rvk. að fara í HÍ og þar verður vonandi jafnskemmtilegt og á Úlfljótsvatni (þ.e.a.s. hopp og hí.) Eftir HÍ fer ég í smá lestur og svo í hotyoga og svo heim. Á eftir að gera eina ritgerð um Heidegger, eina um Days of Heaven, með Heidegger-ívafi og eitt heimapróf/ritgerð um fyrirbærafræði í anda Husserl og Heidegger. Þetta mun gerast á næstu 3 vikum eða svo. Hólímólí, held ég fái mér sterkt kaffi.
sunnudagur, nóvember 08, 2009
Ég var að koma úr S'mores-veislu, sem byrjaði reyndar sem kjötsúpuveisla en endaði sem S'mores veisla. Og hvað er S'more spyrjið þið eðlilega. Þetta er vinsæll varðelda réttur frá Ameríku, fundinn upp á 3. áratugnum af skátastúlkum.
Hér má fræðast um S'mores.
Uppskriftin er einföld:
Ingredients
* 1 large marshmallow
* 1 graham cracker
* 1 (1.5 ounce) bar chocolate candy bar
Directions
1. Heat the marshmallow over an open flame until it begins to brown and melt.
2. Break the graham cracker in half. Sandwich the chocolate between the cracker and the hot marshmallow. Allow the marshmallow to cool a moment before eating.
Við hituðum nú bara sykurpúðann yfir heitri eldavélarhellu, og það virkaði. Eins má notast við örbylgjuofn, en þá verður sykurpúðinn ekki brúnn og stinnur að utan, heldur bara "gooey" sem er svo sem allt í lagi. Þetta er fáránlega gott og ógeðslega fitandi og eftir tvo er maður kominn með ógeð en langar eflaust í þetta aftur seinna. Ath: Ég prumpaði mjög vondri lykt eftir að hafa borðað tvo S'more, svo ég mæli ekki með ofáti, hvað gerist þá?
Að lokum, S'mores-lagið:
Hér má fræðast um S'mores.
Uppskriftin er einföld:
Ingredients
* 1 large marshmallow
* 1 graham cracker
* 1 (1.5 ounce) bar chocolate candy bar
Directions
1. Heat the marshmallow over an open flame until it begins to brown and melt.
2. Break the graham cracker in half. Sandwich the chocolate between the cracker and the hot marshmallow. Allow the marshmallow to cool a moment before eating.
Við hituðum nú bara sykurpúðann yfir heitri eldavélarhellu, og það virkaði. Eins má notast við örbylgjuofn, en þá verður sykurpúðinn ekki brúnn og stinnur að utan, heldur bara "gooey" sem er svo sem allt í lagi. Þetta er fáránlega gott og ógeðslega fitandi og eftir tvo er maður kominn með ógeð en langar eflaust í þetta aftur seinna. Ath: Ég prumpaði mjög vondri lykt eftir að hafa borðað tvo S'more, svo ég mæli ekki með ofáti, hvað gerist þá?
Að lokum, S'mores-lagið:
laugardagur, nóvember 07, 2009
Já nú er Rob að lenda á morgun, og það verður gaman. Ég í safni víkinga í dag og á morgun. Í kvöld ætla ég að skella mér á svokallað "þögult diskó" með Alexöndru og Hildi, en það fer þannig fram að allir mæta með sína tónlist í eyrunum og svo bara einn tveir og dansa, og allir dansa saman. Er enn tvístígandi um hvort ég eigi að hafa pönk eða teknó. Bæði gott til að dansa við. Kannski tek ég bara bæði með. Náði að fara á tvennt spennó í vikunni, fyrir utan auðvitað allt sem ég gerði spennó í skólanum. En ég fór semsé á sýningu Egils Sæbjörnssonar í sölum B og C í Hafnarhúsinu. 50 þúsund stjörnur alveg (af 5 mögulegum). Frábær sýning, og ætla aftur, helst með Elvari núna. Fór svo á lokasýningu á nokkrum stuttmyndum, hluta af Sequences, sem sýnt var í Regnboganum. Þar voru nokkrar eftir Curver (fallegar smámyndir úr daglegu lífi í New York), samvinna 16 íslenskra og pólskra myndlistarmanna (soldið langdregin og óafslöppuð, en allt í lagi), Gjörningaklúbburinn í Garðskagavita í sumar, (mjög flott og vinnur gífurlega á, var að hugsa um hana bara í morgun síðast, og lúðrasveitin Svanur spilar Brennið þið vitar snilldarlega), og heimildarmynd um þegar skemmtistaðurinn Sirkus var fluttur í bútum og settur upp aftur á Tate Modern í London, sem hluti af einhverri sýningu.
OK, Sirkus-myndin....VÁ! Ég meina, þetta er stórkostlegt listaverk. Íslenskur bar settur upp á safni í London, complete with fastakúnnar og allt. Svo urðu allir safngestir sem hættu sér inn á þennan íslenska bar hífaðir og þeim leið eins og það væri mið nótt í Reykjavík og brjálaðir tónleikar í gangi (Ghostigital, Begga mín að flytja lagið "Gangsterrappari" etc...). Þá er bara komið að lokun safnsins og vörðurinn að rýma...klukkan kannski fimm eða sex að degi til. Ef einhvern tímann hefur verið gert vel heppnað listaverk sem fjallar um heim inni í heimi þá er það þetta. Og mikið afskaplega var þetta góð mynd um verkið. Stemmningin komst alveg til skila og súrrealisminn í verkinu öllu saman.
Í kvöld, áður en þögla diskótekið hefst, ætla ég svo að taka þátt í enn einum Sequences-viðburðinum. Það kemur bíll og pikkar mig upp og ég fer í sirka korters rúnt með honum, en þá er verið að sýna vídeóverk eftir Pál Hauk Björnsson sem heitir
"This dumb region of the heart" á tveimur skjám inni í bílnum, afturí. Veit ekkert meir um þetta og er mjög spennt. Report á morgun!
OK, Sirkus-myndin....VÁ! Ég meina, þetta er stórkostlegt listaverk. Íslenskur bar settur upp á safni í London, complete with fastakúnnar og allt. Svo urðu allir safngestir sem hættu sér inn á þennan íslenska bar hífaðir og þeim leið eins og það væri mið nótt í Reykjavík og brjálaðir tónleikar í gangi (Ghostigital, Begga mín að flytja lagið "Gangsterrappari" etc...). Þá er bara komið að lokun safnsins og vörðurinn að rýma...klukkan kannski fimm eða sex að degi til. Ef einhvern tímann hefur verið gert vel heppnað listaverk sem fjallar um heim inni í heimi þá er það þetta. Og mikið afskaplega var þetta góð mynd um verkið. Stemmningin komst alveg til skila og súrrealisminn í verkinu öllu saman.
Í kvöld, áður en þögla diskótekið hefst, ætla ég svo að taka þátt í enn einum Sequences-viðburðinum. Það kemur bíll og pikkar mig upp og ég fer í sirka korters rúnt með honum, en þá er verið að sýna vídeóverk eftir Pál Hauk Björnsson sem heitir
"This dumb region of the heart" á tveimur skjám inni í bílnum, afturí. Veit ekkert meir um þetta og er mjög spennt. Report á morgun!
þriðjudagur, nóvember 03, 2009
Flensan yfirgefið mannskapinn að mestu leyti í bili og ég því á haus að reyna að vinna upp ólesinn lestur. Með natni og útsjónarsemi ætti það að hefjast, en verst að vita varla hvar maður á að byrja, því textarnir hafa bara staflast upp. líklega best að loka bara augunum og draga einn. Er búin að mæta í skólann í gær og leið eins og nýútsprungnum unga úr eggi eftir að hafa legið í rúmi eða sófa í tæpa viku. keypti naglalakk og varalit í tiger og var í gulum buxum og gekk laugaveginn flautandi og allt. fór líka í nýju mál og menningu á sama gamla staðnum og þar á annarri hæðinni er LOKSINS kominn Súfistinn aftur, með sitt gamla góða tertutilboð (tertusneið og kaffi að eigin vali: 780 kr.!!). Það verður að teljast rosalega gott tilboð í dag. Reyndar getur maður ekki valið um tertusneið, heldur bara þær sneiðar sem eru stakar í það og það skipti. Ég hitti á eina apríkósutertusneið, sem fær fullt hús ásamt soja-latteinu sem ég draup á með.
Dreymdi Megas í fyrra-dag og nú geta draumráðningafuglar spreytt sig:
Ég var á myndlistarsýningu og þurfti að komast á klósett, og var bent í átt að því. Það var upptekið og ég þurfti því að bíða. Viti menn, út kom Megas og kastaði á mig kveðju. Ég fer inn, en hefur þá karlinn ekki skilið eftir RISAstóran kúk í klósettinu, sem ég sturta niður. Sest sjálf, og kemur þá ekki bara næstum sama RISAstærðin af kúki líka.......
Hahahhahahha! Ókey, kúkur er fyrir peningum, en hvað? Á ég þá að syngja dúett með Megasi?
Dreymdi Megas í fyrra-dag og nú geta draumráðningafuglar spreytt sig:
Ég var á myndlistarsýningu og þurfti að komast á klósett, og var bent í átt að því. Það var upptekið og ég þurfti því að bíða. Viti menn, út kom Megas og kastaði á mig kveðju. Ég fer inn, en hefur þá karlinn ekki skilið eftir RISAstóran kúk í klósettinu, sem ég sturta niður. Sest sjálf, og kemur þá ekki bara næstum sama RISAstærðin af kúki líka.......
Hahahhahahha! Ókey, kúkur er fyrir peningum, en hvað? Á ég þá að syngja dúett með Megasi?
þriðjudagur, október 27, 2009
sunnudagur, október 25, 2009
Um helgina hefur aldeilis margt gerst. Ég keyrði með Hauki Morðingja og Gunna og spilaði á Búðardal, en á undan performanceinu fengum við kjötsúpu með lambahakki og reyktan rauðmaga á rúgbrauði, algjört lostæti! Eftir tónleika var brunað aftur í bæinn, þar sem ég átti að flytja fyrirlestur um heimspekinginn Martin Heidegger á laugardagseftirmiðdegi, sem ég og gerði og eyddi öllum laugardagsmorgninum í að snurfusa hann. Það eina sem mig langaði að gera að afloknum öllum Heidegger-lestri undanfarinnar viku með klæmaxinu á laugardag, var í fyrsta lagi: Lesa reyfara; í öðru lagi: hlusta á HAM og spila HAM á gítar. Þannig að ég er búin að vera að gera bæði. Pikkaði upp Demetra í gærkvöldi og Alexandra pikkaði upp bassann og svo spiluðum við þetta okkur sjálfum til mikillar gleði, aftur og aftur. Það er skrýtið með Demetru, ég hef aldrei haldið neitt sérstaklega upp á það, bara fundist það gott lag, en ekkert mitt uppáhalds. Ég meina, það er náttúrulega ekki til leiðinlegt HAM-lag, en þau eru ekki öll jafn-skemmtileg. Held til dæmis minnst upp á Voulez-vous koverið þeirra. Hef lengi vel haldið mikið upp á Svín, Sanity, Austur, Lonesome Duke, Death, Æskublóm, Marinering og fleirra. Nú vinn ég á Víkingasafni í dag, og hugsa um pizzu. Og í kvöld ætla ég að ljúka við Henning Mankell-reyfarann minn.
miðvikudagur, október 21, 2009
Á laugardaginn sá ég: Japanese supershift and future band spila sína fyrstu tónleika á Kaffistofunni, Hverfisgötu, eitt og hálft lag með Lole frá sviss á Kaffibarnum og það lofaði MJÖG góðu, hún vinnur nú að næstu plötu með Valgeiri Sigurðssyni, klassískt verk stýrt af Daníel Bjarnasyni, mjög flott, Mugison á Kaffistofunni, hann var rosa, fór svo heim í pásu þar til Ghostigital byrjaði á Batteríinu, og það var líka svona stórskemmtilegt að ég gleymdi að taka myndir, hljóp yfir á Egil Sæbjörnsson á Iðnó og hans nýja efni er frábært, ætla svo sannarlega að kaupa mér þá plötu, hljóp til baka yfir á Batterí til að sjá norsku hljómsveitina The Megaphonic Thrift sem ég heyrði í á mjög háværu sándtékki fyrr um daginn. Besta erlenda band Airwaves 2009, án efa;
kíkti svo á Dýrðina á Amsterdam og dansaði og skemmti mér vel með þeirra giggi, ansi góð ný lög og Blodie-kover, Dýrðin á svingi þessa dagana, fór svo inná Sódómu og myndaði Klink í bak og fyrir, þetta var nú bara brjálæði og ekkert annað:
kíkti svo á Dýrðina á Amsterdam og dansaði og skemmti mér vel með þeirra giggi, ansi góð ný lög og Blodie-kover, Dýrðin á svingi þessa dagana, fór svo inná Sódómu og myndaði Klink í bak og fyrir, þetta var nú bara brjálæði og ekkert annað:
Á föstudag sá ég Togga í Norræna húsinu, (nokkuð flottur bara, fékk tár í augun þegar hann spilaði sína/upprunalegu útgáfuna af þú komst við hjartað í mér), Kippa Kanínus á Karamba,(kippi er snillingur, allt gott sem hann gerir), Hudson Wayne í 12 Tónum,(kommbekk vonandi á næsta leiti, þetta er ein af mínum uppáhalds), Vicky accoustic á Hemma og Valda,(Eygló aldrei sungið betur en þarna),
Bárujárn á Sódómu:(Vá!)
byrjunina á Me, the Slumbering Napoleon, á Sódómu,
Stereo Hypnosis:(rosa flott hjá þeim)spiluðu á Batteríi
Á eftir þeim komu The Tiny frá Svíþjóð (fyrsta leiðinlega sem ég sé á Airwaves þetta árið), á Dillon sá ég Who Knew:
og Jan Mayen sem spiluðu svo flott gigg að ég bara gleymdi að taka myndir! Rosalegir tónleikar hjá Jan Mayen og líklega með því flottara sem ég sá þetta árið.
Bárujárn á Sódómu:(Vá!)
byrjunina á Me, the Slumbering Napoleon, á Sódómu,
Stereo Hypnosis:(rosa flott hjá þeim)spiluðu á Batteríi
Á eftir þeim komu The Tiny frá Svíþjóð (fyrsta leiðinlega sem ég sé á Airwaves þetta árið), á Dillon sá ég Who Knew:
og Jan Mayen sem spiluðu svo flott gigg að ég bara gleymdi að taka myndir! Rosalegir tónleikar hjá Jan Mayen og líklega með því flottara sem ég sá þetta árið.
fimmtudagur, október 15, 2009
....og þá má ég fara á soldið af tónleikum. ætla örugglega að sjá ghostigital klukkan 17.00 á gallerí I-8 á eftir, en svo er óráðið með kvöldið. þarf að læra hædegger í fyrramál og horfa á groundhogday í skólanum í hádeginu, svo meira airwaves. að djöggla skóla og tónlistarhátíð er góð skemmtun. rosalega var ég stressuð í prófinu áðan, maður. bara kaldar hendur og hjartsláttur og læti. ég er fullkomlega viss um að ég gerði mitt besta, samt, og það er ómetanleg tilfinning. en þessi vika hefur samt tekið á og nú er ég upptjúnuð eins og góður gítar. þarf að róóóóóa mig niður. kertaljós og hugleiðsla í kvöld, eftir að ég hef airwavað aðeins.
miðvikudagur, október 14, 2009
Mæli með: Pönksýningunni í kópavogi! Noodle Station á skólavörðustíg! Diary of a country priest (Journal d'un curé de campagne), s/h mynd frá 1950, Airwaves! Því að vera ekki stressaður þótt maður sé að fara í próf á morgun og vera með nemendafyrirlestur á mánudag og það sé Airwaves-helgi þar á milli.
Eru ekki allir í stuði?
Eru ekki allir í stuði?
mánudagur, október 12, 2009
Í dag er ég að spá í að lesa soldið mikið um heimspeki og kvikmyndir og jafnvel aðeins um heidegger og svo jafnvel soldið um foucault. var að finna út að það eru 9 foucault-textar sem voru settir fyrir þennan tíma í dag og ég náði ekki að lesa neinn þeirra um helgina. var reyndar að vinna báða dagana, en gat aðeins kroppað í kvikmyndaheimspekina. þetta mjatlast, hægt og bítandi. það endar alltaf þannig að allir textar eru lesnir, það er bara leiðin þangað sem er þyrnum stráð, aðallega vegna þess að maður tekur að sér svo mörg hlutverk: móðir, kærasta, tónlistarnemi, tónlistarmaður, heimspekinemi, ....og svo í ofanálag draumóramaður eins og john lennon, þannig að ég þarf að labba um og horfa á fólk og hugsa. þá er það ljósritun og prentun foucault-texta: einn tveir og sjö!
laugardagur, október 10, 2009
Safn víkinganna er mjög fagurt í dag. sit við gluggann sem snýr út að hafinu og horfi á öldurnar hvissast um allt. heyri brak í skipi og líka í húsinu sjálfu. brak og vindhljóð og þetta dásamlega fagra útsýni er alveg að gera daginn minn fullkominn. fáir gestir í dag, en ef þú lest þetta og langar í góða víkingastemmningu með náttúruskoðun í baksætinu er opið hjá mér til sex í dag, og á morgun frá ellefu til sex. það er ótrúlega gaman að sitja hér og lesa heimspeki og svo þegar ég þarf andpásu kíki ég bara út um risaglugga og mér líður eins og ég sitji bara í fjörunni. fjör í fjörunni. er ekki til eitthvað lag sem heitir það? Ætla að gúggla, andartak.......svei mér þá, ég held það sé bara ekki til....það verður að semja þetta lag, alveg klárt mál. verkefni kvöldsins: horfa á vídeó m. óliver og svo m. elvari og semja fjör í fjörunni, helst á píanó, því þá get ég æft mig á það í leiðinni. á sko að æfa KK-lag heima og halda áfram með eitt bob dylan-lag. Oh, the joy of it all!!!!!!
miðvikudagur, október 07, 2009
Er að reyna að eiga dag þar sem ég geri bara það sem mig langar að gera en geri það sem þarf að gera. Þannig fékk ég mér góðan morgunsjeik í morgun og knúsaði elvar í sófanum og lagði því aðeins of seint af stað til að taka rútuna (út af knúsinu) og missti af henni. en það var í lagi því ég fékk far með pabba í bæinn sem var miklu betra og upp að dyrum þjóðarbókhlöðu. fyrst langaði mig að lesa bara film as film-bókina og gerði það, en svo varð ég sybbin og las því eina grein og svo aftur í film as film. svo varð ég verulega sybbin þannig að ég lagði mig bara!!! svaf í svona klukkutíma og vaknaði endurnærð og fór aðeins á netið og langaði að blogga svo ég gerði það. nú langar mig að lesa aðeins meira og fara svo og labba niður í bæ. langar í kaffi og eftirmiðdagshressingu. gott að reyna að gera bara það sem mann langar, þá er maður svo mikið í núinu.
þriðjudagur, október 06, 2009
jájá, þannig er nú það. ég dugleg. í allan dag. meira dugleg á morgun, vonandi lungan úr honum. mikið af orðum sem lesa þarf í mastersnámi. sum löng og erfið. þessvegna gaman að blogga í símskeytastíl með stuttum og hnitmiðuðum setningum og orðum. friður. ást. frétti að yoko kæmi aftur. langar að fara og senda henni fingurkossa á móti og standa með henni. vera ein af fáum sem gerir ekki grín og híar. hvílíkur snillingur. eru boðskort til að fara í viðey og taka þátt í ástinni og friðinum? ef svo, má ég þá fá eitt? ég skil yoko, og vil búa til frið með henni.
föstudagur, október 02, 2009
laugardagur, september 26, 2009
iðrakvef og gjörningaveður eru tvö mjög falleg og gild íslensk orð sem lýsa degi mínum í dag ágætlega. Er líka stödd í Víkingaheimi, og þar brakar og brestur í gluggum, veggjum og skipi. Hljómar oft eins og það sé að fara að bresta á með árás víkinga, en þá er það bara vindurinn. Það er ótrúlega gott að sitja eða standa við stóra gluggann innst í salnum og horfa út á haf. róandi. brjálað rok og öldur og þær lægir bara inn í mér á sama tíma.
miðvikudagur, september 23, 2009
Mér finnst eins og meirihluti fólks sem bloggaði sé hætt því og bara á feisbúkk að koma með einhverja fúla statusa. það má alveg sko, en er ekki hægt að gera bæði? Ég veit fyrir mitt leyti að ég fæ engan vegin jafnmikið út úr því að sörfa feisbúkk (sem ég neita að kalla fésbók)-síður og að lesa alls kyns blogg. sum löng, sum stutt, sammála einhverjum pælingum, finnst annað ekkert merkilegt. þetta er samt svo fjölbreytt. einn ákveður að skella inn uppskrift í dag, annar segir allt með tveimur myndum. einn er með link á gott jútúb (sem ég neita að kalla þúvarp). það er fjölbreytileikinn sem maður fær beint í æð og mikið af á bloggum, en þú ert bara að fylla inní fyrirfram ákveðna reiti á feisbúkk. ég ætla aldrei að passa inní reiti (sem ég neita að.....nei djók, þetta er komið gott af uppreisn). Allavega: feisbúkk sökkar, nema pet society og feisbúkkið hans Alberts Sigurðssonar sem er eina sem ég skoða reglulega, enda linkur á hann á blogginu mínu. Blogg rúla. Hér er skemmtilegt festival sem er að byrja á eftir; rettir.is
Ég spila með Hellvar á föstudag klukkan 21.00 á Sódómu (efri hæð gamla Gauks á stöng). Dr.Gunnaband spilar á morgun, fimmtudag, kl. 21.00 á Nasa, og þar syng ég bakraddir, ef ég verð ekki bara enn slöpp. Nei nei, ég verð orðin góð. 2 í flensu í dag og ég búin að úða í mig ólívulaufum, vínberjasteinaolíu, sévítamíni, ávöxtum og tei. bless.
Ég spila með Hellvar á föstudag klukkan 21.00 á Sódómu (efri hæð gamla Gauks á stöng). Dr.Gunnaband spilar á morgun, fimmtudag, kl. 21.00 á Nasa, og þar syng ég bakraddir, ef ég verð ekki bara enn slöpp. Nei nei, ég verð orðin góð. 2 í flensu í dag og ég búin að úða í mig ólívulaufum, vínberjasteinaolíu, sévítamíni, ávöxtum og tei. bless.
mánudagur, september 21, 2009
sunnudagur, september 20, 2009
jæja, nú er ég afmeyjuð hvað varðar franska súkkulaðiköku. gerði tvær í gærkvöldi og þær líta báðar guðdómlega út. notaði uppskrift frá ara frænda og hans var allavega sú besta sem ég hafði smakkað fram á þann dag...þannig að við vonum það besta. gærkvöldið fór semsagt í það að baka inni í eldhúsi og hlusta á rás 1 í leiðinni. svei mér ef það er ekki bara hin fullkomna útvarpsstöð. elskaði klassískan kóraþátt unu, og svo síðar um kveldið þáttur svanhildar jakobsdóttur sem er rosalega æðislega skemmtileg og góð. maður heyrir hana alltaf brosa og hún er svo notarleg, og gott ef hún er ekki að nota svona þematengingu milli allra laga sem hún spilar. í gær var verið að spila lög sem tengdust mánuðinum september og um daginn datt ég inná þátt sem fjallaði um gallabuxur!!! vá! elska! enda söng konan foli foli fótalipri og breytti lífi mínu smá við það.
verð að taka undir orð vinkonu minnar sem sagði um daginn að hún væri sátt við að borga afnotagjöldin þótt ekki væri nema til að hafa rás 1 áfram svona frábæra. En í dag: afmæli: keyra upp á völl, beygja grænáshliðinngang, keyra þá götu þar til komið er að keilisbraut, beygja keilisbraut til hægri, keyra keilisbraut/vikingroad fram hjá langbest-veitingastað út á enda götunnar og beygja þar til vinstri valhalla-road. keyra inn á fyrsta mögulega bílastæði á vinstri hönd, þar eru Fjörheimar.
verð að taka undir orð vinkonu minnar sem sagði um daginn að hún væri sátt við að borga afnotagjöldin þótt ekki væri nema til að hafa rás 1 áfram svona frábæra. En í dag: afmæli: keyra upp á völl, beygja grænáshliðinngang, keyra þá götu þar til komið er að keilisbraut, beygja keilisbraut til hægri, keyra keilisbraut/vikingroad fram hjá langbest-veitingastað út á enda götunnar og beygja þar til vinstri valhalla-road. keyra inn á fyrsta mögulega bílastæði á vinstri hönd, þar eru Fjörheimar.
föstudagur, september 18, 2009
er í kaffiboði/teboði að blogga. hahahahahahahah! gestablogg: gagnkynhneigða forræðishyggjan er alveg að drepa mig.....en heiða er gleðigjafi sem lifir í heimi þeirra sem njósna um gagnkynhneigt fólk...þannig að ég er nokk örugg með hana í kaffite....næsta stopp: typpabúðin í smáralindinni....það verður gaman....ást friður og píkur.
fimmtudagur, september 17, 2009
mín bara í gírnum og bloggar á hverjum degi. já, gott að vera vaknaður snemma og fá sér orku úr hollum morgunmat (og kaffi). ætti nú kannski að fara að taka kaffipásu, eða sko pásu á kaffidrykkju, sem er líklega allt annað en kaffipása. ég hef verið dugleg í kaffidrykkju í skóla, vinnu og þess á milli síðustu vikur. mætti segja að það væri skiljanlegt sökum mikils lestur í heimspiki (ef ég væri flámælt). en, nú þarf ég bara að fara að drekka te í stað kaffis í smá tíma. finn það. kaffihægðir eru ekki skemmtilegar. oooo finnst ykkur ekki gaman að lesa orðið kaffihægðir. það segir allt allt of mikið en er samt prýðilegt orð, og vel brúklegt til að lýsa ákveðnu ferli. en te, já. gaba er búið, þarf að klára nokkrar leifar í pokum og svo bara fá að vera með í næstu sendingu hjá tedílernum mínum. en í dag drekk ég samt kaffi. ný sushibyrjun hér til vinstri í hlekkjum. fjallar um heilsu og heilbrigða skynsemi. þar fann ég uppskrift að frábærum morgunsjeik!
miðvikudagur, september 16, 2009
k. þetta er frábær síða til að drepa smá tíma. mæli með öllum vídeóum (finnur þau undir record club á síðunni) og svo að lesa samræðurnar sem beck og tom waits eiga saman. ekki viðtal, meira þeir að fílósófera um heiminn.(samræður að finna undir irrelevant topics) Þar segir t.w. meðal annars þetta:
TW: Yeah, I remember Burlington. Yeah, well you’re still there. You must be getting something out of being there. It’s a tremendous amount of energy. It’s like a battery. It’s always plugged in. When you move away, when you go to a small town, the first thing you experience is being an unplugged appliance. You think of the town, you know. I used to go back to LA just to get a charge,...
ég samdi einu sinni texta sem heitir Electric toy:
Sometimes I feel
Like a broken down electric toy
I don't run properly
I need power
Then I realize
I only have to be plugged in
and when I am
I'm running again
runrunrunrunrunrun....
ég og Tom...sammála!
TW: Yeah, I remember Burlington. Yeah, well you’re still there. You must be getting something out of being there. It’s a tremendous amount of energy. It’s like a battery. It’s always plugged in. When you move away, when you go to a small town, the first thing you experience is being an unplugged appliance. You think of the town, you know. I used to go back to LA just to get a charge,...
ég samdi einu sinni texta sem heitir Electric toy:
Sometimes I feel
Like a broken down electric toy
I don't run properly
I need power
Then I realize
I only have to be plugged in
and when I am
I'm running again
runrunrunrunrunrun....
ég og Tom...sammála!
laugardagur, september 12, 2009
miðvikudagur, september 09, 2009
Ég er útsofin, enda fór ég að sofa klukkan um eitt, og náði að sofa til tíu. Það gera mjög þægilega notalegir 9 klukkutímar. Það hvarflaði að mér að ég væri ekki mennsk um daginn þegar verið var að tala um að um og eftir fertugt færi fólk að geta sofið minna, sem svo ágerðist með árunum þar til maður er gamalmenni þá getur maður aftur sofið, (tja, eða sumir eldri borgarar fá víst aftur sinn fyrri svefn og aðrir ekki). Ég hef aldrei verið í vandræðum með að sofa mína 8-9 tíma, og það er nú ekki nema tæpt eitt og hálft ár í mitt fertugsafmæli.
Annað sem ég á greinilega ekki sameiginlegt með mannkyninu er fullyrðing um það allt sem valt út úr sögukennaranum í sameiginlegri kennslustund heimspeki- jarðfræði- og sögunema í Meistaranámi síðasta mánudag. Hann sagði að með árunum ætti maðurinn erfiðara með að fá hugmyndir sem honum þættu nógu góðar til að framkvæma þær, sökum spéhræðslu, eða þ.e.a.s. maðurinn hættir að gera hluti því hann er hræddur við að verða aðhlátursefni meðbræðra og systra sinna. HA? Með auknum þroska ætti maður að átta sig á því að það skiptir nákvæmlega ekki nokkru einasta máli hvað neinum finnst um mann. Andy Warhol sagði víst að eina heimspekin sem hann notaði væri "So What"-heimspekin: Ef maður er ekki viss um eitthvað (eins og til dæmis hvort maður myndi móðga e-n með að gera þetta, eða þúveist hætta við að gera listaverk því mamma má ekki vita.....etc) þá bara "So What". Ég verð að viðurkenna að þetta hringdi ansi mörgum fögrum bjöllum í hausnum á mér, og þar fyrir utan hef ég aldrei átt við það vandamál að stríða að vera hrædd við almenningsálit. Ég geri mér grein fyrir því að það er bara ómögulegt að gera öllum til hæfis.
Eru þetta gegnumgangandi vandamál hjá mannkyninu: Svefnerfiðleikar með aldrinum og aukin spéhræðsla þannig að hugmyndir verða síður framkvæmdar? Ef svo er þá er ég geimvera, eða stökkbreytt. Hvort heldur sem er er alls ekki svo slæm tilhugsun. Komment á þetta óskast.
Annað sem ég á greinilega ekki sameiginlegt með mannkyninu er fullyrðing um það allt sem valt út úr sögukennaranum í sameiginlegri kennslustund heimspeki- jarðfræði- og sögunema í Meistaranámi síðasta mánudag. Hann sagði að með árunum ætti maðurinn erfiðara með að fá hugmyndir sem honum þættu nógu góðar til að framkvæma þær, sökum spéhræðslu, eða þ.e.a.s. maðurinn hættir að gera hluti því hann er hræddur við að verða aðhlátursefni meðbræðra og systra sinna. HA? Með auknum þroska ætti maður að átta sig á því að það skiptir nákvæmlega ekki nokkru einasta máli hvað neinum finnst um mann. Andy Warhol sagði víst að eina heimspekin sem hann notaði væri "So What"-heimspekin: Ef maður er ekki viss um eitthvað (eins og til dæmis hvort maður myndi móðga e-n með að gera þetta, eða þúveist hætta við að gera listaverk því mamma má ekki vita.....etc) þá bara "So What". Ég verð að viðurkenna að þetta hringdi ansi mörgum fögrum bjöllum í hausnum á mér, og þar fyrir utan hef ég aldrei átt við það vandamál að stríða að vera hrædd við almenningsálit. Ég geri mér grein fyrir því að það er bara ómögulegt að gera öllum til hæfis.
Eru þetta gegnumgangandi vandamál hjá mannkyninu: Svefnerfiðleikar með aldrinum og aukin spéhræðsla þannig að hugmyndir verða síður framkvæmdar? Ef svo er þá er ég geimvera, eða stökkbreytt. Hvort heldur sem er er alls ekki svo slæm tilhugsun. Komment á þetta óskast.
þriðjudagur, september 08, 2009
Er ekki magnað hvað það er auðvelt að vakna ef maður bara drullar sér í rúmið uppúr 10 á kvöldin? Var svo gjörsamlega tryllt búin á því eftir Hotyoga í gærkvöldi í framhaldi af tveimur heimspekikúrsum og vinnu að einu verkefni að ég gat varla gengið, hvað þá keyrt bíl til Keflavíkur. Í framhaldinu hélt ég í augnabliks örvinglun að ég hefði orðið fyrir því óláni að aftur væri búið að stela seðlaveskinu mínu (því var sko stolið síðustu verslunarmannahelgi, upp úr handtöskunni minni....). Ég er ný-búin að fá mér nýtt debetkort og bókasafnskort og sundmiða og rútumiða núna svo ég fékk bara tárin í augun yfir óréttlæti heimsins, og við það gengur Grímur Atlason inn í líkamsræktarstöðina og brosir kumpánlega og segir: Hæ, er ekki allt gott að frétta? og ég bara: Nei, ég er bara alveg að fara að gráta.....
Hversu mikið er nú hægt að hlægja að þessu eftirá? En allavega, veskið fannst á gólfinu í bílnum mínum og hafði því dottið úr töskunni og aldrei komið með mér inn úr bílnum. Ég ætla hinsvegar að læra af þessu og taka með mér hengilás til að læsa skápnum mínum næsta miðvikudag, því ekki vill ég missa nýendurnýjað seðlaveski með öllu tilheyrandi. Þetta var nú gærdagurinn og kvöldið hjá mér, og mikið var gott að skreiðast uppí rúm, safe and sound, leggjast á koddann og rotast eftir öll þessi ósköp.
Hversu mikið er nú hægt að hlægja að þessu eftirá? En allavega, veskið fannst á gólfinu í bílnum mínum og hafði því dottið úr töskunni og aldrei komið með mér inn úr bílnum. Ég ætla hinsvegar að læra af þessu og taka með mér hengilás til að læsa skápnum mínum næsta miðvikudag, því ekki vill ég missa nýendurnýjað seðlaveski með öllu tilheyrandi. Þetta var nú gærdagurinn og kvöldið hjá mér, og mikið var gott að skreiðast uppí rúm, safe and sound, leggjast á koddann og rotast eftir öll þessi ósköp.
miðvikudagur, september 02, 2009
Er byrjuð að læra á píanó. Veit núna hvernig C-dúr, F-dúr og G-sjöund gripin líta út og get tekið þau til skiptis og spilað með hægri hendi laglínurnar í "Gamli Nói", "Signir sól", og "oh, when the saints go marching in". Nokkuð gott á hálftíma. Verð orðin geðveik næsta vor. Er að fara að kaupa fyrstu píanóbókina á morgun, úff hlakka svo til. Ætla þá að æfa brotna hljóma fyrir næsta þriðjudag. Svo eru bara 2 dagar í hljómleika á Grandrokki með Dr. Gunna og Hellvar að fara að æfa nú í kvöld. Missi því miður af GCD-gigginu á föstudag þegar ég er sjálf að spila, en Júlli kemur í stað föður síns og spilar bæði á bassa og syngur. Hefði alveg innilega viljað sjá það, en bara vona að það verði endurtekið. Svona er þetta stundum: Það gerist lítið í viku og svo 10 hlutir á sama tíma. Annars verður áreiðanlega gaman að þvælast eitthvað á ljósanótt. Veit allavega um einn fatamarkað sem ég ætla að mæta á á laugardaginn, og svo er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson mynd- og tónlistamaður með bragga gerðan úr ljósgeislum og vatni (býr til prismu held ég) og tónlistarflutning með 40 manna hljómsveit með sígaunasniði, frumsamin tónlist. Held það verði mjög gott. Svo pantaði ég 5 bækur á breska Amazon í gær, allar um Heidegger og japanska heimspeki sem hann hafði áhrif á eða hafði áhrif á hann. Verrrrrrí nææs. Mastera þetta bara og svo get ég íhugað að taka doktorinn í Japan seinna í lífinu, þegar tíminn er réttur.
sunnudagur, ágúst 30, 2009
miðvikudagur, ágúst 26, 2009
Djöfull var hot yoga-ið gott í gær! Ég skellti mér umsvifalaust á kort í Sporthúsinu, en þetta hot-yoga-námskeið byrjar þann 7. september, þannig að ég hef þangað til þá að ná úr mér harðsperrunum sem eru að hrjá mig. Jóga-ið var ekki svo erfitt en upphitað herbergið sem við gerðum æfingarnar í gerði það að verkum að svitinn hreinlega spíttist af manni. Svo fór maður aðeins dýpra í allar teygjur en ella, því líkaminn var mjúkur sem kúkur (eða bráðið smér, fer eftir velsæmiskennd hvers og eins). Niðurstaðan: Harðsperrur dauðans.
Datt einmitt í hug skemmtilegt nafn á skólahljómsveit nemenda í Íþróttakennaraskólanum:
Hæ, við erum Strengir! Skemmtilega tvírætt, þegar maður setur það í íþróttasamhengi.
Hellvar að fara að spila með Docteur Gunni þann 4. sept á Grandrokk.
Minni líka á http://www.ruv.is/topp30/ að fara þarna inn og haka við lagið Falsetto með Hellvar. (Hlusta á lagið á myspaceinu okkar). Hey, það er gott lag og við sömdum það og þeim mun meira sem það heyrist í útvarpi, þeim mun auðveldara verður að eiga salt í hinn margumtalaða graut á næsta ári þegar stefgjöldin koma.
Datt einmitt í hug skemmtilegt nafn á skólahljómsveit nemenda í Íþróttakennaraskólanum:
Hæ, við erum Strengir! Skemmtilega tvírætt, þegar maður setur það í íþróttasamhengi.
Hellvar að fara að spila með Docteur Gunni þann 4. sept á Grandrokk.
Minni líka á http://www.ruv.is/topp30/ að fara þarna inn og haka við lagið Falsetto með Hellvar. (Hlusta á lagið á myspaceinu okkar). Hey, það er gott lag og við sömdum það og þeim mun meira sem það heyrist í útvarpi, þeim mun auðveldara verður að eiga salt í hinn margumtalaða graut á næsta ári þegar stefgjöldin koma.
þriðjudagur, ágúst 25, 2009
Óliver orðinn skólastrákur á ný, ég er að bíða eftir honum (ca.hálftími í viðbót) til að heyra frá fyrsta skóladeginum. Myllubakkaskóli bara eina stutta gönguferð í gegn um garð í burtu héðan, svo jafnvel þótt rigni verður maður ekkert hundblautur. En taskan var stór, maður, miðað við strákinn. Hún hefur þó altjént ekkert stækkað frá því í fyrra, en það hefur pilturinn. Það eru bara smá tregðulögmál sem ég þarf að leysa áður en ég er búin að ganga frá öllu. Til dæmis er ég ekki búin að fá staðsetningarímeil frá bankanum um að námslánin mín séu klöppuð og klár. Hins vegar fæ ég rukkun um endurgreiðslu á eldri námslánum fyrir sept/okt/nóv/des og ég myndi nú halda að með rúman hundrað þúsund kall á mánuði í lán frá L.Í.N. myndu þeir sjá í hendi sér að erfitt sé að greiða tæpan tuttugu þúsund á mánuði aftur til þeirra. Ef til vill er þetta bara tölvuklikk og ég þarf bara að fara á staðinn og kippa þessu í liðinn. Sem ég er svo sannarlega á leiðinni að fara að gera. Banki-L.Í.N., L.Í.N.-Banki. Svo hef ég erindi í þjóðarbókhlöðu, en að lokum ætla ég að reyna að næla mér í pláss í prufutíma í hitajóga, eða svokölluðu "hot yoga" þar sem maður gerir jógaæfingar í gufubaði. Ég og Begga að svitna! Vonandi komumst við inn, ætlum sko að mæta klukkutíma fyrr og fá pláss og fá okkur svo bara kaffi og koma aftur. Svo er ég bara alveg að fara að vera skólastelpa. Kynningarfundur á föstudag, kennsla hefst á mánudag. Netið er komið í húsið okkar, yey. Hvað fleirra í fréttum? Ég hjólaði 3 korter í ausandi rigningu í gærkvöldi og fór svo í jasmínuolíubað. Hjólaði m.a. upp og niður Hafnargötuna þegar ég var orðin alveg gegndrepa og leit all-verulega út eins og geðsjúklingurinn sem ég er á innra borðinu. Það hægðu allir bílar á sér og einn flautaði. Gaman að því. Rúnturinn rúlar, hahahhaha.
föstudagur, ágúst 21, 2009
Var að koma úr ótrúlegri hjólaferð frá Duus-húsi að ytri-njarðvíkurhöfn og til baka. Á meðan hlustaði ég á hinn verulega einstaka safndisk "Túss" sem DJ-ASS tók upp fyrir mig. Verulega hjólahvetjandi diskur. Veit ekki hvað helmingurinn er, og hinn helmingurinn er snilld sem ég hef ekki heyrt lengi, eða var búin að gjörsamlega gleyma. Verð að minnast á hvað þessi hjólastígur meðfram ströndinni er gjörsamlega æðislegur. Að hjóla fram hjá einum vita og tveimur höfnum og fullt af sjó og fuglum og bátum og gömlum sjóurum og verkstæðum er svo rosalega rosalega rosalega gaman!
Í kvöld: Popppunktur! Yes.
Í kvöld: Popppunktur! Yes.
mánudagur, ágúst 17, 2009
Sofnaði yfir M.A.S.H. sem var mjög gott. Vaknaði með bakverk sem var ekki eins gott. Spurning um að reyna að sofa meira og dreyma M.A.S.H. og biðja þá að lækna bakverkinn. Er á leið í útréttingaferð. Ég þarf að rétta út bækur til bókasafnsvarða, seðla til stórmarkaðsagreiðslumanna og jafnvel seðla til bensínafgreiðslufólks líka. Svo þarf ég bara að rétta út hjálparhönd og drekka kaffi með vinkonu minni, en áður þarf ég að greiða úr/ekki rétta úr málum hjá L.Í.N. og komast að því hvar Kaupthing glopraði niður debetkortinu mínu sem er týnt. Að lokum: Syngja fyrir Ruddann. Adios!
laugardagur, ágúst 15, 2009
fimmtudagur, ágúst 13, 2009
Sönnuðum það fyrir sjálfum okkur að okkur finnast M.A.S.H. mjög góðir þættir, þegar við horfðum á nokkra í beit í gær og allt í einu var klukkan orðin 0300, og það var erfitt að hætta. Við nefnilega fundum 2 vhs-spólur á markaðnum í Samkaup, og þær voru teknar upp úr sjónvarpi af e-m og stóð bara M.A.S.H. og M.A.S.H. 4 handskrifað á. Við tókum sénsinn að þetta væri það sem stóð að það væri (en ekki t.d. dýraklám...) og valhoppuðum kát í bragði heim á leið. Merkingin stóðst og restin er saga. Við erum langt komin með fyrri spóluna sem er líklega samt tekin upp á longplay því þættirnir sem við höfum séð skipta tugum. Nú langar mig bara á markaðinn aftur og gramsa og finna tvö týndu systkini okkar vhs-spólna, þ.e.a.s. M.A.S.H. 2 og M.A.S.H. 3. Annars stendur M.A.S.H. fyrir Mobile Army Surgical Hospital!
M.A.S.H. er með sama húmor og Prúðuleikararnir og ég velti fyrir mér hvort handritshöfundar hafi hreinlega verið þeir sömu. Dæmi:
Hawkeye: Nurse!
Lt. Leslie Scorch: Did you call me, Doctor?
Hawkeye: Why should I call you "Doctor?", I'm the surgeon.
Og endalaus önnur snilld, ég eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska M.A.S.H. Og líka Prúðuleikarana.
M.A.S.H. er með sama húmor og Prúðuleikararnir og ég velti fyrir mér hvort handritshöfundar hafi hreinlega verið þeir sömu. Dæmi:
Hawkeye: Nurse!
Lt. Leslie Scorch: Did you call me, Doctor?
Hawkeye: Why should I call you "Doctor?", I'm the surgeon.
Og endalaus önnur snilld, ég eeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeelska M.A.S.H. Og líka Prúðuleikarana.
sunnudagur, ágúst 09, 2009
Ég er búin að gera gjörsamlega ekkert í allan dag og kvöld. Rétt svo að ég klæddi mig í föt, en ég gerði það nú samt. Horfði á síðari hluta Back to the Future (næst: BTTF)3 með Ó og E og svo horfðu ég og Ó á BTTF1 með additional popupinfo. svo fórum við í tölvu í petsociety og clubpenguin og vorum með sjónvarpið á og svo borðuðum við eitthvað kjöt og brauð og snarl og horfðum meir og héngum meir. og horfðum með öðru auga á einhverja hörmulega breska mynd um dráp á bush (eða reyndar ég nennti ekki og las blogg og var á facebook....etc). Jæja, nú er allavega opið út í garð og kemur frískt súrefni inn, ég er nefnilega ekki einu sinni búin að fara út í dag. Planið nú er að spila hættuspil við E og Ó og svo þegar þeir fara að sofa eftir það er ég að spá í að laumast út í næturgöngu. Þarf bara hreinlega hreyfingu og súrefni og úti á nóttunni er líka gaman. já ég er svo löt að ég skammstafa. of löt til að blogga, of löt til að sleppa því. æi, ég skelli mér í smá næturlabbitúr. jájá.
föstudagur, ágúst 07, 2009
Er að blogga í banka...! Það er gaman. Kaus Landsbankann til þess. Þar er líka hægt að fá ískalt vatn og kaffi. Eins gott að fá eitthvað frá baunkunum og ef maður er ekki með nettengingu heima er þetta nokkuð hentugt. Er á leið í rvk. og ætla að stússast. bíll er núna í viftureimastrekkingu og smurningu. allt að gerast. verð í vesturbæ á eftir og kíki í þjóðarbókhlöðu. uppgötvaði í gærkvöldi að merking orðanna "bað" og "heitt" breytist eftir því hvort er haft á undan.
Bað heitt.
Heitt bað.
Uppgötvaði líka annað skemmtilegt milli svefns og vöku:
Bonnie Prince Billie Elliot Smiths.
Hahahhahahahhah!!!!!!!!!!
Bað heitt.
Heitt bað.
Uppgötvaði líka annað skemmtilegt milli svefns og vöku:
Bonnie Prince Billie Elliot Smiths.
Hahahhahahahhah!!!!!!!!!!
þriðjudagur, ágúst 04, 2009
Er á Laugarvatni. Óliver er að jafna sig í fæti eftir að hafa dottið á tjaldhæl í gær. Þar með er fyrsta verslunarmannahelgarslysið hans orðið að veruleika....og hann ekki orðinn átta ára. Vona að hann sé hér með búinn að klára að detta á tjaldhæla. Sporin í fætinum eru 16 eða 17, en allt lítur nokkuð vel út, og við fáum endanlega staðfestinum á morgun en þá kíkir læknir aftur á þetta. Annars er pilturinn ofur-hress og finnst bara leiðinglegt að mega ekki stíga í fótinn. Sem betur fer er mígandi rigning úti. Ég ætla samt að kíkja í gufu hér á eftir og það verður eins æðislegt og alltaf. Verkefni dagsins: kíkja á school for dogs með óliver, á pet society með óliver og tjilla.
laugardagur, ágúst 01, 2009
Mikið óskaplega er mikið skemmtilegt að gerast þessa dagana.Ég er bara í endalausum ævintýraheimi. Í gær hékk ég og tjillaði með Berglindi og það var ljúft og gaman. Fór svo heim og hlustaði á The Chain með Fleetwood Mac, og partýkrassaði svo stelpupartý með Alexöndru. Áður höfðum við villst í Mosfellsbæ, en ennþá fyrr fór ég í Þjóðarbókhlöðuna og tók fullt af bókum um verufræði og tilvistarspeki. Í dag vaknaði ég dáldið ringluð í hausnum en ákvað að vera dugleg og skella mér á food not bombs í bæinn. Þaðan lá leið á leyniplötumarkað þar sem ég fékk nær ófáanlega þýska plötu á 500-kall, en hún var líka bara í nærbuxum, engum öðrum fötum. Haus der Luege er þó alveg þess virði að eiga bara á nærbuxunum enda eru það rákirnar í plastinu sem skipta máli, ekki útlitið. Og hvað veit maður, kannski rekur tómt albúm án plötu á fjörur mínar seinna. Nú erum við á leið í sund og gufu og síðar ætla ég á Heimapúkann, sem er verslunarmannahelgarhátíðin sem mamma mín er að halda nú um helgina. Þar verður hægt að borða hvítlaukslamb og horfa á Popppunkt á vodinu.
fimmtudagur, júlí 30, 2009
Þessi dagur er alveg eins og hann á að vera. Vaknaði um 10-leytið og hengdi út á snúru. Fór svo í atvinnuviðtal í Víkingasafn og fékk vinnuna, aðra hverja helgi, byrja eftir 2 helgar. Svo fór ég og keypti fullt af yndislegu í matinn, svo borðaði ég fullt af yndislegu (innifalið þroskaðar ferskjur, rauðan berjasafa og tekex með hvítlaukskotasælu). Slakaði á og las blogg, og nú er ferðinni heitið í sund og gufu. Fór einmitt í gufuferð í gær og vöðvabólgan um allan kropp gleymdist alveg í hálftíma eða svo. Það mun vonandi endurtaka sig núna á eftir. Endur taka sig? Endur taka mig? Endur taka þig? Dýraklám.....Shit. Já, dagurinn góður og kvöldið verður tileinkað Jóa og Karen sem hafa búið vel um Paddýs-flugur í mörg ár. Nú á að kveðja ákv. tímabil og hefja annað. Paddýs í kvöld!
þriðjudagur, júlí 28, 2009
Það er gaman að vera bæði búin að keyra hringinn og fara um Vestfirði á sama sumrinu. Tálknafjörið stóð undir nafni og ég náði meira að segja að slá persónulegt met í hversu oft ég hef spilað sama sólarhring, en við náðum einmitt 4 mismunandi tónleikum frá tímabilinu 13.00 til 06.00. Fór svo tvisvar í náttúrulaugina Pollinn og mæli eindregið með henni. Svona lítil þyrping af heitum pottum og mjög kósí. Fallegt útsýni og slakandi. Jamm og nú er ég í afslöppun heima. Krassandi ferðasögur verða að bíða betri tíma.
miðvikudagur, júlí 22, 2009
Jæja, ég get nú ekki mikið kvartað yfir veðrinu hér á Íslandi í augnablikinu, því svo virðist að eftir að við komum frá Berlín þann 9. júlí hafi verið þokkalega heitt og oftast sól á hverjum degi. Mjög sátt við 19-21 gráðuna sem hefur verið gegnumgangandi hitastig. Ég er að blogga um veðrið. Hahahaha. Ég er sumarstúlka í dag, samt ekki á sumarstúlkublús. Finn ekki réttu snúruna fyrir myndavélina mína, og heldur ekki hleðslutæki fyrir hleðslubatteríin, hlýtur að vera enn í kassa sem er á mjög góðum stað einhvers staðar. Ætlaði sko að setja þessa fínu sumarstúlkumynd af mér en nú þurfiði bara að sjá hana fyrir ykkur: Er í bleikum, grænum, appelínugulum og hvítum kjól sem Begga gaf mér. Berar axlir, máluð í seventís-stíl (mikið augnmeiköp en mjög ljósar varir), bleikar sokkabuxur, grænir lágir glitrandi skór. Sit á netkaffihúsi og nýt þess að vera í tölvusambandi því við höfum ekki net heima. Það er reyndar ekkert mál að vera netlaus, því þá bara fer maður átómatískt að spila meira á gítar og lesa fleirri bækur. Er einmitt að fara að æfa mig fyrir trúbadoraprógrammið sem ég tek í kirkjunni á Tálknafirði næsta laugardag, á Tálknafjöri. Elvar kemur með en vinnur til 4 á föstudag svo við leggjum bara af stað þá. Elska að vera að fara á stað á Íslandi sem ég hef aldrei komið áður á. Sumarið er góður tími á Íslandi. Ferðalög innanlands eru afar vanmetin.
þriðjudagur, júlí 14, 2009
sjíííí. íslandshringur eftir 8 daga tónleikaferð er eitthvað sem ég get ekki beint sagt að sé létt, þótt þetta hafi nú allt tekist vel og verið prýðisskemmtun. bakið svona doldið í vinkil eftir bílsetu síðustu fjögurra daga. lá í 2 tíma áðan og sauð það, og las Nietzsche og horfði svo með Óliver á Gremlins á þýsku eftir það. Ansi fín mynd og þarfnast ekki að maður skilji hvert orð og því fín þýskuæfing. Á morgun: Megaslak. Á miðvikudag: Tónleikar á Paddy's, hluti af Sumargleði Kimi Records. Þar spila ásamt Hellvar, Reykjavík!, Sudden weather change, og Swords of Kaos. Verður eflaust andskoti fínt, bara.
mánudagur, júlí 06, 2009
Erum í Weimar að fara að spila á tónleikum í kvöld og halda smá fyrirlestur/spjall um janúarbyltinguna á íslandi. Berlín var/er/verður frábær og það var svaka gaman á tónleikunum okkar á laugardagskvöldið. Vonandi verður kvöldið í kvöld í Weimar jafn skemmtilegt. Erum á leið í smá tjill heima og svo bara af stað. Fyrirhuguð tívolíferð í Leipzig: Belantis-park á morgun leggst mjög vel í börnin. Hér er heimasíðan um garðinn: http://www.belantis.de/www2006/66df243d406353d0e9db6c5dd027d2d6_de.php
Sjáumst.
Sjáumst.
miðvikudagur, júlí 01, 2009
Þá er kominn dagurinn áður en maður fer til útlanda. Ég er ótrúlega sátt við að fá að hverfa í burt þótt ekki sé nema stutt. Það er svo margs sem ég sakna við Berlín, eins og til dæmis lyktarinnar í neðanjarðarlestinni. Fann reyndar eina líka lykt á Ingólfstorgi um daginn...get ekki ímyndað mér hvaðan hún kom. Nema búið sé að byggja neðanjarðarlest undir Ingólfstorgi án þess að ég hafi frétt af því.
Tímar kreppu og aðhalds og stýringar í fjármálum landsmanna eru runnir upp, og nú þarf að sýna farseðil í banka áður en maður fær keyptan gjaldeyri. Það er alveg nýtt. Í síðustu utanlandsferð (júlí 2008 til Manchester) vorum ég og Elvar reyndar ansi blönk og sökum slapps gengis kláraðist úttektarheimild á dag í mun færri pundum en við hefðum þurft. Þar áður vorum við í Kína í maí 2008 og þurftum ekkert að spá í peningum. Allt kostaði ekkert og það var bara þanning. En þar áður var svona "eðlileg" utanlandsferð, þ.e.a.s. tónleikaferð til Berlínar áramót 2007-2008 og þá var ekki spáð í öðru en að nota bara debetkort úti, enda gengi krónunnar rétt um hundraðkall og afskaplega eðlilegt bara. Gengi dagsins: 178 krónur per evru. Hugsiði ykkur, þrátt fyrir þetta gengi, að matur, áfengi og tóbak er samt ódýrara í Berlín en á Íslandi......heheheheehe!
Tímar kreppu og aðhalds og stýringar í fjármálum landsmanna eru runnir upp, og nú þarf að sýna farseðil í banka áður en maður fær keyptan gjaldeyri. Það er alveg nýtt. Í síðustu utanlandsferð (júlí 2008 til Manchester) vorum ég og Elvar reyndar ansi blönk og sökum slapps gengis kláraðist úttektarheimild á dag í mun færri pundum en við hefðum þurft. Þar áður vorum við í Kína í maí 2008 og þurftum ekkert að spá í peningum. Allt kostaði ekkert og það var bara þanning. En þar áður var svona "eðlileg" utanlandsferð, þ.e.a.s. tónleikaferð til Berlínar áramót 2007-2008 og þá var ekki spáð í öðru en að nota bara debetkort úti, enda gengi krónunnar rétt um hundraðkall og afskaplega eðlilegt bara. Gengi dagsins: 178 krónur per evru. Hugsiði ykkur, þrátt fyrir þetta gengi, að matur, áfengi og tóbak er samt ódýrara í Berlín en á Íslandi......heheheheehe!
fimmtudagur, júní 25, 2009
út að hjóla. keypti plötu með hljómsveitinni u.k. í gær. frá 1978. rosa gott progg. logn og skýjað og sæmilega heitt er fínt veður líka.
Öppdeit: Ljóni var í slag við svarta nágrannaköttinn! Ljóni vann, hinn fór í burtu með skottið á milli lappanna. Ég er á leið út að hjóla og ætla að koma við í búð og kaupa kattanammi til að gefa honum til að hann læri að svona á að verja sig. Hann er nefnilega soldil skræfa þegar kemur að öðrum köttum. Er að hlusta á Kinston Trio! Eðalgóð gömul og nær óspiluð plata: 200 kall í Góða hirðinum!
Öppdeit: Ljóni var í slag við svarta nágrannaköttinn! Ljóni vann, hinn fór í burtu með skottið á milli lappanna. Ég er á leið út að hjóla og ætla að koma við í búð og kaupa kattanammi til að gefa honum til að hann læri að svona á að verja sig. Hann er nefnilega soldil skræfa þegar kemur að öðrum köttum. Er að hlusta á Kinston Trio! Eðalgóð gömul og nær óspiluð plata: 200 kall í Góða hirðinum!
þriðjudagur, júní 23, 2009
Á sunnudag fór ég út á götur Reykjavíkurborgar og spilaði á gítar og söng, frumsamin sem og koverlög. Ég var að taka þátt í franska tónlistardeginum Féte de la musique sem verið var að prufukeyra hér á landi í fyrsta sinn. Hef ég þó tvisvar tekið þátt í honum í Marseille með Something Else, hinni stórkostlegu nýbylgjusveit sem ég var í, árið 1990 og árið 1992. Bæði skiptin voru frábær og hvar sem maður fór voru bönd og trúbadorar og vart þverfótað fyrir þverflautuleikurum og alls kyns klassískum hljóðfæraleikurum. Og svo var fólk sem kunni lítið en tók viljan fyrir verkið og gerði bara það sem það gat. Kærði sig kollótt um árangurinn og það gerðu þeir sem sáu og heyrðu í þeim líka. Galdurinn við þessa hátið er nefnilega að það eru ekki allir svipaðir eða jafnir eða slíkt, heldur kemur fólk bara út á götu með það sem það getur og er það talið nógu gott.
Íslendingar eru eitthvað tregari en Frakkar að sýna tilfinningar sínar og vilja ekki gefa höggstað á sér, og það sannaðist líka síðasta sunnudag,....það var næstum ENGINN að spila úti á götu. Ég sá Sigvarð Ara syngja flott franskt á Café Paris, og svo hitti ég einn franskan gaur sem var að glamra Bítlalög og fleirra á Austurvelli, og tók með honum Something, og One more cup of coffee. That's it!
Svo var svið fyrir einhver bönd á Ingólfstorgi, en það þurfti að panta fyrirfram til að koma þar fram. Þegar ég labbaði þar framhjá var einhver Idol-leg gella....Svo voru tónleikar inni á Rósemberg um kvöldið sem ég fór ekki á,....en það eru tónleikar út um allan bæ inni á stöðum marga daga í viku, allan ársins hring, svo það endurspeglar nú ekki gróskumikið tónlistarlíf á Íslandi.
Það er nefnilega einmitt ímyndin sem Íslendingar hafa út á við, að við séum svo skapandi og frjó og allir að spila tónlist og svona. Hvar voru spilandi Íslendingar þann 21.júní 2009?
Íslendingar eru eitthvað tregari en Frakkar að sýna tilfinningar sínar og vilja ekki gefa höggstað á sér, og það sannaðist líka síðasta sunnudag,....það var næstum ENGINN að spila úti á götu. Ég sá Sigvarð Ara syngja flott franskt á Café Paris, og svo hitti ég einn franskan gaur sem var að glamra Bítlalög og fleirra á Austurvelli, og tók með honum Something, og One more cup of coffee. That's it!
Svo var svið fyrir einhver bönd á Ingólfstorgi, en það þurfti að panta fyrirfram til að koma þar fram. Þegar ég labbaði þar framhjá var einhver Idol-leg gella....Svo voru tónleikar inni á Rósemberg um kvöldið sem ég fór ekki á,....en það eru tónleikar út um allan bæ inni á stöðum marga daga í viku, allan ársins hring, svo það endurspeglar nú ekki gróskumikið tónlistarlíf á Íslandi.
Það er nefnilega einmitt ímyndin sem Íslendingar hafa út á við, að við séum svo skapandi og frjó og allir að spila tónlist og svona. Hvar voru spilandi Íslendingar þann 21.júní 2009?
laugardagur, júní 20, 2009
þriðjudagur, júní 16, 2009
við æfum, semjum og spilum. afskaplega gaman. alex fer út á fimmtud. en við ætlum að klára eitt lag sem er aðeins komið af stað. svo þegar hún kemur aftur erum við með SEX ný lög!!!! noh. Lögin: Stop that noise, Morceaux de gayeté, Falsetto og I should be cool, og tvö ný til: Too late lier og (vinnuheiti) Bratislava. Nice!
sunnudagur, júní 14, 2009
Margt hefur á daga mína drifið í þessari viku og nú í vikulok er mér ljúft og skylt að greina frá framvindu hennar. Við höfum nokkrum sinnum skotist til Reykjavíkur að sýsla eitthvað, og á föstudag sáum við ánægjulega tónleika með málmblásarakvintettinum Brasskarar, í sól og logni á Austurvelli. Daginn eftir, laugardag, fórum við að fá okkur mat sem fellur af borði ofgnóttar hjá Food not bombs-snillingunum, á Lækjartorgi. Aðfararnótt fimmtudags gistu 3 Kanadamenn hjá okkur og Hellvar æfði og svo horfðum við á Back to the Future I, langþráð verkefni að horfa á þessa mynd með Óliver. Aðfararnótt föstudags og laugardags gisti Berlínarbúi hjá okkur og við héldum meira að segja veislu á föstudagskvöld, eftir að búið var að horfa á Popppunkt, að sjálfsögðu, sem er líkast til einn sá skemmtilegasti sem ég hef séð um ævina. Gylfi Ægisson er svo innilega innilega æðislegur og skemmtilegur, og svo þegar hann fékk hláturskastið hlógu bara allir líka og hvað er svo sem annað hægt? Mig langar að stofna með honum kaffiklúbb og hittast einu sinni í viku og spjalla og hlægja og drekka kaffi.
Já, en aftur að vikunni, Ég horfði á rosa góða margóskarsverðlaunaða mynd sem heitir Kramer vs. Kramer, og hef ég ætlað mér að sjá hana lengi. Elska þetta tímabil í sögunni, mid-seventees. Tók hana til að horfa á New York á þessum tíma, en drógst svo alveg inn í söguþráðinn og í raun kven- og karlfrelsisboðskapinn í henni. Hún er svo sönn og frábær, og opnar augu fólks fyrir því hvernig tímarnir voru. Þá bara vann kona heima, og karlinn "brought home the bacon",....Allt er þó breytingum háð og bara horfiði á þessa mynd, sko. Þvottavélin komin í gagnið og ég er búin að þvo nokkarar og hengja þvott út á SNÚRU sem ég hef ekki getað lengilengilengi. Það kom góð lykt, útilykt, í náttfötin mín sem ég svaf í í nótt. Svo sátt. Eftir matarveisluna á Lækjartorgi í gær fórum við í sund og gufu í vesturbæ, hittum þar Gísla Gímaldin sem stefndi okkur á Mokka, og þar var Melli líka svo kvöldið endaði í kaffihúsatjilli, sem ég elska. Og ég sá amerískan eldri mann með gamla Nikon-filmuvél sem var að taka fyrir utan Mokka og sagði: "Love your camera" við hann og við fórum að spjalla um Nikon-vélar, og þá fattaði ég hvað ég sakna gífurlega að geta ekki tekið á filmu, og framkallað sjálf. Svo pöntun dagsins er: Að finna einhvern stað sem ég kemst í framköllunaraðstöðu, og kannski kaupa notaða ódýra Nikon-vél einhvers staðar....Já, takk þetta væri gott.
Já, en aftur að vikunni, Ég horfði á rosa góða margóskarsverðlaunaða mynd sem heitir Kramer vs. Kramer, og hef ég ætlað mér að sjá hana lengi. Elska þetta tímabil í sögunni, mid-seventees. Tók hana til að horfa á New York á þessum tíma, en drógst svo alveg inn í söguþráðinn og í raun kven- og karlfrelsisboðskapinn í henni. Hún er svo sönn og frábær, og opnar augu fólks fyrir því hvernig tímarnir voru. Þá bara vann kona heima, og karlinn "brought home the bacon",....Allt er þó breytingum háð og bara horfiði á þessa mynd, sko. Þvottavélin komin í gagnið og ég er búin að þvo nokkarar og hengja þvott út á SNÚRU sem ég hef ekki getað lengilengilengi. Það kom góð lykt, útilykt, í náttfötin mín sem ég svaf í í nótt. Svo sátt. Eftir matarveisluna á Lækjartorgi í gær fórum við í sund og gufu í vesturbæ, hittum þar Gísla Gímaldin sem stefndi okkur á Mokka, og þar var Melli líka svo kvöldið endaði í kaffihúsatjilli, sem ég elska. Og ég sá amerískan eldri mann með gamla Nikon-filmuvél sem var að taka fyrir utan Mokka og sagði: "Love your camera" við hann og við fórum að spjalla um Nikon-vélar, og þá fattaði ég hvað ég sakna gífurlega að geta ekki tekið á filmu, og framkallað sjálf. Svo pöntun dagsins er: Að finna einhvern stað sem ég kemst í framköllunaraðstöðu, og kannski kaupa notaða ódýra Nikon-vél einhvers staðar....Já, takk þetta væri gott.
þriðjudagur, júní 09, 2009
sunnudagur, júní 07, 2009
laugardagur, júní 06, 2009
Ég hef alltaf fílað betur að láta sultuna ofaná ostinn á ristuðu brauði. Það er einhvern veginnn bara meira svona: ,,Já hér er sultan og ég finn mikið og sterkt bragð af henni í munninum"-fílingur. En áðan langaði mig að bera þetta tvennt saman. Svo ég gerði vísindalegan samanburð á tveimur sneiðum af ristuðu brauði. Báðar með smjöri, ein með kirsuberjasultu og SVO osti og ein með osti og SVO sömu sultu. Niðurstöðurnar komu á óvart. Ég held ég hafi fílað ostinn ofaná sultunni betur. Þá finnur maður fyrst ostbragðið og svo læðist sultann aftan að manni, og spýtist jafnvel undan ostinum uppi í manni ef maður er heppinn. Þetta liggur því ljóst fyrir: Framvegis mun ég láta sultu undir ostinn á ristaðbrauð, allavega tímabundið á meðan ég er í stuði fyrir það. Ég er greinilega að fíla svona subtle betur en bold í dag. Ákvað svo að vera mjög bresk með ristabrauðinu og fékk mér earl grey-te með 1 teskeið af sykri. Það var ekkert spes. Mundi svo að ég átti sítrónu og kreisti smá út í. Skánaði lítið. Earl grey er í mínum huga drykkur með hunangi og mjólk út í, og ég drekk ekki lengur mjólk svo það er soldið off. Möndlumjólk útí bjargar þessu samt, en vildi gjarnan athuga með möguleika mjólkurlauss earl grey. Mig minnir nefnilega endilega að bretarnir drekki það mjólkurlaust með sykri og sítrónu...þarf að gúggla þetta. Svo fékk ég jarðarber í laginu eins og hundshaus í gær og borðaði það náttúrulega undireins. Það er happa að borða ávexti og grænmeti sem eru í laginu eins og eitthvað sem maður þekkir. Enda er ég einstaklega heppin kona í dag: Sit í seventíslega eldhúsinu með appelsínugulu hinti, sem elvar málaði. Við rifum út og röðuðum inní æfó í gær. Elvar tengir í dag og þá er komin vinnuaðstaða. Ekki seinna vænna að fara að semja ódauðleg listaverk.
fimmtudagur, júní 04, 2009
við eigum eldhús! við eigum stofu! við eigum gang! við eigum garð! við eigum baðkar! og bráðum á óliver svefnherbergi og við svefnherbergi! við eigum vonandi tónlistarherbergi á morgun, og rétt bráðum eiga ég og elvar röðuð föt, en óliver á röðuð föt! rúmlega helmingur búinn. rétt bráðum. rétt rétt bráðum...
mánudagur, júní 01, 2009
föstudagur, maí 29, 2009
miðvikudagur, maí 27, 2009
Klárum að flytja í dag. Það á bara eftir að pakka eldhúsinu og nokkrum smáhlutum, annars allt komið. Allt í kössum. Fundum ekki tannburstana okkar í gær svo við burstuðum með guðsgöfflunum og vatni. Týpískt flutninga-eitthvað. Elvar er búinn að týna og finna aftur húslyklana, og týna og finna aftur veskið sitt. Ég týndi engu, nema tjillinu og kúlinu á tíma, en það fannst sem betur fer mjög fljótt aftur. Verkefni dagsins: klára að pakka eldhúsi, og byrja að þrífa. Stöðstöðstöð.
mánudagur, maí 25, 2009
Hermdi eftir http://valtor.blogspot.com/ og sáþþparkaði mig. Ég er að taka upp eitthvað lag úti í náttúrunni núna í sumar. Dýrin eru svona meira til að undirstrika stemmningu, ég býst nú ekki við því að þau mæti til að taka þátt í upptökum með mér. Ok, það vantar hin afgerandi kinnastrik mín, en annað er nokkuð gott. Og.....hárliturinn....vúúúúúú.....ha ha. spennó.
sunnudagur, maí 24, 2009
laugardagur, maí 23, 2009
föstudagur, maí 22, 2009
Líf mitt er í kössum. En á meðan ég hef bókina sem ég er að lesa á visum stað, gleraugun mín (læri af mistökum annarra ónefndra flytjara!!!), smá mat á vísum stað og rúm að halla mér í er ég góð. Íbúð nýja er nú fallegri en orð fá lýst. Á eftir að skúra þar gólf og þrífa eldhúsinnréttingu og þá getum við farið að henda inn einhverju dóti þar. Pípari kemur á mánudag og tengir baðkar, en við getum gert allt klárt um helgina fyrir það. Flutningar miðast við þegar baðkar er tengt, seinnipart mánudags eða á þriðjudag. Hver vill koma í sund með mér einhvern tíman í dag?
þriðjudagur, maí 19, 2009
Stundum líða margir dagar án þess að maður átti sig neitt á hvað tímanum líður. Sé það svo þegar ég er að fara að blogga og sex dagar eru farnir.....Það var þó eitthvað smá gert á þessum tíma. Fórum á Laugarvatn og gengum og syntum og grilluðum og átum og sóluðum okkur og júróvisjuðum alveg í botn. Grunnuðum veggina í íbúðinni okkar (lauk í gær), færðum smá dót úr einni íbúð í aðra....(ATH smá dót ekki smádót), mest af dótinu okkar er þó ekki komið niður í kassana sem Thelma lánaði, en ég er að bíða eftir Mary Poppins-attacki. Það kemur á eftir og þá svífa hlutir fyrirhafnarlaust og koma sér fyrir. Er líka með gras/frjókorna-stíflu í nefi og bólgin augu....sá tími ársins. En það er pínötts, og auðvelt að díla við. Er orðin dáldið brún af útiveru í sólarblíðu. Elska líka sólina, hún gerir allt svo hlýtt og mjúkt og notarlegt. Við ætlum að velja málningu á eftir: Líklega einhvers konar hvítt sem aðallit, nema á herbergi Ólivers sem tilkynnti í gær að hann vildi gult herbergi, það er frábært. Svo ætlum við að skoða að hafa einn vegg bláan í stofunni, smá tribjút til Belforterstrasse 18, og svo erum við að spá í að mála veggina á bak við hillurnar og listana neðst í eldhúsinu seventís, dökk-appelsínugula. Jámm. En hvernig hvítt? Hvítt með rauðu, hvítt með bláu, hvítt með gulu, hvítt með brúnu???????Það eru til endalaus blæbrigði: Beinhvítt, antíkhvítt.....Kannski vel ég bara flottasta nafnið og kaupi það.
miðvikudagur, maí 13, 2009
mánudagur, maí 11, 2009
sunnudagur, maí 10, 2009
Mig dreymdi að ég væri forritari og var að fara að vinna á einhverri skrifstofu, nema ég vissi ekkert hvað forritari ætti að gera, en allir voru í rosa stuði á þessari skrifstofu. Þannig að fyrsti dagurinn leið bara í einhverju djóki og gleði og tölvufikti bara og allir hlægjandi og svaka gaman. Fór heim úr vinnunni alveg alsæl með að vera orðin forritari. Spurning? Hvað gera forritarar Sverrir?
fimmtudagur, maí 07, 2009
Er að hlusta á Nærlífi með Spilverkinu. Rosalega er það góð plata! Hún er lang-lang-lang-besta Spilverksplatan, enda Valgeir og Siggi Bjóla í blússandi góðri samvinnu þar. Mikið hlustað á hana á mínu æskuheimili og ég sé enn mömmu og pabba fyrir mér sirka um það leiti sem platan kom út, sitjandi í sófa á síðkvöldum að syngja með, og kertaljós og dempuð birta. Góð stemmning! Uppáhaldslagið hennar mömmu var Blue, og þá var það líka mitt uppáhaldslag því ég var bara lítil stelpa sem vildi vera eins og mamma mín. Núna er ég stór stelpa og VEIT að ég vil vera eins og mamma mín sem er sætasta og besta og yndislegasta konan í heiminum.
Takk pabbi og mamma fyrir að kenna mér svona margt skemmtilegt í tónlist og öðru.
Takk pabbi og mamma fyrir að kenna mér svona margt skemmtilegt í tónlist og öðru.
mánudagur, maí 04, 2009
Ég borðaði hamborgarapylsu í gær!!!! Svolítið sem ég er búin að horfa á á grillinu á bensínstöðvunum og finnast aðeins of líkt saur til að ég væri til í að prufa. Svo fór fjölskyldan á nýju X-men-myndina í gær í Háskólabíói og við vorum mætt snemma og soldið svöng þannig að ég ákvað að skella mér út á bensínstöð og slá til. Þetta var bara þrælfínt. Kom með káli og hráum og steiktum lauk og svo setti ég hamborgarasósu á. Ég gaf Elvari bita og hann kom með þá athugasemd að líklega væri þetta næst Berlínarkebabinu af því sem er í boði í skyndibita hér á Íslandi. Svona fyrir utan nokkrar ákveðnar sósur sem eru þar í boði og svona....En það að búa til aflanga pylsu úr hakkinu sem annars yrði buff er nokkuð skemmtileg nýbreytni. Þið kannist við þá ákveðnu tilfinningu að bíta í pylsu og það lætur undan skinnið svona í fyrsta bita. Nú, það gerist nefnilega ekki en maður býst samt aðeins við því, sem er eðlilegt sökum fjölda pylsna sem hafa verið innbyrtar í gegn um tíðina. Allavega, pylsan fær bestu einkunn og mæli ég hiklaust með því að allir prófi. Þetta er ekki nýjung, ég veit, búið að vera til í nokkur ár, en líklega ein af þeim vörum sem eru hlaðnar fordómum, eins og stundum vill verða. Áfram hamborgarapylsa!
laugardagur, maí 02, 2009
fimmtudagur, apríl 30, 2009
í dag: reyna að gera sem flest það sem gerir góðan dag að góðum degi. Sund, gufa, heiturpottur fyrir bakið mitt, petsociety fyrir barnið í mér, söngæfing fyrir tónlistarmanninn og (vonandi) bíóferð með pabba fyrir bíónördinn og litlustelpudótturina í mér í kvöld. Fyrirhuguð er ferð á Me and Bobby Fisher sem ég er mjög spennt fyrir. Áður höfðum við pabbi skellt okkur saman á Draumalandi og ég verð bara að hvetja ALLA til að sjá hana. Hvaða skoðun sem þið hafið á álverum og náttúruvernd þá er eiginlega mjög gott að sjá þessa hlið málsins. Bókin er náttúrulega líka frábær og svakalega gott að vita að það er enn til fólk á Íslandi sem reyknar ekki virði hlutanna út í krónum, heldur raungildi. Bobby Fisher er svo bara must því hann var einmitt maðurinn sem rambaði á línu snillings og geðsjúklings. Eða hvað? Kannski var hann bara ekkert geðveikur heldur of þröngsýnn heimur sem hann og við búum í. Það er í eðli snillinga og listamanna að sjá hluti sem eru svo langt í burtu að hinn almenni meðaljón kemur engan vegin auga á þá. Þess vegna eru þeir litnir hornauga og fá ekki viðurkenningu fyrr en löngu síðar þegar framtíðin og menning hennar sér loks um hvað þeir voru að tala.
Framsýnir listamenn og snillingar fá ekki viðurkenningu samfélagsins sem þeir lifa í, en það fá þeir sem eru afburðar-eitthvað, þ.e.a.s. skara fram úr meðaljónunum, en eru þó með tengingu í þann raunveruleika sem þeir búa í. Meðaljóninn skilur nefnilega hvað slíkir menn eru að segja því þeir sjá það og stefna þangað sjálfir. Þegar snilligáfu lýstur niður einhvers staðar er viðkomandi álitinn í besta lagi sérvitur og skrýtinn, og í versta lagi hættulegur og geðsjúkur og lokaður inni. Sagan hefur ótal dæmi um slíkt.....Hvenær lærum við þetta????
Framsýnir listamenn og snillingar fá ekki viðurkenningu samfélagsins sem þeir lifa í, en það fá þeir sem eru afburðar-eitthvað, þ.e.a.s. skara fram úr meðaljónunum, en eru þó með tengingu í þann raunveruleika sem þeir búa í. Meðaljóninn skilur nefnilega hvað slíkir menn eru að segja því þeir sjá það og stefna þangað sjálfir. Þegar snilligáfu lýstur niður einhvers staðar er viðkomandi álitinn í besta lagi sérvitur og skrýtinn, og í versta lagi hættulegur og geðsjúkur og lokaður inni. Sagan hefur ótal dæmi um slíkt.....Hvenær lærum við þetta????
þriðjudagur, apríl 28, 2009
Er búin að vera að horfa á svínaflensufréttir á Skynews. Allur morguninn hefur farið í að pæla aðeins í því hvort/hvenær þessi flensa kemur hingað til landsins. Komst að þeirri niðurstöðu að við værum bara einstaklega heppin að búa á eyju, og mun færri hafa efni á að ferðast akkúrat núna þannig að hættan er þó allavega minni. Elvar talaði um að þeir með góð ónæmiskerfi væru í meiri hættu því vírusinn vinnur þannig. Ég er þá í lítilli hættu, og við öll í fjölskyldunni, því ónæmiskerfin okkar hafa verið í klessu allan tímann sem við höfum búið hér á vellinum. Semsagt, enn meiri heppni. Þetta hljómar svolítið Pollíönnu-lega, en sorry, þetta eru staðreyndir. Það kemur bara berlega í ljós þegar um alvarlega sjúkdóma eða styrjaldir er að ræða að það er fínt að vera aleinn úti í miðju ballarhafi. Til að halda upp á þetta er ég farinn út á Garðskagavita að ganga í roki og rigningu. Hver vill koma með?
laugardagur, apríl 25, 2009
Kosningar í dag! Endilega nýttu nú atkvæðið þitt. Það er ekki réttlætanlegt að kvarta yfir því að ekkert sé eins og þú viljir í þjóðfélaginu og nenna svo ekki að fara á kjörstað. Kosningar eru spennandi, því þar hefur maður rétt á að hafa sína prívatskoðun á málunum. Öll atkvæði skipta máli og getur munað um hvert eitt og einasta. Ekki sleppa því að mæta á kjörstað, og kjóstu svo eftir eigin sannfæringu og réttlætiskennd!!!!
fimmtudagur, apríl 23, 2009
fimmtudagur: í dag er elvar í list án landamæra klukkan 13.00 í frumleikhúsinu. strax eftir það er heiða á sumarhátíð vg á kosningaskrifstofunni við hliðina á paddys. þar leika dr.gunni og heiða barnalög fyrir gesti og gangandi klukkan ca.14.30. allir að mæta og koma með vinina. svo er kvöldið óráðið. Einhver plön hjá ykkur?
miðvikudagur, apríl 22, 2009
voðalega er gott að vera ein og löt á morgnanna. verð samt að fara að fá mér kaffi til að koma blóðinu á hreyfingu, en mikið er þetta nú ljúft og notarlegt. sængin er hlý, fólkið er gott sem ég er að skrifast á við og lesa blogg hjá, hljóðið í veðrinu er sefandi, kötturinn minn er mjúkur, maðurinn minn og strákurinn voru skemmtilegir áðan þegar þeir voru að taka sig til í vinnu/skóla. já, þarf bara kaffi þá er ég sko góð.
þriðjudagur, apríl 21, 2009
óliver að leika við nágrannastrákinn hann ágúst, í næsta húsi við afa og ömmu. afinn og amman að skoða í garðinum hvað er að koma til eftir veturinn. páskaliljurnar eru að byrja að springa út. ég og elvar liggjum í slökun milli stríða. svo er góður fundur á flughótelinu í kvöld. atli bergur og jórunn. gaman.
sunnudagur, apríl 19, 2009
Jámmm sunnudagur. formúla á eftir. morgunmatur borðaður í rúmi. agatha christie-bókin búin (góð). bíllinn okkar bilaði í gær (slæmt). Þriðji í trúbadoragiggi á eftir fyrir heiðu trúbador, og nú er það kosningamiðstöð vinstri grænna, Hafnargötu 36a, hliðina á Paddys sem verður fyrir valinu. Í gær Árborg, í fyrradag Hella. jámmm.
föstudagur, apríl 17, 2009
fimmtudagur, apríl 16, 2009
Vöknuð og í prýðilegri svefnvenjum en ég hef lengi verið. Það er að segja sofnaði rúmlega ellefu í gær og fyrir ellefu hinn daginn. Þannig að vaknið mitt klukkan korter yfir sjö báða dagana var ekki erfitt. Í gær las ég fyrst auglýsingu, svo mætti ég á Vatnsstíg til að sýna hústökufólki samstöðu og veita styrk, svo tók ég pulsu og át bensín (eða öfugt) og svo keyrði ég á Selfoss þar sem ég hitti Arndísi hina stórkostlegu kraftaverkakonu sem er í öðru sæti á lista V.G. í suðurkjördæmi. Saman fórum við á Sólheima, (nýta bílana betur og fá félagsskap í leiðinni) þar sem einn fulltrúi úr hverjum flokki var boðaður í opinn stjórnmálafund og þar stóð hún sig með prýði en ég tók myndir. Athygli vakti að fulltrúi Sjálfstæðismanna mætti hvorki né boðaði forföll og þykir það í meira lagi undarleg hegðun hjá flokknum. Það er greinilegt hvar forgangurinn liggur þar á bæ.
þriðjudagur, apríl 14, 2009
mánudagur, apríl 13, 2009
http://en.wikipedia.org/wiki/Finnish_profanity
Ágæt páskalesning! Góða skemmtun og takiði eftir því hvað paska þýðir á finnsku. Gjörbreytir allri hugsun okkar um páska og páskaegg......Langar í sánabað bara við að lesa þessa hressingu.
Ágæt páskalesning! Góða skemmtun og takiði eftir því hvað paska þýðir á finnsku. Gjörbreytir allri hugsun okkar um páska og páskaegg......Langar í sánabað bara við að lesa þessa hressingu.
laugardagur, apríl 11, 2009
miðvikudagur, apríl 08, 2009
Ég held að Alexandra vinkona og samsveitungur hafi rétt fyrir sér, við höfum veikst alveg óeðlilega mikið eftir að við fluttum hingað upp á völl. Veit að loftið er MJÖG þurrt, svo bakið mitt flagnar næstum, en hefur það ekki bara hræðileg áhrif á ónæmiskerfið líka? Hvað gerir þurrt ónæmiskerfi? Nú það býr til slím og kvef....eða eitthvað...Hmmm, hvað veit ég svosem um ónæmiskerfi? Eníhú, er með kvef and shit, Elvar líka, en hann með hita meðan minn er farinn. Þá bara tjillar maður aðeins við lestur góðra bóka og ofreynir sig alls ekki fyrir neina muni. Þannig að: Ekkert jóga á eftir, þótt ég hafi næstum verið búin að selja mér að mér væri alveg batnað. Nei, ekki hjóla út í Bónus heldur, Heiða mín!!! Þér gæti slegið niður. Passa Heiðuna litlu, það verð ég að gera.
mánudagur, apríl 06, 2009
Blogg er betra í sínu náttúrulega umhverfi á Blogger og þar mun ég áræðanlega vera. Ég sofnaði seint(e.0300), og vaknaði snemma (f.10.00). Líklega næst 5-tíma svefni sem ég hef fengið lengi, ég hef nefnilega sofið alveg prýðilega upp á síðkastið. 5 tíma svefn er þó ekkert svo slæmur svona einu sinni. Ég er allavega ágæt eftir 1 kaffibolla og kannski verð ég góð eftir 2. Á leið í Reykjavík að skila inn reikningi, skila inn umsókn, ná í bréf, fara til læknis, fara niður á höfn að gera handahlaup....
L8ER
L8ER
sunnudagur, apríl 05, 2009
Blogg í word
Þetta er blogg í gegn um word. bara varð að prufa það, er svo nýjungagjörn. kannski er þetta þó engin nýjung og ég gamaldags. ég held ég sé bæði gamaldags og nýjungagjörn. þannig vil ég hlusta á vínilplötur en fylgjast með því sem er að gerast í tónlist í dag. og eitthvað. jájá. whatever. þetta er alveg nákvæmlega eins og að blogga á hefðbundinn hátt. veit ekki hverju ég bjóst svo sem við. er að bíða eftir að vinur okkar Christoph komi. hlakka til því hann er skemmtilegur. ég er þreytt því ég fór í fjallgöngu í dag, lítið fjall samt, veit ekki hvað það heitir....
Bróðir Svartúlfs vann Músiktilraunir 2009 og á það fyllilega skilið. Enn einar Músiktilraunir að baki og lífið því hætt að snúast um að hlusta eftir sneriltrommu til að velta fyrir sér hvort trommari sé nógu þéttur eða fabúlera um fingrafimi gítarleikara. Ég fæ alltaf það syndróm að fara að hlusta bara á trommur í lögum eftir að Músiktilraunir eru búnar. Ég er nörd, já ég veit. Það er ein hljómsveit sem komst ekki á verðlaunapall sem mig langar að benda sérstaklega á, og það er sveitin Spelgur. Tvær stelpur með ótrúlega spennandi tónlist. Söngkonan er sykursæt í útliti og rödd en semur verulega twisted texta sem hún flytur án þess að bregða svip. Mjög mikið David Lynch, eitthvað. Sem er gott. Aldrei nóg af eerie-weird-nessi í heiminum.
Fylgjast með Spelg, Annars er Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage allt eðal-gott stöff og úrslitin í ár voru virkilega ánægjuleg.
Takk fyrir mig, íslensk tónlist.
Fylgjast með Spelg, Annars er Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage allt eðal-gott stöff og úrslitin í ár voru virkilega ánægjuleg.
Takk fyrir mig, íslensk tónlist.
föstudagur, apríl 03, 2009
ég las fyrir börn í leikskóla í dag. það tókst afskaplega vel og var hreint ljómandi skemmtilegt. nú er ég að hanga í tölvu og tjilla, en eftir smá tíma náum við í þýskar stelpur sem ætla að eiga stutta viðdvöld hjá okkur áður en þær halda út á land í heimsókn til annarrar þýskrar stelpu sem gisti hjá okkur um daginn....flókið? Nei, í rauninni ekki. Heimurinn er eitt gistiheimili þar sem allir þekkjast eða þekkja einhvern sem þekkir einhvern og svo framvegis. Við leyfum fólki að gista hjá okkur og fáum að gista hjá þeim (eða vinum þeirra) seinna. Svona er hægt að kynnast fólki og heiminum og leika sér og gleðjast saman, án þess að taka þátt í kapítalismanum. Á sunnudag kemur Christoph vinur okkar við hjá okkur eftir að hafa verið í vinnuferð á Akureyri um helgina, en hann fer aftur á mánudagsmorgunn. Svo er snillingurinn, hinn belgíski Wim Van Hooste nýkominn til landsins og mætti á Hellvar-giggið í gær. Hann verður á Nokia-on-ice hátíðinni um helgina, og á músiktilraunum á laugardag og fer svo á Aldrei fór ég suður á Ísafirði. Þar fer maður sem kann að meta tónlist. Heimurinn er fullur af frábæru fólki sem bíður eftir því að þú kynnist því.
fimmtudagur, apríl 02, 2009
mánudagur, mars 30, 2009
laugardagur, mars 28, 2009
föstudagur, mars 27, 2009
miðvikudagur, mars 25, 2009
Það er best að vera svolítið á eftir og byrja á einhverju þegar allir eru að missa áhugann....eða eitthvað svoleiðis. Ef tískubylgjur fara í hringi á 20 ára fresti er gott að vera 5 árum á eftir og vera úber-hallærislegur, en á móti kemur að þá er maður líka 15 árum á undan.
Þess vegna hef ég verið að hlusta á vínilplötur soldið lengi. Þær er ég reyndar ekki að fara að selja í kolaportinu næsta laugardag, nema þær sem ég á tvær af eða fíla ekki (tildæmis Elvis Presley). Svo er ég með FUULLTT af diskum, og þá meina ég fullt.
En nú er best að byrja að Twitta, þegar það er að verða halló:
Þess vegna hef ég verið að hlusta á vínilplötur soldið lengi. Þær er ég reyndar ekki að fara að selja í kolaportinu næsta laugardag, nema þær sem ég á tvær af eða fíla ekki (tildæmis Elvis Presley). Svo er ég með FUULLTT af diskum, og þá meina ég fullt.
En nú er best að byrja að Twitta, þegar það er að verða halló:
mánudagur, mars 23, 2009
sunnudagur, mars 22, 2009
vá. blabla. er að drekka te, gaba. dettur alltaf í hug hin frábæra setning gabba gabba hey frá Ramones þegar ég drekk þetta te. það er því orðið frábærara fyrir vikið því Ramones eru svo frábærir. Úr einu pönki í annað. Er búin að vera með Buska á heilanum síðan á föstudag. Lét eftir mér að láta það á fóninn og hækka vel og dansa þegar ég vaknaði áðan. Morgunverkin voru því: Vakna, teyja úr sér, pissa, dansa við Buska, borða banana og drekka gaba te, og blogga. Heilbrigð forgangsröð hér í gangi: Hugsa um líkamann, hugsa um andann, hugsa um líkamann, hugsa um andann. Næs.
laugardagur, mars 21, 2009
miðvikudagur, mars 18, 2009
Var búin að steingleyma þessari síðu en var að muna hana aftur:
http://www.boohbah.com/zone.html
Hours of fun, I'm telling ya!!!!!!
http://www.boohbah.com/zone.html
Hours of fun, I'm telling ya!!!!!!
Er að blogga með grátt skrýmsli á vísifingri hægri handar sem ég fann í kassa með dóti. Mæli ekki með því. Ótrúlega finnur maður mikið fyrir því hvað allir fingurnir eru mikilvægir þegar einn þeirra er svona skrýtinn. Sérlega ervitt að gera Ý´´yýýý. ufsilon í, semsagt. Kaffi er gott, og þessi dagur er búinn að vera svona lausir endar sem eru að festast-dagur. Kannski komin með djobb nmæsta sumar. Fæ meiri verk. sem eru borguð. Er að fylla út e-r skjöl til að reyna að fá frystingu e-a lána. Fór í jóga og bakið þoldi það með besta móti. Fór í labbitúr hjá vatnstönkunum og fann lykt af vorinu. Er að að fara að taka til meira í vínil- og geisladiskum og selja það sem ég nota ekki, (sem er smá af vínin, þar sem ég á 2, eða bara hef fengið gefið og fíla ekki, og HELLINGUR af cd, sem ég á núna á vínil, og/eða fékk gefins eða er hætt að hlusta á. Búin að panta kolaportsbás á kompudegi þann 28.mars!!!!!!!!!! Ætla að gera flotta auglýsingu í fótósjopp og setja hér þegar nær dregur, og dreyfa líka um allt. En stimpliði inn daginn. Verð líka með föt og bækur og smáhluti og galdra og sel óskalög á 50 kall stykkið. Hahaaaahhhhnhnhnha, þetta verður gaman. Og músó að fara að bresta á í ofanálag. Sveimér þá. Jahérna hvað það verður nú gaman.
þriðjudagur, mars 17, 2009
Búin að vakna og fara ekki aftur að sofa, gera jóga í tæpan klukkutíma, lesa um framandi lönd, drekka grænt úlong-te, fá mér hráfæðismat, lesa blogg, fá mér ábót á úlong og nú skrifa blogg. Eftir: Skoða póstinn minn, svara póstinum mínum, fylla út eyðublað, ná í bréf (ef tilbúið), fullgera skýrslu,gera tutlusalat, borða tutlusalat, fara í bæ, ná í síma, syngja í hafnarfirði, koma áftur. Og margt fleirra. En fyrst: Anda inn, anda út, og svo hefst það.
mánudagur, mars 16, 2009
Ég er ekki alveg viss hvað ég gerði um helgina, en mér finnst að það hafi örugglega ekki verið neitt hættulegt. Ég las reyndar glæpasögu í baði...sem gæti endað ílla. En annars fór smá tónlist í gegn um systemið á föstudagskvöld og svo var opnun kosningaskrifstofu á laugardag, en tekið rólegt sjónvarpskvöld á laugardagskvöld. Á sunnudag fóru Elvar og Óliver í bíó en ég í leikhús. Þeir á Þessa og ég á þetta
Já reyndar er Rústað með óhuggulegri hlutum sem ég hef á ævinni upplifað, en að sama skapi mjög eftirminnilegt og alls ekki tilgangslaust ofbeldi og þ.a.l. tilgangslaust leikrit. Áhorfandanum er dálítið stillt upp og hann minntur á hvernig heimi við búum í. Allavega langaði mig bara að fara heim í fjölskylduknús um leið og sýningin var búin, og mig langar eiginlega bara enn að vera heima í fjölskylduknúsi. Svo líklega hefur þetta verið nokkuð góð helgi bara. Ég ætla að skreppa í bæ eftir hádegi og vera samt ekki of lengi. Rétt að kíkja á nokkra staði. Svo ætlar Elvar að elda bleikar fiskibollur í kvöld sem hann lofar mér að verði sælgæti...Spennandi
Já reyndar er Rústað með óhuggulegri hlutum sem ég hef á ævinni upplifað, en að sama skapi mjög eftirminnilegt og alls ekki tilgangslaust ofbeldi og þ.a.l. tilgangslaust leikrit. Áhorfandanum er dálítið stillt upp og hann minntur á hvernig heimi við búum í. Allavega langaði mig bara að fara heim í fjölskylduknús um leið og sýningin var búin, og mig langar eiginlega bara enn að vera heima í fjölskylduknúsi. Svo líklega hefur þetta verið nokkuð góð helgi bara. Ég ætla að skreppa í bæ eftir hádegi og vera samt ekki of lengi. Rétt að kíkja á nokkra staði. Svo ætlar Elvar að elda bleikar fiskibollur í kvöld sem hann lofar mér að verði sælgæti...Spennandi
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)