Leita í þessu bloggi
sunnudagur, desember 31, 2006
lokadagur ársins. æsispennandi. hvað getur eiginlega gerst meira á einu ári...? ég heimsótti ítalíu, spán og þýskaland á árinu. vann í útvarpi og sjónvarpi, skrifaði í blöð, hellvar og heiðingjar komu fram á tónleikum, ég reyndi fyrir mér sem tískufyrirsæta í fyrsta sinn, og svo hóf ég að blanda mér í pólitík í lok árs. við héldum líka okkar fyrstu sýningu, og komum einnig fram með raftónlistarspuna á kvöldi sem haldið var í gamalli sundlaug. ég eignaðist grill, myndavél, bíl, íbúð, kaffivél og brauðrist sem spilar lag á árinu. synti í fyrsta sinn kílómetra (40 ferðir í vesturbæ), náði í fyrsta sinn að gera 25 armbeygjur, (já, það ER afrek fyrir mig), og þegar best lét gerði ég líka 150 magaæfingar. Komst með lag í undanúrslit Evrósjónar, söngvakeppninnar sem fer af stað í næsta mánuði. Það er eflaust eitthvað heilmargt annað, en þetta er svona það sem mér dettur helst í hug, já. Já, Sveimérþá, komi það sem koma vill, ég bíð spennt.
föstudagur, desember 29, 2006
miðvikudagur, desember 27, 2006
Ég ætlaði að taka einhvern hversdag á þetta, en í raun er bara enn hátíðarlíf. Ég fékk mér því graflax og graflaxsósu (jólagjöf sem elvar fékk) í morgunmat og ristaði með þessu brauð (brauðrist frá Rúnari og Gróu). Svo sit ég í einni jólagjöfinni (hnésokkar, röndóttir, mapa) og horfi á aðra jólagjöf (SY:Corporate ghost - the videos 1990 - 2002, frá mér til mín) . Í kvöld væri ég til í að lesa jólabók, en í gær borðaði ég mikið jólakonfekt. Svo á ég líka eftir að horfa á Himininn yfir Berlín (jólagjöf frá Elvari) en nú ætla ég að hella mér upp á kaffi í ofurkaffijólagjafavél frá Sævari og Hrafnhildi). Ég er sko ekki komin í hversdaginn....hvað finnst ykkur um álfana hér að neðan?
þriðjudagur, desember 26, 2006
sunnudagur, desember 24, 2006
...og nú eru þau komin...ég er samt enn stillt á þorláksmessu. þegar ég vakna á eftir verða jól inni í mér. ég ætla að fara í laaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaangt jólabað, og svo bara eitthvað gaman. mig langar í hnetur, hm. ekki alveg komin með ógeð á nóakonfekti, en samt soldið. svakalegt að háma í sig konfekt og hlusta á jólalög allan desember og svo verður bara hátíðlegast að heyra ekki jólalög, og borða ekki konfekt, af því það er þá uppbrotið frá norminu sem hefur verið í alveg allavega mánuð. Jólaröfl í boði Heiðu dulítið þreyttu, en nokkuð kátu.
laugardagur, desember 23, 2006
Á morgun er fjarans jólið.
Freka fatlafólið
Sem geysist um á ógnarhraða
og allir verða sér að greiða og baða
Stroknir þeir sig bugta og beyja
og brosa svo og ekkert segja
fyrst er átið og svo er skitið
þar til ekkert er pláss fyrir matarbitið
þetta er nútíma jólaþula
um jólastress, jólaneyslu og jólakula
mikið er neyslusamfélag snúið
og þegnar þess og fólkið alveg búið
en á morgun fögnum við hækkandi sól
með bros á vör: Gleðileg jól!
Freka fatlafólið
Sem geysist um á ógnarhraða
og allir verða sér að greiða og baða
Stroknir þeir sig bugta og beyja
og brosa svo og ekkert segja
fyrst er átið og svo er skitið
þar til ekkert er pláss fyrir matarbitið
þetta er nútíma jólaþula
um jólastress, jólaneyslu og jólakula
mikið er neyslusamfélag snúið
og þegnar þess og fólkið alveg búið
en á morgun fögnum við hækkandi sól
með bros á vör: Gleðileg jól!
þriðjudagur, desember 19, 2006
sunnudagur, desember 17, 2006
Stórkostlega skemmtileg lesning um döner kebap hér .
Ólafur Guðsteinn, Berlínarbúi, er líka kominn með link. Varðandi linkana, já. Þeir eru allir hér fyrir neðan, bara þetta fokkaðist upp þegar ég fór að nota firefox. Hef heyrt að firefox fokki upp blogg-templetum. Annars prýðis bráser, Firefox. En þið sem skoðið með explorer, bara skrolla niður og þá eru allir linkar þar. Hversu mörgum tölvuslangrum er hægt að koma í eina færslu?
Ólafur Guðsteinn, Berlínarbúi, er líka kominn með link. Varðandi linkana, já. Þeir eru allir hér fyrir neðan, bara þetta fokkaðist upp þegar ég fór að nota firefox. Hef heyrt að firefox fokki upp blogg-templetum. Annars prýðis bráser, Firefox. En þið sem skoðið með explorer, bara skrolla niður og þá eru allir linkar þar. Hversu mörgum tölvuslangrum er hægt að koma í eina færslu?
laugardagur, desember 16, 2006
Vá, það eru yfir tíuþúsund heimsóknir á þessa síðu, síðan fyrir bara tæpu ári eða eitthvað. Það var allavega á þessu ári, 2006, sem ég setti bangsímon upp til að fylgjast með. Margir, 10.000. Reyndar koma allnokkrir einu sinni á dag alla daga, svo það mætti alveg taka það með í reikninginn, en talan 10.ooo stendur. Ví! Jei! Hey-balúbba.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Vínið: Der Heidawein
http://www.heidazunft.ch/index4.cfm
Skil ekki: Heida=Nazi
http://www.mysnip.de/forum-archiv/thema/8547/6/Heida%3DNazi.html
Myndin: Heidi, Heida 1
http://www.new-video.de/film-heidi-heida-1/
Læknirinn:
|
Fjallið: Bekslesetra - Heida
http://www.iriss.no/bildeseriesommar/heidaaaheim/1.htm
Apiíbúðinniímai?
http://www.point.lt/userinfo.php?id=125831
Lagið: Ein Heller und ein Batzen
http://www.herbert-fritz.de/volksliedertext/ein_heller_und_ein_batzen.html
Hönnunin:
http://www.autoheida.nl/
Húsið:
http://www.tourist-online.de/Fotos/125251.html
Heiða er til í öllum formum.
þriðjudagur, desember 12, 2006
Ég er sökker fyrir spurningalistum. Þennan tók ég af síðunni hans Guffa. Meinlaust stundargaman. Hvet ég nú sem flesta til að svara, því það er svo skemmtilegt.
1. Fullt nafn:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
1. Fullt nafn:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
sunnudagur, desember 10, 2006
Óliver er með flottasta ímyndunarafl í heimi. Hann er einn að leika sér og dunda með dót og kubba á gólfinu, og ég er búin að heyra nokkur gullkorn: ,,Ha, er þetta með táfýlubragði?"
...og líka...
,,Nú, þú ert kóalabjörn. En ég er með ofnæmi fyrir kóalabjörnum. Æ, það var leiðinlegt. En ljónum, ertu líka með ofnæmi fyrir þeim. Nei, ekki ljónum."
...og...
,,Það eru allir dánir nema ég. Dánir og rotaðir, með töskur á halanum."
Þetta eru setningar sem Sjón væri stoltur af. Spurning hvort að hreinustu ljóðin verði til við fimm ára aldur, og allt eftir það sé bara nálgun.
...og líka...
,,Nú, þú ert kóalabjörn. En ég er með ofnæmi fyrir kóalabjörnum. Æ, það var leiðinlegt. En ljónum, ertu líka með ofnæmi fyrir þeim. Nei, ekki ljónum."
...og...
,,Það eru allir dánir nema ég. Dánir og rotaðir, með töskur á halanum."
Þetta eru setningar sem Sjón væri stoltur af. Spurning hvort að hreinustu ljóðin verði til við fimm ára aldur, og allt eftir það sé bara nálgun.
laugardagur, desember 09, 2006
Kann ekki að koma því hvernig mér líður í dag almennilega í orð. Hefur eitthvað með álag og skort á dagsbirtu að gera. Fór samt í stuttan göngutúr áðan, sá og heyrði í lúðrasveit, keypti maltígleri og lakkrísrör, og fór á eina myndlistasýningu. Mátaði smá föt líka, Rokksmiðja Öldu, á Suðurgötu í Keflavík er með flottustu föt í heimi. En þetta með dagsbirtuna, það rænir mig orku. Ég er ekkert döpur, það er nóg að gera og allt skemmtilegt o.s.frv. En mér finnst eins og ég sé permanentlí föst í einhverri dúnsæng og komist ekki úr henni til að takast á við raunveruleikann. Hugsa aðeins hægar, vakna hægar, sofna hægar. Já, ég er í hýði eins og birnir og birnur á veturna. Stórundarlegt.
Á öðrum nótum: Besti útvarpsþáttur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð er Laugardagsþátturinn í dag, 9.12.2006 á Rás 1. Þáttinn má hlusta á í tvær vikur hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4277750
Á öðrum nótum: Besti útvarpsþáttur sem ég hef heyrt í háa herrans tíð er Laugardagsþátturinn í dag, 9.12.2006 á Rás 1. Þáttinn má hlusta á í tvær vikur hér: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4277750
föstudagur, desember 08, 2006
miðvikudagur, desember 06, 2006
Já, í dag var smá frídagur. Gerði allt sem er gaman að gera: Svaf, borðaði, fór í sund, las, fór í bíltúr, vann konfekt í skafmiðahappdrætti, og er að fara að halda pulsuogfranskar-partý. Þetta er frídagur í lagi. Á morgun: Þaul- og þéttskipuð dagskrá frá ca. 8 um morgun. Skrif, fundahald, og útvarpsþáttaupptaka. EN dagurinn í dag er alveg í marga klukkutíma í viðbót. Í kvöld horfi ég á bestu sjónvarpsþættina, E.R. og Little Britain. Vei.
laugardagur, desember 02, 2006
Jæja, nýtt umhverfi í bloggheimi hér á blogspot. Ég er svo skeptísk á svona nýjungar að ég var heillengi að melta með mér hvort ég ætti að uppfæra í nýtt kerfi, en svo fór ég á google og leitaði að einhverjum neikvæðum athugasemdum. Þegar ég fann engar, ákvað ég að skipta bara. Nú er að sjá hvort einhverjir gallar eiga eftir að koma í ljós. Eins og er sé ég engan mun, nema mér sýnist fonturinn vera annar en venjulega.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Og sjá: Ég hef gert jólagjafalista. Ef einhver veit ekki hvað á að gefa mér og langar í hugmyndir. Tek það fram að mig langar í allt á þessum lista, en geri mér grein fyrir því að sumt er að sjálfsögðu ekki á valdi neinna að gefa, sökum þess hve dýrt það er. Samt langar mig allra mest í frið á jörð, en verð líklega sjálf að berjast fyrir honum. Það tekst að lokum.
sunnudagur, nóvember 26, 2006
sunnudagurinn minn fer vel af stað: Gat sofið til hádegis. Fékk Óliver og Helga (nágrannavin Ólivers) til að koma út að leika, og við þvældums um nálæga róluvelli. Dekkjarólur og vegasölt og frosið vatn og gras og rauðar kinnar og nef. Allir fóru svo heim og gæddu sér á skúffuköku sem Óliver hafði bakað með Ingu ömmu. Síðan stungu piltarnir af í smá leik, og færðu sig svo yfir í Helgahús þar sem þeir eru í öðrum leik. Ég hins vegar, sit og hlusta á Greinilegan púls, tónleika með Megasi. Kertaljós og te, ullarsokkar og teppi. Ég er svo sátt við þennan skítakulda sem gerir það að verkum að ég nýt inniveru miklu betur. Þetta hefur bara verið langur misskilningur sem ég hef þjáðst af í 35 ár, að mér líki best við sól og hita. Ef það er sól og hiti þarf ég að vera úti að gera eitthvað. Ef það er ííííííískalt og frost, þá gerir enginn ráð fyrir því að maður geri nokkurn skapaðan hlut ;-) Hrikalega næs stemming hér með Megasi.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Jú, í dag er rólegheitadagur. Sé fram á lestur og teppi, stöku tebolla og almennt tjill. Á morgun, hinn, hinn og hinn er vinna. Gott að taka út laugardag á þriðjudegi. Þetta er að reynast mér mjög vel. Ef til vill eru tveir dagarí röð í fríi úr vinnu bara misskilningur, og helgin sem slík ofmetin. Í menntó í Frakklandi (Lycée) er til dæmis alltaf frí eftir hádegi á miðvikudögum, en skóli fyrir hádegi á laugardögum í staðinn. Allir sáttir við það, hægt að gera eitthvað skemmtilegt hálfan virkan dag þegar allt er opið. Er ekki bara mikilvægara að taka sér reglulegar pásur frá vinnu, til að koma tvíefldur að verki? Best væri náttúrulega að vera alltaf annan hvern dag í fríi, og annan hvern í vinnu, burtséð frá því hvaða vikudagur er. Það væri mjög gott system. Þá ynni maður frá morgni til kvölds annan daginn, alveg kannski 12 tíma, og svo væri maður bara að slaka á og fara í sund og leika við barnið sitt og lesa og drekka te hinn daginn. Myndi þjóðfélagið fúnkera í þessu kerfi? Á að leggja niður helgarnar sem slíkar og taka þetta upp. Ég myndi allavega fíla'ða, enda er ég vön að vinna á laugardagskvöldum, og hef gert í mörg ár. Hey, held að fréttablaðið hafi verið að koma. Sweet!
laugardagur, nóvember 18, 2006
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Hvernig stendur á því að svona kuldi fær mig til að þurfa að sofa meira en áður? Ég þarf bara einhverja 11 tíma annars er ég ónýt. Það sem er að redda mér er að ég á æðislegt rúm og yndislega sæng, en get eiginlega ekki hugsað mér að fara í "útið". Úti í þessum stóra heimi sem er svo spennandi og fullur af lífi og skemmtilegum hlutum, er bara of kalt fyrir minn smekk. Þarf alveg hreint að manna mig upp í að hlaupa úr heimili yfir í bíl. Svo skelf ég þar kappklædd hálfa leiðina í vinnuna, þar til miðstöðin er búin að vinna vinnuna sína. Tíni af mér spjarirnar bara til að láta þær allar á mig aftur og pína mig til að hlaupa úr bíl og í vinnu. Þar er þokkalega hlýtt, en annars er ég alltaf með peysur og alls kyns hlýtt þar til að vefja mig í. Helst vildi ég eiga tvær sængur, eina uppi í rúmi og eina til að vera vafin í þegar ég sit fyrir framan tölvuna í vinnunni. Eða, ...ég tek með mér ullarteppi á morgun. Já, það er málið. Vetur fyrir mér er það að þrauka kulda. Að meika að halda áfram að gera það sem gera þarf, þrátt fyrir kulda. Ég er með andlegt og líkamlegt kuldaofnæmi á háu stigi. Nú fer ég bráðum að spila Brasilíska tónlist og alls kyns suðræna tóna, og hugsa um pálmatré og drekka ananassafa. Öll trikkin sem sporna gegn vetri og kulda. Bara láta eins og maður búi í hitabelti, og einhvern tíma hlýtur svo að koma aftur vor...
laugardagur, nóvember 11, 2006
Er loks batnað (held ég,...8,10,14). Gerði súpu áðan, 3gja klukkustunda prósess. Var sest með súpu í potti og te í bolla og gítar við hönd og þá fór rafmagnið. Algjört æði, og flassbakk aftur til 9. áratugarins. Rafmagnsleysi rúlar,og vont veður þegar maður þarf ekki neitt að fara út. Á morgun ætla ég að vera inni og lesa aaaaaaallan daginn. vei.
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
úúú, mig dreymdi My Bloody Valentine í nótt, var bara að muna það. Voru að spila á tónleikum uppi á ellefunni, og auðvitað var enginn að horfa því það þekkti enginn þetta band. Ég og Bíbí vorum saman að horfa og stóðum í miðjunni á gólfinu en þetta var samt soldið stærra en ellefan er. Hljómsveitarmeðlimir voru búnir að koma sér fyrir útí öllum hornunum og svo átti maður að njóta besta hljómsins í miðjunni. Eftir mjög stutt gigg, um 20 mínútur, sem var ofsalega lágt líka, hætti MBV að spila og ég fór til Kevin Shields og bauð honum í partý, hann spurði hvort ég ætti kaffi, og ég sagði jáaðsjáfsögðu. Og hann ætlaði að koma. Ég er farin að hella uppá.
laugardagur, nóvember 04, 2006
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Er með magavírus. Það er leiðinlegt. Einhver maður í Belgíu stofnaði Hellvar-aðdáendasíðu. Það er skemmtilegt. Hér er hún: http://gotohellvar.blogspot.com/
sunnudagur, október 29, 2006
Eitthvað gott um þessar mundir:
Góð plata: Royale Fanclub
Góð bók: Gerhard Richter, The Daily Practice of Painting
Góð bíómynd: Barnyard
Góð fjárfesting: myndavélin mín
Góður matur: matur sem einhver annar eldar
Góð hugmynd: að horfa minna á sjónvarp og fara meira í sund
Gott gos: Sodastream með Ribena útí
Góð skemmtun: að bjóða vinum Ólivers í mat
Góð ákvörðun: að horfa ekki á auglýsingar og hætta að fá ruslpóst
Gott markmið: að reyna að eyða eins litlum peningum og hægt er, til að taka ekki þátt í efnishyggjuþjóðfélaginu.
++++++++++++++++++++++++++++++
+ Góður dagur: dagurinn í dag+
++++++++++++++++++++++++++++++
Góð plata: Royale Fanclub
Góð bók: Gerhard Richter, The Daily Practice of Painting
Góð bíómynd: Barnyard
Góð fjárfesting: myndavélin mín
Góður matur: matur sem einhver annar eldar
Góð hugmynd: að horfa minna á sjónvarp og fara meira í sund
Gott gos: Sodastream með Ribena útí
Góð skemmtun: að bjóða vinum Ólivers í mat
Góð ákvörðun: að horfa ekki á auglýsingar og hætta að fá ruslpóst
Gott markmið: að reyna að eyða eins litlum peningum og hægt er, til að taka ekki þátt í efnishyggjuþjóðfélaginu.
++++++++++++++++++++++++++++++
+ Góður dagur: dagurinn í dag+
++++++++++++++++++++++++++++++
föstudagur, október 27, 2006
Akkúrat núna elska ég:
Mjúku kinnina hans Ólivers,
Svefnhljóðin í feðgunum,
góðu samviskuna mína, sem er vegna þess að ég var dugleg að vinna,
myrkrið úti sem býr til rökkur inni,
myspace ,,vini" frá öllum heiminum, með tónlist sem ég myndi aldrei heyra annars,
að keyra og hlusta á góða tónlist,
að ég er róleg inní mér,
hvað mér finnst gaman að synda,
mötuneytið mitt,
hvað ég á góða að,
hvað ég þekki gott fólk,
tæknimenn, og allt tal um tækni og græjur,
myndavélina mína,
faðmlög,
knús,
rúmið mitt og sængina og koddann.
Góða nótt!
Mjúku kinnina hans Ólivers,
Svefnhljóðin í feðgunum,
góðu samviskuna mína, sem er vegna þess að ég var dugleg að vinna,
myrkrið úti sem býr til rökkur inni,
myspace ,,vini" frá öllum heiminum, með tónlist sem ég myndi aldrei heyra annars,
að keyra og hlusta á góða tónlist,
að ég er róleg inní mér,
hvað mér finnst gaman að synda,
mötuneytið mitt,
hvað ég á góða að,
hvað ég þekki gott fólk,
tæknimenn, og allt tal um tækni og græjur,
myndavélina mína,
faðmlög,
knús,
rúmið mitt og sængina og koddann.
Góða nótt!
þriðjudagur, október 24, 2006
miðvikudagur, október 18, 2006
laugardagur, október 14, 2006
laugardagur, september 30, 2006
Bara svona til að fyrirbyggja allan misskilning hef ég ekkert verið óheppin í hendinni í viku. Hef hins vegar verið mjög heppin bara um allan líkama. Hausinn gat hugsað, fætur og hendur hafa synt ofan í sundlaug og eru að spá í að endurtaka þann leik núna á eftir. Fingur hefðu mátt vera duglegri að pikka inn plötudóma á lyklaborð, en það mun verða verkefni morgundagsins. Eyru hafa verið afar lukkuleg með alla tónlistina sem þau hafa hlustað á. Raddböndin þöndu sig í alla nótt inn á upptökur hljómsveitarinnar Hellvar. Tær hafa unnið ófáa tásuslagi í vikunni. Magasekkur hefur verið svo heppinn að fá fjölbreytta og góða fæðu ofaní sig, fisk, grænmeti, fiskbollur, kökur, hamborgara og ég veit ekki hvað og hvað. Bragðlaukar einnig himinlifandi. Heppnir líkamspartar Heiðu þakka fyrir sig.
föstudagur, september 22, 2006
Ég er eitthvað óheppin í hægri hendinni í dag. Sinaskeiðabólga og svo rak ég handlegginn í á leið minni um vinnustaðinn áðan. Já, hann bara flaksaðist til eins og hefði hann eigin vald og vilja, og henti sér á hurð sem var að lokast. Sem betur fer beytti ég öllum mínum viljastyrk og sannfæringarkrafti og tókst að loka ekki hurðinni á handlegginn, en samt. Óheppin hendi.
þriðjudagur, september 19, 2006
þriðjudagur, september 12, 2006
já, þá erum við alveg að tala um tímabil þar sem ég hef bara ósköp lítið að segja. Hef nóg að gera, kannski svo mikið að það gefst enginn tími til að hugsa hversdags. Hugsanirnar eru allar miðaðar að því að nýta tímann, klára þetta, byrja á öðru, skipuleggja. Er að spila 14.9. í Þjóðleikhúskjallaranum (Heiða&heiðingjar), 15.9. í Frumleikhúsinu, Kef. (Heiða&heiðingjar), 16.9. fyrir utan Kjötborg á Kjötborgarhátíð (Kassagítardúett Hellvars). Þáttargerð og -skipulagning. Heimspeki jafnréttis í H.Í. Ný tónlist til að skrifa um fyrir Mogga. Tónleikaferðalag til Berlínar í október (Hellvar) He-he-heyrumst!
fimmtudagur, september 07, 2006
sunnudagur, september 03, 2006
mánudagur, ágúst 28, 2006
Þessi færsla er í boði Elvars:
Keðjufærsla
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kýsilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fygldi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fygldi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í hveragerði. Hún fékk vinnu í tývolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Sigga er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prenntsmiðju suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki allveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.
Keðjufærsla
Ef þú lest þessa færslu og rekur bloggsíðu skaltu koppí/peista hana þangað. Annars gerist eitthvað ömurlegt:
Siggi var starfsmaður í kýsilvinnslunni við Mývatn. Hann sá þessa færslu en fygldi ekki fyrirmælum og nú hefur vinnslunni verið lokað og nú er hann atvinnulaus fáviti.
Katrín er einstæð móðir frá Hveragerði. Hún rak jólaþorpið-hveragerði við mikinn hagnað. Hún sá þessa færslu og rétt eins og Siggi þá fygldi hún ekki fyrirmælum. Nú er ekkert jólaþorp í hveragerði. Hún fékk vinnu í tývolíinu til skamms tíma en nú hefur því verið lokað. Sigga er núna aumingi.
Hannes starfaði sem prentsmiður hjá Prenntsmiðju suðurlands. Hannes fylgdi fyrirmælum, en ekki allveg. Hann leiðrétti stafsetningarvillur áður en hann ýtti á "publish" takkann. Vikublaðið Selfossfréttir er nú algerlega unnið á stafrænan hátt. Hannes kann ekkert á tölvur og eyddi sínum lífdögum þaðan af sem fáráðlingur. Þegar hann dó fór hann til helvítis.
föstudagur, ágúst 25, 2006
Við flugum út, lemtum í Allicante. Eyddum viku í ,,Þúsund pálmatrjám" (Mil Palmeras), þaðan sem farið var í styttri ferðir í sirkus, tívolí og rennibrautagarð. Einn dagur í versl, margir dagar í sólbað á strönd. Margar Klörur drukknar! Óliver brúnn, og afar sáttur. Ég soldið brún líka. Á tenniskjól, sem mig er búið að dreyma um að eiga í morg ár. Lærði spænsku á hverjum degi í viku. Gleymdi að lesa skáldsögurnar sem ég tók með, því það var svo góð spænskukennslubók í íbúðinni. Held uppi einföldum samræðum á strönd. Óliver stilltur næstum alltaf, fékk samt soldið mikið nammi og dót, en það var nú sumarfrí. Hann byrjaður í leikskóla, við byrjuð að standsetja vinnuaðstöðu. Mikið spilerí framundan. Í mörg horn að líta. Verð að reyna að gera bara eitt í einu svo ég snúist ekki bara í hringi um sjálfa mig og framkvæmi ekkert. Farin að skipuleggja mig, bless.
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
laugardagur, ágúst 12, 2006
Stutta útgáfan:
Kötturinn pissaði framan í mig og skeit út allt rúmið. Ég hent'enni út og svaf á sófanum og vaknaði með ónýtt bak eftir 5 tíma svefn. Köttur flutti upp á eftri hæð. Köttur fór út að viðra sig og stakk af og hefur ekki sést síðan. Kenning: Kötturinn var flökkuköttur, og ómögulegt að vita hversu margar fjölskyldur hann sjarmar sig inn á. Er allavega ekki saknað úr húsunum á Klapparstíg. Ef til vill er hann ,,on a mission" að kúka í sem flest bæli á sem stystum tíma. Við erum bara eitt stutt stopp í lífi flökkukattarins. Hans verður saknað, en samt vil ég ekki eiga kúkakött.
Kötturinn pissaði framan í mig og skeit út allt rúmið. Ég hent'enni út og svaf á sófanum og vaknaði með ónýtt bak eftir 5 tíma svefn. Köttur flutti upp á eftri hæð. Köttur fór út að viðra sig og stakk af og hefur ekki sést síðan. Kenning: Kötturinn var flökkuköttur, og ómögulegt að vita hversu margar fjölskyldur hann sjarmar sig inn á. Er allavega ekki saknað úr húsunum á Klapparstíg. Ef til vill er hann ,,on a mission" að kúka í sem flest bæli á sem stystum tíma. Við erum bara eitt stutt stopp í lífi flökkukattarins. Hans verður saknað, en samt vil ég ekki eiga kúkakött.
þriðjudagur, ágúst 08, 2006
laugardagur, ágúst 05, 2006
Nokkurra mánaða grábröndótt ómerkt kettlingalæða elti okkur frá Klapparstíg og heim áðan. Vorum í nammidagsgöngu á heimleið, og hún elti mjálmandi. Leit út fyrir að vera svöng og kláraði fulla mjólkurskál heima hjá okkur. Nú er Elvar að leika við hana og hún er að leika með bolta úti í garði. En hver á hana? Verðum að fara í ferð á Klapparstíginn á eftir og banka upp á hjá fólki.
þriðjudagur, ágúst 01, 2006
mánudagur, júlí 31, 2006
Hún pakkaði samloku, epli og vatnsflösku. Regngallinn fór með, því allur er varinn góður og eftir langa umhugsun ákvað hún að láta bækur,blöð, skriffæri, geislaspilara og diska eiga sig, en hún fer varla út úr húsi venjulega án þess að hafa heilan helling af þessu meðferðis. Hún ákvað að hjóla í átt að Innri-Njarðvík og reyna að finna náttúru, annað var nú ekki planað. Leiðin hófst niðri á bryggju í Njarðvík, og hún velti fyrir sér hve oft hún hefði hjólað niður á bryggjur í gegn um tíðina. Bryggjur hafa óneitanlega mikið aðdráttarafl, en samt hræðist hún að keyra niður á þær. Hún óttast að keyra fram af og út í sjó, og vera föst í bílnum. Hins vegar naut hún hjólaferðarinnar um bryggjuna, og andaði að sér söltu sjávarloftinu. Því næst var ferðinni heitið áfram í átt að skilti sem á stendur ,,Gefið fuglunum". Hún hló innra með sér þegar hún afbakaði slagorðið í ,,Gefið fuglunum blóð", og bjóst varla við því að sjá það slagorð nokkru sinni á prenti, en fannst þetta að lokum svo sniðug skrýtla að hún hló upphátt, og uppskar grunsemdar-augngotur frá gangandi vegfarenda fyrir vikið. Hún hjólaði eftir þar til gerðum hjólastígum í kringum fuglana sem þurftu ekki blóð, og einn stígurinn endaði niðri í fjöru. Þar voru vegsummerki um fyrri mannaferðir: Ein bjórdós, nokkrir sígarettustubbar, notaðar eldspýtur og blaut samankuðluð íþróttatreyja í unglingastærð, blá. Af þessum vísbendingum að dæma hafði hér unglingadrykkja farið fram sem endaði með sjóbaði, og hún settist á steiptan stokk, og reyndi að ímynda sér hvað hafði farið fram, á meðan hún fékk sér vænan slurk úr vatnsflöskunni. Að hvíldinni lokinni hjólaði hún tvíelfd af stað, og fór nú fram hjá fuglaskilti og alla leið að Íslendingi, víkingaskipi sem er til sýnis. Þar voru mörg skilti sem bönnuðu allt klifur upp á þak á torfbæ sem þarna var einnig til sýnis, en þar sem enginn var bekkurinn án þess að hafa útsýni út á hraðbrautina, snaraði hún sér upp á bæjarvegginn, án þess þó að klifra upp á þak, og braut því strangt til tekið enga reglu. Þar sat hún og borðaði eplið sitt og drakk vatn af áfergju, þegar eldri hjón mættu til að virða Íslending fyrir sér. ,,Noh, það er bara verið að éta hér", sagði maðurinn stuttur í spunann. ,,Góðan dag", sagði hún, aðeins of seint fyrir manninn til að heyra. Hjónin gáfu sér góðan tíma til að skoða, en á leið frá skipinu sagði maðurinn, sem greinilega hafði orð fyrir þeim, ,,Góðan daginn", og svaraði hún að bragði: ,,Góðan dag", og þá fékk hún svarið: ,,Nú, svo þú ert íslensk". ,,Já", svaraði hún og sagði ekkert meira, en hló innra með sér. Hún lokaði augunum og ímyndaði sér að hljóðin í bílunum á brautinni væri fossaniður. Í bland við lyktina af grasi og mold var hún komin langt aftur í tímann, þar sem fólk hugsar meira en það talar. Hún opnaði augun, stökk niður og fann til farangur og hjólaði af stað í sömu átt og hún kom. Á leiðinni heim fann hún tvo leikvelli, og heimsótti einn sem hún átti róluminningar um. Rólurnar hennar voru horfnar, og hún stóð örskamma stund og syrgði liðna tíma, áður en hún settist í brekku og át samloku með smjöri, osti og gúrkum. Drakk restina af vatninu með. Svo fór hún heim...
sunnudagur, júlí 30, 2006
skemmtilegt letistuð á mér. úthvíld en afskaplega löt. held ég helli í mig smá meira kaffi og svo fullt af vatni, og fari svo bara eitthvað út að hjóla. þarf nauðsynlega að vera úti í súrefni. er alltaf að keyra í bíl, eða að vinna inni, og það til skiptis verður þreytandi, þegar alls kyns spennandi veður eru úti sem maður missir af. soersigurrós í kveld. úti. já, þetta verður útidagur. pakka bara útifötum og nesti í litla tösku og halda á vit óvissunnar. mér finnst ég eigi að gera það í dag. get allt, bara spurning um að byrja.
föstudagur, júlí 28, 2006
andleg mótmælastaða gegn styrjöldum í heiminum. hefst núna, og lýkur þegar mannkyn áttar sig á því að það leysir engin vandamál að drepa einhvern. ok, ef ég og einhver stelpa eru að rífast um eitthvað og hún verður fúl út af einhverju sem ég sagði, fer hún þá og drepur einhvern í minni fjölskyldu í von um að það hafi áhrif á rifrildið? Nei. Það ætti einnig að eiga við um þjóðir sem eru að rífast. Er þetta ekki bara svona einfalt? Bannað að drepa einhvern, í öllum tilvikum, og það leysir heldur ekki nokkkurn skapaðan hlut. Kemst ekki í mótmælastöðu fyrir utan bandaríska sendiráðið en sendi hlýjar hugsanir þangað og ef einhver les þetta fljótlega þá er mótmælastaðan að hefjast klukkan 17:30 og stendur áfram.....
fimmtudagur, júlí 20, 2006
World jump day í dag. Allir að fara inn á http://www.worldjumpday.org/ og skoða þetta. Vorum ekki alveg viss með tímann þannig að við hoppuðum í 2 mínútur til öryggis klukkan 10:39:13, en svo gæti það verið klukkan 11:39:13 og við ætlum bara að hoppa aftur þá. Öll fjöskyldan að hoppa í bakgarðinum. Góð leið til að byrja daginn.
mánudagur, júlí 17, 2006
sunnudagur, júlí 16, 2006
þriðjudagur, júlí 11, 2006
Heimasíða Næturvarðarins Næsta þema er hjarta/hjörtu-Heart(s). Óskaþema frá hlustanda. Koma svo með uppástungur, en einnig hægt að senda mér þær í pósti frá heimasíðunni.
mánudagur, júlí 10, 2006
fimmtudagur, júlí 06, 2006
mánudagur, júlí 03, 2006
Kominn júlí. Fann ekki fyrir júní. Hefði getað verið október. Verðum að vona að það skíni aðeins á kinnarnar og búi til nokkrar freknur í júlí. En það gerist náttúrulega ekki nema ég leyfi kinnunum að vera úti undir beru lofti. Stefni að því, á laugardaginn. Verð í Reykjavíkurborg um morgunn á fundi, svo í giftingu klukkan 18:00, og þaðan beint í útvarpið, en ég er ekki frá því að milli 12 og 18 sé ekkert spes að gerast. Hver vill koma að þvælast, hanga og gera ekkert í nokkra klukkutíma, helst í sól og þá úti?
sunnudagur, júlí 02, 2006
föstudagur, júní 30, 2006
þriðjudagur, júní 27, 2006
Æ, hvað það er nú gott veður. Verð að vakna nógu snemma í fyrramálið til að njóta þess aðeins áður en ég stíg í bíl og keyri í vinnu og er í vinnu og keyri heim mjög seint að kvöldi. Náði samt einum kaffibolla sitjandi í grasinu í bakgarðinum áður en ég fór af stað í dag, og mikið var það notarlegt. Þótt það væru aðeins 5 mínútur. Gæti líka bara farið út að ganga núna...Nei, ég nenni því ekki.
sunnudagur, júní 25, 2006
laugardagur, júní 24, 2006
fimmtudagur, júní 22, 2006
miðvikudagur, júní 21, 2006
mánudagur, júní 19, 2006
laugardagur, júní 17, 2006
Ristabrauð með rjómaosti, avokadósneiðar, gúrkusneiðar, kreista lime útá og maldon-salt þar yfir. Of gott til að vera satt, og svo er þetta allt voða fallega grænt á litinn. nema ristabrauðið er vonandi brúnt og rjómaosturinn er vonandi hvítur...enívei...
þema: dýralög, og allt á íslensku því það er 17.júní.
Þessi blaðsíða er ný: http://dagskra.ruv.is/ras2/?file=1266
þema: dýralög, og allt á íslensku því það er 17.júní.
Þessi blaðsíða er ný: http://dagskra.ruv.is/ras2/?file=1266
föstudagur, júní 16, 2006
Koma svo, allir að syngja sól sól skín á mig, ský ský burt með þig, svo við höfum nú möguleika á því að fá vætulausar stundir í dag eða um helgina. Ég og Óliver sungum það áðan, á leiðinni í leikskólann, og ég er ekki frá því að það hafi rofað til í sekúndu eða svo. Ef þið gerið það öll hlýtur það að duga.
fimmtudagur, júní 15, 2006
jöss, tókst að pína mig á fætur og gera kakó fyrir fjölskylduna og fá alla fram í morgunverð klukkan tæplega hálf-átta. Það var samt skrítið að hafa verið veik í sólarhring, og líða svo bara ágætlega í dag. Vaknaði reyndar í nótt með magapínu, löðrandi í svita klukkan þrjú. Var farin að dreyma að það væri einhver að rekja úr mér garnirnar og ég að reyna að halda þeim inní mér, svo ég yrði ekki tóm af innyflum...en ég held þetta hafi bara verið magapínan að lita draumana mína. Allavega, búin að snúa sólarhringnum við hjá barninu og þá er bara að halda í horfinu og reka í rúm klukkan hálf-tíu í síðasta lagi. Svakalegt prógram hjá mér í dag, fundir og mannfagnaðir, og svo bein útsending í fótboltarásinni á rás 2 í kvöld, milli hálf-átta og tíu. Andi með spennur (spennandi)
Love,
Heiða
Love,
Heiða
miðvikudagur, júní 14, 2006
og nú er ég lasin heima. varð náttúrulega smá kalt á sunnudag í rigningunni á sjómannahátíðinni með óliver. en við erum kaldir kallar, ég og óliver, og létum rigninguna ekkert hafa áhrif á okkur. fyrr en að ég fór í sund í breiðholtslaug (nýja uppáhaldslaugin mín) í gærkvöldi og svo bara fór ég að verða soldið slöpp og heit, og núna í morgun gat ég ekki vaknað og þegar ég loks vaknaði (klukkan 4), hafði ég sofið í tæpa 16 klukkutíma! já, ég er með hita, og beinverki. á morgun verð ég orðin frísk, og get mætt í vinnuna. verð bara, það er bein útsending í fótbolta. jájá. en í dag ligg ég fyrir.
sunnudagur, júní 11, 2006
stundum finnst mér eins og bestu hugmyndirnar komi til mín þegar það er engin leið að muna þær aftur. ég fæ góða hugmynd að texta, lagi, stuttmynd, bók, heimspekikenningu, málverki eða öðru og svo þegar ég er búin að elda, vaska upp, ganga frá, taka til, koma óliver í rúmið og búa til næði er það eina sem heilabúið hefur upp á að bjóða að grátbæna mig um að horfa á spennuþátt eða bíómynd. ég er til í sköpun, en ,,computer says no"...
föstudagur, júní 09, 2006
þriðjudagur, júní 06, 2006
laugardagur, júní 03, 2006
Er flutt, en margir kassar eru enn ótæmdir, og mikið dótarí óraðað. Erum í þessu bara, og svo verður slegið upp garð/innflutningsveislu sem öllum er boðið í. Játs. Dugar ekki minna. Langt síðan ég hef staðið fyrir veisluhöldum. Held bara síðast í Berlínarborg. Enda ekki hægt að bjóða nema 2 manneskjum í 43 fermetrana sem við bjuggum í, og þá var húsið fullt út úr dyrum og allir þurftu að vanda sig við að labba og snúa sér við og svona. Núna: Heilir 76 fermetrar OG garður. Samtals: Nægt pláss fyrir alveg þúsundir manna...
þriðjudagur, maí 30, 2006
föstudagur, maí 26, 2006
fimmtudagur, maí 25, 2006
ooooo allt í einu hef ég ekki hugmynd um hvort ég eigi að vera með næturvaktina á laugardagskvöld eða ekki. ég hélt að ég yrði og svo kæmu bara kosningaúrslit inní öðru hverju, en nú er ég með efasemdir, og finnst eins og ég sé kannski bara ekki og það sé bara sérstakt kosningaútvarp. þetta kemst allt á hreint á morgun. ef ég verð er sko kosningaþema eins og ég sagði í gær, ef ég verð ekki verður því þema bara varpað yfir á næstu helgi þar á eftir, og þá geta allir velt sér upp úr kosninaúrslitunum og spilað kosningalög (dæmi Election day með Duran Duran)....ennívei. Í kvöld er þáttur á Rás 2 milli hálf-átta og hálf-níu og heitir hann „Góð teppi“. Þar eru coverlög og upprunalegar útgáfur spiluð.
miðvikudagur, maí 24, 2006
þriðjudagur, maí 23, 2006
Þetta er náttúrulega bara fyrir neðan allar hellur, að blogga svona lítið. Nóg að gerast allavega. Ian Anderson í kvöld, spila á Ísafirði á morgun. Klukkustundarþáttur milli hálf-átta og hálf-níu um nei í dag og um já á morgun. Yndislegt líf í faðmi fjölskyldunnar, með fyndnasta brandarakarli sögunnar, Óliver Elvarssyni, á hverjum einasta degi. Hann klippir alls sem birtist um Lordi út úr blöðunum og hengir upp á veggi. Syngur með ,,rokkenrólhalelúja". DaVinci-code stórbrotin, ætla aftur! Ótrúlega mikið af góðri tónlist berst mér til eyrna. Svei mér þá, þetta er bara betra en best.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Ég er búin að gera eins lítið og ég hef komist upp með í dag. Ætlaði að fara að vera eitthvað fáránlega dugleg og þvo 3 vélar og þrífa klósettið og þurrka ryk etc. en uppgötvaði svo að ég er bara ögn lasin, en bara lítið. Mér er sem sagt kalt og með hálsbólgu, svo ég er bara búin að liggja undir feldi, hlusta á nýja tónlist og lesa alls konar á netinu. Mér hefur ekkert leiðst. Svo borðaði ég hollt salat úr salatbar Nóatúns og drakk trópí með, og fékk mér jasminte áðan svo slæmskan ætti bráðum að fara að víkja. Finnst samt alveg rosalega mikið eins og ég geti bara ekki verið heima úr vinnunni í allan dag. Það er sko ekki þáttur í kvöld, náttúrulega júróvisjón, og ég er búin að vera svo dugleg að vinna alls kyns að það liggur ekkert á svo sem, en þetta er bara svona ónotatilfinning einhver. Finnst ég eigi að fara uppeftir og vera bara stutt, en allavega fara. Get haldið áfram að vinna Næturvörðinn um Eyjar. Eru þetta merki um vinnualkisma eða hvað? Ég veit að ég er ekki ómissandi, og að það gerist ekkert ef ég tek því rólega heima í einn dag en samt...
É'r klikk.
Áfram Silvía!
É'r klikk.
Áfram Silvía!
mánudagur, maí 15, 2006
Vantar að hætta að vera með beinverki, það er svo gaman í vinnunni að ég get ekki verið heima veik. Er samt með beinverki og smá hausverk, búin að taka verkjalyf. Næst á dagskrá er að drekka te og horfa á C.S.I. Óliver er fyndinn. Ég held hann sé að þróa með sér kaldhæðnishúmor. Hann sagði að pabbi sinn væri með snyrtilegar tær áðan, og þegar ég lagði smáspöl frá Austurbæ og við þurftum að ganga aðeins til að komast í leikhúsið sagði hann: ,,Sumir keyra í leikhús".
Næsta þema Næturvarðarins eru eyja/island-eyjur/islands.Má vera um Vestmannaeyjar, en líka um hvaða aðrar eyjar sem fólki dettur í hug.
Næsta þema Næturvarðarins eru eyja/island-eyjur/islands.Má vera um Vestmannaeyjar, en líka um hvaða aðrar eyjar sem fólki dettur í hug.
laugardagur, maí 13, 2006
föstudagur, maí 12, 2006
takk fyrir allar ofsafengið, klikkað, geðveikt, brjálað, ruglað, geðsjúkt, yfirnáttúrulega, stórbrotið, æðislega, frábærlega góðu hugmyndirnar. (fannst ég ekki búin að nota nógu mikið af yfirdrifnum lýsingarorðum upp á síðkastið, bætti hér með úr því). Já Hemmi minn, kominn föstudagur, og nú er ég bara með hnetuköku og kaffi í maganum að melta á fullu og nýbúin að taka ógurlega (flott yfirdrifið lýsingarorð) mikið af góðum fugla- og fluglögum á safninu, og er að hlusta (núna er platan Magnyl með Botnleðju í, hún er rosa fín!). Ólyst, snilldarlag. Já, langar á alla tónleikana sem verða í næstu viku, ætla að reyna að fara á Joönnu á þri. og Coco Rosie á mið, en veit ekki hvort ég meika að sleppa að horfa á Silvíu og fara aftur á Joönnu Newsom á fimmtudag, en hún er geðbilað góð (gott lýsingarorð). sko ef það vill einhver horfa á You row, viss Jón? heima hjá mér þá ætla ég að vera í stuði og drekka einn bjór, og halda með Silvia Night.
Annars mæli ég með diskinum Apple O' með hljómsveitinni Deerhoof!
Vá!
Annars mæli ég með diskinum Apple O' með hljómsveitinni Deerhoof!
Vá!
miðvikudagur, maí 10, 2006
þriðjudagur, maí 09, 2006
Hey, ég hef líklega hitt á óskastundina í gær. Ég sit úti á Segafredo-kaffihúsinu á Lækjartorgi, og drekk Latte Macciato og talaði um listir og kosti og galla þess að brjóta reglur, og ferðalög og alls konar við vin minn, hann Wolf. Frábær morgunn, og nú þarf ég á bókasafnið, í Þjóðarbókhlöðuna og í Smekkleysu. Verð að redda Coco Rosie til að spila í útvarpinu og svo á ég plötur með Paul Lydon sem hitar upp fyrir þær. Joönnu Newson-plötuna á ég líka, og tvær plötur með Smog sem spilar líka á þeim tónleikum. Ú-lalalala. Þetta verður sko skemmtilegur maí-mánuður. Svo bara þarf ég að fara að pakka pínu niður bráðum, því 1. júní flytjum við.
mánudagur, maí 08, 2006
Æ, mér leiðist, og mig langar að fara og gera eitthvað verulega krassandi. Verst að ég þarf að redda pening og borga leigu og reikninga, og það er alveg laust við að vera krassandi. Ég væri miklu heldur til í að setjast á kaffihús, borða súkkulaðiköku og ræða um existentialisma við einhvern skemmtilegan. Hmmmm, smá konflikt....
laugardagur, maí 06, 2006
Ég geri eiginlega allt sem ég á að gera á hverjum degi: Dugleg að skrifa á morgnana, dugleg að mæta í sund og synti t.d. 30 ferðir áðan. Ég drekk mikið vatn, forðast sætindi nema á laugardögum, og er meira að segja að gera magaæfingar stundum. Ég bara gleymi alltaf að spila á gítarinn, en það var ég búin að ákveða að gera á hverjum degi. Frá og með morgundeginum tek ég gítarspilunarátak! Já, núna ætla ég að spila ævintýralög. Sæl að sinni.
fimmtudagur, maí 04, 2006
Óliver fékk sitt annað tækifæri til að vera gítarrótari þegar Elvar spilaði í Iðu-bókabúðinni í lækjargötu, síðasta þriðjudagskvöld. Hann tók hlutverkið alvarlega, stóð einbeittur með krosslagðar hendur og passaði gítarinn meðan pabbi fór að ná í magnarann. Svo þagði hann alveg allan tímann sem ljóðskáldin voru að lesa upp ljóðin sín og stóð sig mjög vel, þótt hann viðurkenndi seinna um kvöldið að honum hefði nú leiðst pínulítið. Hann er alveg frábær listunnandi og kemur sífellt á óvart hversu heimsvanur hann er, ekki eldri en fjögurra ára. Í gær var allt að gerast frá morgni til kvölds og ekki einu sinn hægt að íhuga að ná eins og einu bloggi, en svoleiðis eru bara sumir dagar. Aðdáendur útvarpsþáttarins Næturvörðurinn fá nú heldur betur eitthvað að gleðjast yfir í sumar. Heiða næturvörður verður nefnilega með þátt milli hálf-8 og hálf-9 mán.-fim. út maí-mánuð, og svo þriðudags- og fimmtudagskvöld frá hálf-8 til 10 í júní, júlí og ágúst. Næturvörðurinn verður samt áfram á sínum stað og næsta þema eru sögur, ævintýri, adventure(s), fairytale(s), fable(s), tale(s), story/ies, l'aventures, o.s.frv. Hugmyndir óskast...
þriðjudagur, maí 02, 2006
mánudagur, maí 01, 2006
Vá maður! Þessi niðurstaða gladdi mig alveg óstjórnlega mikið. Hvað segir það eiginlega um mig???
You Are 80% Boyish and 20% Girlish |
You have a tough exterior - and usually a tough interior to match it. You're no nonsense, logical, and very assertive. Sometimes you can't understand women at all, even if you're a woman yourself. You see things rationally, and don't like to let your emotions get the best of you. |
Kynni inn 3 nýja bloggara í tenglasafnið: Steinn, Andaktugi ungi maðurinn og Hallur. Allir hafa þeir verið duglegir að koma með hugmyndir í þemu Næturvarðarins. Velkomnir! Já, og gleðilegan 1.maí. Það er ekki laust við að maður sakni óeirðanna í Kreuzberg, Berlín frá því í fyrra. Vá, hvað það var mögnuð stemmning, en vissulega mjög eldfim, og við vorum soldið heppin að dragast ekki inn í neinn hasar þarna.
sunnudagur, apríl 30, 2006
Já, ég reyndi sko óendanlega mikið að skrifa hér inn í gær, en ekkert gekk svo ég vistaði bara færsluna sem ég vildi vista inn á hitt bloggið mitt, hér til vinstri undir annað skemmtilegt? Núna er ég á leið í sund, svaf sko til hádegis og það var æðislegt. Þáttur gærdagsins um Kaliforníu var alveg frábær. Ekkert nema meiriháttar skemmtilegt fólk sem hringir í mig frá öllu landinu, algjör forréttindastaða. Á eftir ætlum við á Laugarvatn og þar fer ég í gufu, ef hún er opin á morgun. Verð að vera dugleg að mæta í gömlu gufuna á Laugarvatni áður en illa heimsveldið Bláa Lónið tekur yfir og breytir litlu sætu gufunni sem er fullkomin eins og hún er í eitthvað SPA. Bara við að breyta nafninu í SPA geta þeir hækkað verðið upp í þúsundkall, og svo réttlæta þeir frekari hækkanir vegna kostnaðar við framkvæmdir. En það er enginn að biðja um arómaþerapí-gufu, kínverka gufu úr grænu tei, eþíópíska bananagufu, norræna villijurtalækningagufu, indverska heilunargúrúgufu, tröllasteinagufu með sérvöldum steinum úr Esjunni, saltvatnspott úr dauðahafinu, eða hvað annað sem þeim gæti hugkvæmst að láta sér detta í hug til að hækka miðaverðið. Við förum bara í Laugar eða í Bláa Lónið ef við viljum það allt! Ég fer í gufuna á Laugarvatni því hún er skúr, byggður yfir hver, og mannshöndin ræður engu um hitastig og ég fæ náttúruleg steinefni beint úr jörðinni. Þar eru engin rör, engir mælar, einn gamall heiti pottur og ég hleyp svo út í Laugarvatn til að kæla mig. Ekki flókið. Ekki flækja þetta Evil Empire, PLEASEEEEEEEE.
laugardagur, apríl 29, 2006
nú er ég of sein, og missti af því að skrifa föstudagsfærslu, en samt ekki farin að sofa því klukkan er bara tíu mín,í eitt AÐFARANÓTT laugardags. Alveg löglegt, sko, og eina ástæðan fyrir því að ég náði ekki að blogga var bara sú að það var svo gaman alveg allan morguninn, daginn og kvöldið að ég komst ekki til þess. Sund með Sif, kaffihús, lautarferð á Austurvelli, ískaup, smá hlustun í RÚV og aðeins meiri vinna, svo hitta gott fólk, síðan leit að Anchor-man sem ég fann, leigði og horfði á, og svo rúnturinn skila dýnum, finna kvöldsnarl, rúnta meira og enda sæl og glöð í þægilegu indislegu rúmi með þægilega yndislega sæng og yndislegan strák við hliðina á mér.
fimmtudagur, apríl 27, 2006
miðvikudagur, apríl 26, 2006
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Það var lag sem ég hugsaði um í gær, með hljómsveitinni Eels, ,,Hospital food". Einmitt, upplifði svoleiðis. Borðaði sagógrjónagraut og plokkfisk í hádeginu og Elvar fékk sveskjugraut í kvöldmatinn.... Spítalar: Grautar, vellingar, jukk, kássur. Hehehe. Annars blessaðist þetta allt saman, og barnið er farið að segja táfýlu- og prumpubrandara. Sem þýðir að fólki líður soldið betur...
mánudagur, apríl 24, 2006
Já, komin til Keflavíkur, og afleggjarinn fer í hálskirtlatöku í fyrramálið. Þannig að mitt hlutverk verður að halda ró minni og hlúa að honum á allan mögulegan hátt, næstu tvo sólarhringa eða svo. Líður pínulítið eins og hann sé að verða lítill aftur, því þá þurfti jú að hafa hann í svona ,,intensive care", allan sólarhringinn. Þetta verður áreiðanlega allt í lagi, hann er svo mikil hetja. Ég er með nóg af tónlist meðferðis, eitthvað að lesa líka, og svo lánuðu Áseir, Luka Snær og Antoine Svanur okkur fullt af barnaefni til að horfa á á spítalanum. Frostpinnar í öll mál, hér komum við!
sunnudagur, apríl 23, 2006
laugardagur, apríl 22, 2006
föstudagur, apríl 21, 2006
Næsta þema Næturvarðarins er Haust, því nú er sumardagurinn fyrsti og eini búinn, aftur komið haust, þangað til það kemur vetur. Nei, djók, auðvitað er alveg að koma sumar, ha er það ekki annars? En næsti þáttur er samt tileinkaður lögum sem innihalda orðin Haust, Fall, Autumn, Herbst, L'automn eða hvernig sem maður segir þetta á hinum ýmsustu tungumálum. Ligg hér að tjilla (með kisu), að velta því fyrir mér að skella mér í smá sund, (ekki með kisu). Svo kallar safnadeild útvarpshússins á mig, enda fyrirhuguð mikil hlustun á haustlögum. Tillögur berist strax í kommentakerfið. Að hika er sama og að tapa.
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Sumardagurinn fyrsti reyndist meira eins og sumardagurinn einn og hálfur. Ég og Óliver mættum í vinnu upp í útvarp og unnum smá, fórum svo í hádegismat, svo fórum við að skemmta fyrir börnin og foreldra þeirra á Þjóðminjasafninu. Þar vann Óliver sem lífvörður minn, gítarrótari, sérlegur ráðgjafi og dansari og fékk að launum kakó og pönsu frá Þjóðminjasafninu. Síðan kíktum við í heimsókn til Sverris, Láru, Írenu og Aþenu og eftir að hafa komið aðeins við heima og borðað kvöldmat fórum við öllsömul fjölskyldan í heimsókn til Magga Axels, Önnu og Bríetar. Þar var horft á Futurama og tjillað. Ótrúlega góð byrjun á vonandi enn betra sumri.
miðvikudagur, apríl 19, 2006
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Skemmst frá því að segja að ég varð skíthrædd við vondu draugana í White noise. Já, verð nú ekki oft hrædd en þarna var ég ein að horfa og svo skreið ég uppí og reyndi að hjúfra mig að Óliver sem vildi ekki láta knúsa sig og sló frá sér, og því skalf ég sjálfa mig í svefn...Aðeins að ýkja, náttúrulega, en White noise er miklu betri en ég átti von á. Ekki fyrir draugahrædda.
mánudagur, apríl 17, 2006
Alveg tekið á því í súkkulaðiáti og nammiáti, þriðja daginn í röð. Nú er endapunktur sukksins að hefjast, en ég leigði mér spóluna White noise, og keypti Doritos og Pepsi Max og nú ætla ég að eta, drekka og vera gladr. Á morgun er næst virkur dagur og ekki páskar og þá skal ég hætta að eta og drekka en ekki að vera gladr. Ég er þokkalega sátt við konfektpáskaeggið sem ég og Elvar splæstum í saman, það hefur staðist allar væntingar. Bara konfekt og málsháttur inní, enginn fúll og harður perubrjóstsykur eða hörð hlaup í poka eða neitt.... bara hardkor súkkulaði fyrir hardkor súkkulaðineytendur. Núna: Hljóðfælahryllingsmynd, review á morgun.
sunnudagur, apríl 16, 2006
laugardagur, apríl 15, 2006
föstudagur, apríl 14, 2006
fimmtudagur, apríl 13, 2006
besti dagur í heimi í dag! Ég fékk að vera ein heima og gera nákvæmlega það sem mér sýndist, svo ég var í náttfötunum fram eftir degi og las sænska spennusögu, svo þegar ég ætlaði að fá mér kornflex var ég svo löt í hausnum eitthvað að ég stráði samviskusamlega maldon-salti yfir kornflögurnar með mjólkinni. Mér fannst þetta eitthvað smá undarlegt, og horfði hugsandi í smá tíma á skálina áður en ég áttaði mig á því hvað ég hafði gert...svo fattaði ég það, og hló. Síðan er ég búin að lakka neglurnar, hlusta á Ghostdigital nýju(Geðveik) og Belle and sebastina nýju(otrúlega djollí og hressandi), og svo fór ég á kaffihús með Baddý og las frönsk, ensk og þýsk tískublöð! Á leið í lamb til mömmu og pabba. Vei!
miðvikudagur, apríl 12, 2006
Ég tími varla að blogga, mér finnst svo gaman að opna bloggið mitt og sjá að ég sé Kermit the frog. Ég verð að treysta því að ég hætti ekkert að vera hann þótt ég skrái inn nýja færslu. Það var gaman í dag. Hitti konu, svo aðra, svo keypti ég hræódýrar bækur í stúdentabóksölu, svo undirbjó ég útvarpsþátt, svo tæknaðist ég með unglingi sem gerði hiphop-þátt. Ætla í sund á eftir. Geðveikt góður dagur!
þriðjudagur, apríl 11, 2006
ha, hvað haldiði? Ég bara að hugsa um prúðuleikarana, og þá er sunna bara með prúðuleikarapróf á síðunni sinni. nú, ég tók það náttúrulega og guess what?...
You Are Kermit |
Hi, ho! Lovable and friendly, you get along well with everyone you know. You're a big thinker, and sometimes you over think life's problems. Don't worry - everyone know's it's not easy being green. Just remember, time's fun when you're having flies! |
dagurinn í dag einkennist af varaþurrki. efrivör eins og sahara-eyðimörkin, eða sprengisandur ef við eigum að vera á þjóðlegu nótunum. það er bara eitthvað við árstíðaskipti vetur/vor og vor/sumar sem líkamanum mínum líkar ekki vel við. svo um leið og við erum komin í sumarið er ég blómi í eggi. talandi um egg, bráðum koma páskarnir, vúhú. talandu um sumar, það er næsta þema næturvarðarins. talandi um prúðuleikarana, það er sko lang-besta barnaefni ever!!!
mánudagur, apríl 10, 2006
bjargaði nokkrum brúnum bönönum frá ruslafötunni með því að gera úr þeim bananabrauð. það er inni í ofni núna, vonandi verður það bragðgott. jáhemmiminn, barnið veikt og mamman að baka, þetta gerist ekki heimilislegra. nú kemur skárri helmingurinn bráðum heim og þá ætla ég að bregða mér í sund, áður en ég mæti í vinnuna. ég er bara ekki tilbúin í að mæta eins mygluð og krumpuð og ég er núna í vinnuna. þá verður nú gott að leggja sig í bleyti í heitum potti...
sunnudagur, apríl 09, 2006
Nú er sunnudagur, og ef ég væri ekki svona ægilega þreytt eftir helgina myndi ég vera manneskja í að fara út að labba niður í bæ, endur og ís, eða bíó eða eitthvað svona barnastuð. Verð bara að reyna að hressa mig við. Hvað ætli þurfi marga kaffibolla til að laga hausverk, ofurþreytu og slappleika? Æ, ég nenni ekki að hella upp á kaffi þannig að þetta fellur um sjálft sig. Muppetshow í sjónvarpinu hans Ólivers, og hann er sáttur í bili. Annars er pilturinn sjálfur búinn að vera lasinn með hita, en virðist hressari í dag, bara nokkrar kommur. Spurning um að pína sig bara í bíó, ha? Inniskemmtun...og ég gæti kannski dottað. Hehehe, ég er sko ekki svona latt foreldri venjulega, bara of margir klukkutímar í vinnu síðan á miðvikudag. Bless, sex, klukkan kex
laugardagur, apríl 08, 2006
föstudagur, apríl 07, 2006
Nú hef ég fréttir að færa. Held ég hafi fengið snert af reikeitrun í gær. Stóðum fremst við sviðið á dEUS og mig bara sveið í háls nef augu og svo fékk ég hausverk og hósta. Tárin láku og ég fékk brunatilfinningu í bringuna. Reikvélin var sko á allan tíman og blés beint þar sem við stóðum, og ekki var á það bætandi þar sem allir voru að reykja líka....úff. Ég bara gafst upp eftir hálfa tónleika og fór. dEUS er snilldarhljómsveit og ég hefði gjarnan viljað vera allan tíman. Í dag er ég með hausverk og smá hitavellu, og ekki laust við smá brunatilfinningu í bringu, og líka flökurt...Rugl segi ég. Hvílíkt rugl. Hlakka til þegar reykingar verða bannaðar á öllum skemmtistöðum, og vonandi verður notkun reikvéla bönnuð í leiðinni. Til að enda nú á glöðum og kátum nótum: Ég er að fara í Kringluna að fá lánuð föt til að vera pæja í Sjónvarpinu á morgun: Vúhú! Lifi pæjuföt, við rétt tækifæri. Hugsa að ég kaupi mér detox-drykk í heilsuhúsinu til að afreykja líkama minn...
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Hvað skal segja? Í dag fékk ég mér smábarnaís og rólaði mér meðan ég borðaði hann. Ís er ekki nammi sko, þannig að ég er enn í nammibindindi nema á nammidögum. Í dag er ég jafnframt búin að labba smá, drekka vatn, spila á gítar, hlusta á dEUS, og skrifa 6 blaðsíður í Hypomnemata-hugsunarbókina mína. Samt náði ég ekki að vakna klukkan 6:00,...en það hlýtur að koma. Á morgun, segir sá lati. Ég rólaði samt, og það er sko algjör bónus. Þúsund bónusstig fyrir það alveg. Þetta er orðin svona smá leikur hjá mér. Bónusstig fyrir að gera það sem er hollt og gott og skemmtilegt og skapandi, mínusstig ef ég er stressuð, eða borða nammi, eða gleymi að gera eitthvað skemmtilegt. Játs.
Yatzy-kveðjur
Heiða
Yatzy-kveðjur
Heiða
miðvikudagur, apríl 05, 2006
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Heiða -- [noun]: A person of questionable sanity who starts their own cult 'How will you be defined in the dictionary?' at QuizGalaxy.com |
Þetta vissi ég alltaf!
Ókey, ég gerði þá æðisgengnustu afgangasamloku sem ég hef gert á æfinni áðan. Þannig er að ég á eftir að fara út í búð og versla, og ég ákvað að éta það nýtilega úr ísskápnum áður, til að búa til pláss. Ég get svarið fyrir það að ég var næstum því búin að henda fullt af þessu dóti, en ákvað í rælni að prufa hvort ég gæti gert eitthvað ætt fyrir mig í staðin. Í samlokuna fór:
2 brauðsneiðar, sem voru orðnar svo harðar og ógeðsl. að ég ristaði þær aðeins til að gera girnilegri
1/3 gamall og brúnn avokado-ávöxtur
2 síðustu sneiðar af beikoni sem rann út í gær
1 egg, sem var reyndar nýtt og gott, maður tekur ekkert sénsa með egg, því ef þau eru off eru þau bara off
2 spægipylsusneiðar, skorpnar
afgangur af sveppa og rauðrarpaprikubitum sem Elvar skar niður í síðustu viku
smjörvaleifar
Maldonsalt (eina gúrmeiið sem til er í búinu)
Ég spældi egg og steikti flesk, sveppi og papriku
henti þessu á smurða ristaða brauðsneið og bætti á avokado og spægipylsu og salti.
Tilbúið!
SHHHHIIIIIIIIITTTTTTTTT
Ég er reyndar öll löðrandi í eggjarauðu, en það er bara gaman.
2 brauðsneiðar, sem voru orðnar svo harðar og ógeðsl. að ég ristaði þær aðeins til að gera girnilegri
1/3 gamall og brúnn avokado-ávöxtur
2 síðustu sneiðar af beikoni sem rann út í gær
1 egg, sem var reyndar nýtt og gott, maður tekur ekkert sénsa með egg, því ef þau eru off eru þau bara off
2 spægipylsusneiðar, skorpnar
afgangur af sveppa og rauðrarpaprikubitum sem Elvar skar niður í síðustu viku
smjörvaleifar
Maldonsalt (eina gúrmeiið sem til er í búinu)
Ég spældi egg og steikti flesk, sveppi og papriku
henti þessu á smurða ristaða brauðsneið og bætti á avokado og spægipylsu og salti.
Tilbúið!
SHHHHIIIIIIIIITTTTTTTTT
Ég er reyndar öll löðrandi í eggjarauðu, en það er bara gaman.
mánudagur, apríl 03, 2006
Hæ!
Ingvar vill vita um þemu Næturvarðarins með fyrirvara svo: Næsta laugardag, 8.4. verður þemað vor/spring...í von um meira vorveður. Það er allavega snjór og kuldaboli er að bíta alla um allan bæ.
versogú, herra Ingar, og allir þeir sem láta sér annt um að hafa áhrif á Næturvörðinn. Sæl að sinni
Heiða
Ingvar vill vita um þemu Næturvarðarins með fyrirvara svo: Næsta laugardag, 8.4. verður þemað vor/spring...í von um meira vorveður. Það er allavega snjór og kuldaboli er að bíta alla um allan bæ.
versogú, herra Ingar, og allir þeir sem láta sér annt um að hafa áhrif á Næturvörðinn. Sæl að sinni
Heiða
sunnudagur, apríl 02, 2006
laugardagur, apríl 01, 2006
skitsófrenískur dagur að kvöldi kominn. mætti upp í mogga upp úr hálf-níu til að skrifa um músiktilraunir, eftir um 5 tíma svefn. það hafðist og lagði ég mig svo eftir smá lestur góðra bóka og blaða heima við. vaknaði klukkan 5 og fór í sund, og svo í tom yam-súpu á crua-tai. þetta er fyrsta tom yam- súpan mín síðan í berlín á síðasta ári, og VÁ hvað hún var góð. matur guðanna, guðirnir hljóta að vera tælenskir. svo heim og hlusta á liars, sem ég var að uppgötva. mæli eindregið með nýjustu plötu þeirra, þær eldri á ég enn eftir að hlusta á. drakk mikið vatn í dag. borðaði líka fullt af nammi, því það er nammidagur. fékk mér meira að segja lítið páskaegg í morgunmat! ha! geri aðrir betur á nammidegi. nú er ég komin í rúv, og næturvaktin um það bil að fara að hefjast. á vel við að þemað sé vetur, því djöfull er nú kalt úti núna. ha. greinilega ekki alveg búinn, þessi vetur.
föstudagur, mars 31, 2006
Já það er margt að gerast, bæði í raunheimum og draumaheimum. Voða skemmtilegt námskeið í gærkvöldi, og úrslitakvöld Músiktilrauna í kvöld. Þetta er í raunheimum, sko. Í draumaheiminum í nótt dreymdi mig Tinnu (kirsuber), en hún var með sítt, agalega fallegt dökkt rennislétt hár, sem hún var búin að lita 3 eða 4 lokka í skærbláu, skærgulu, skærbleiku, og skærappelsínugulu, að mig minnir. Afskaplega fallegt hár, sem sé. Hún var mjög hávaxin, og ég þurfti alveg að horfa lengst upp til að horfa í augun á henni. Hún var að bjóða mér að koma og heimsækja sig í Amsterdam, en þar ætti hún heima. Jájá, Tinna mín. Ég er sko alveg búin að lesa bloggið þitt, en þetta er samt ótrúlegt!!!! Engar áhyggjur, ég er ekki að fara að "stalka" þig, alltaf að hugsa um þig. Reyndar er einn veggur heima hjá mér fullur af myndum af þér, en hei, það er nú bara mjög normal, er það ekki? Hahahahaahahhaahh. Góður draumur, maður. Og það sem enn betra er, góður dagur í dag! Farin í sund.
fimmtudagur, mars 30, 2006
Óliver dreymir oft heilu kvikmyndirnar, og það eru lang-oftast Harry Potter eða Star Wars, og þá vaknar hann og segist hafa dreymt Harry Potter-draum í nótt. Nú er ég greinilega að ganga í gegn um eitthvað draumatímabil, því mig dreymdi örugglega einhvern heilan helling, og þar á meðal var kvikmynd sem ég mundi hver var þegar ég rumskaði í morgunsárið. Man að ég hugsaði: ,,Já, svona líður þá Óliver þegar hann vaknar og hefur nýlokið við að horfa á alla Harry Potter-myndina." Núna man ég engan vegin hvaða mynd þetta var. Eða...kannski dreymdi mig bara að ég var að dreyma kvikmynd og rumskaði og svo frv....Engin leið að vita. Draumarnir eru ekki á manns valdi eða undir manns stjórn. Eða eins og Tom Waits sagði: You're innocent when you dream.
miðvikudagur, mars 29, 2006
Af hverju heitir Exi Exi? En ekki til dæmis Öx? Það gæti beygst: hér er Öx, um Öx, frá Öx til Axar. Svo man ég ekki eftir neinu samheiti við Öx/Exi í augnablikinu. Hvað í ósköpunum á það að fyrirstilla? Ég sting upp á Hneifa, komið úr Hnífur og kljúfa og því aðeins lýsandi fyrir hlutverk hneifunnar sem ætlað er að kljúfa tré með beittum hníf sínum á skafti. Hneifa er líka orð sem lítur út fyrir að vera eitthvað verkfæri, ekkert ósvipað og hamar eða töng. ,,Já, ég er með hneifuna og hamarinn, en tönginni og kúbeininu hef ég gleymt úti í bíl". Sko, er þetta ekki fínt? En ef þið kunnið samheiti við hið leiðinlega orð Exi, endilega látiði mig vita.
þriðjudagur, mars 28, 2006
Hér sit ég, sötrandi vatn og bloggandi. Ætla að kappklæða mig og rölta í sund. Svo í vinnu, og ef ég mögulega get hjólað heim væri það ægilega fínt. Dreymdi frábæran draum í morgun, þegar ég barðist við að vakna. Dreymdi að ég væri að innleiða góða siði frá Berlín í Keflavík. Þannig var ég búin að búa til svokallað ,,freebox" fullt af geisladiskum sem ég vildi gefa hverjum sem vildi. Ég var búin að stilla geisladiskunum upp á horninu á Vatnsnesvegi og Hafnargötu, og furðu lostnir gangandi vegfarendur stoppuðu og skildu hvorki upp né niður. Þar sat ég sallaróleg á gangstéttinni og útskýrði fyrir fólki að það mætti bara taka það sem það vildi og eiga og ekkert flóknara. Svo var draumurinn kominn lengra inn í framtíðina og þá var ég að labba í rosa þykkri dúnúlpu sem mamma lánaði mér, með mjög fallegt silfurúr sem mamma lánaði mér líka, og var að leita að Emilíu Torríní-tónleikum sem áttu að vera einhvers staðar það kvöldið. Þá sá ég tvo stráka sem voru líka að gefa geisladiska, og þeir gátu sagt mér að tónleikarnir væru í kirkju úti í innri-njarðvík. Þannig að ég bara labbaði af stað, og barðist á móti vindinum og veðrinu, en mér fannst það bara hressandi og var ekkert kalt því úlpan var svo hlý.
mánudagur, mars 27, 2006
Átök sem eru í gangi:
1. Ætla að blogga á hverjum degi.
2. Hjóla eitthvað á hverjum degi.
3. Spila á gítar á hverjum degi.
4. Hætta að borða nammi, nema á nammidögum.
5. Synda þrisvar í viku sem þýðir ca annan til þriðja hvern dag.
6. Drekka meira vatn.
7. Fara að halda Hypomnemata, sem er hugsanadagbók sem ég mun skrifa í á hverjum morgni.
8. Vakna klukkan 6, á undan öllum hinum í fjölskyldunni.
Átök 7 og 8 eru verkefni sem ég byrja á eftir mánaðarmót, því áður en þessi átök fara af stað þarf ég að vera búin að kaupa mér fallega og fína stílabók sem ég breyti í hugsanadagbók, og svoleiðis kostar pening. Ég hef gert þetta einu sinni áður, en það var í tengslum við heimspekikúrs sem ég tók hjá Róberti Haraldssyni. Þá einsetti ég mér að vakna klukkan 6, kveikja á kerti, og skrifa eitthvað á hverjum morgni. Það er ótrúlegt hvað bara þetta litla atriði gefur manni mikinn kraft og dug og dagurinn verður mun einbeittari. Í stað þess að vakna og lesa heiladauður fréttablaðið og slafra í sig sirjósinu, ætla ég að skrifa eitthvað fallegt, og lesa ljóð og heimspeki mér til innblásturs. Er þegar byrjuð að drekka meira vatn, og synda ca 3ja hvern dag, og ég hjólaði í vinnuna áðan, og ég tók einn gítarinn minn með í vinnuna svo ég get gutlað á hann milli verkefna. Með bloggið: Já það byrjar sem sé í dag. Ekkert hámark eða lágmark í bloggi samt, bara að gera síðuna að lifandi síðu sem andar á hverjum degi.
Takk.
1. Ætla að blogga á hverjum degi.
2. Hjóla eitthvað á hverjum degi.
3. Spila á gítar á hverjum degi.
4. Hætta að borða nammi, nema á nammidögum.
5. Synda þrisvar í viku sem þýðir ca annan til þriðja hvern dag.
6. Drekka meira vatn.
7. Fara að halda Hypomnemata, sem er hugsanadagbók sem ég mun skrifa í á hverjum morgni.
8. Vakna klukkan 6, á undan öllum hinum í fjölskyldunni.
Átök 7 og 8 eru verkefni sem ég byrja á eftir mánaðarmót, því áður en þessi átök fara af stað þarf ég að vera búin að kaupa mér fallega og fína stílabók sem ég breyti í hugsanadagbók, og svoleiðis kostar pening. Ég hef gert þetta einu sinni áður, en það var í tengslum við heimspekikúrs sem ég tók hjá Róberti Haraldssyni. Þá einsetti ég mér að vakna klukkan 6, kveikja á kerti, og skrifa eitthvað á hverjum morgni. Það er ótrúlegt hvað bara þetta litla atriði gefur manni mikinn kraft og dug og dagurinn verður mun einbeittari. Í stað þess að vakna og lesa heiladauður fréttablaðið og slafra í sig sirjósinu, ætla ég að skrifa eitthvað fallegt, og lesa ljóð og heimspeki mér til innblásturs. Er þegar byrjuð að drekka meira vatn, og synda ca 3ja hvern dag, og ég hjólaði í vinnuna áðan, og ég tók einn gítarinn minn með í vinnuna svo ég get gutlað á hann milli verkefna. Með bloggið: Já það byrjar sem sé í dag. Ekkert hámark eða lágmark í bloggi samt, bara að gera síðuna að lifandi síðu sem andar á hverjum degi.
Takk.
laugardagur, mars 25, 2006
Þetta ljóð varð til við að þýða blogg næturinnar yfir á frönsku og svo aftur á íslensku, og síðan þann texta yfir á þýsku og svo aftur á íslensku. Ég gæti ekki gert svona fallegan texta án hjálpar internetsins. Punkta og kommusetning er þó mín, ásamt smá lagfæringu á málfræði, en myndlíkingar, hrynjandi og minni er internetsins.
ekki heild sjálf fyrsta dagsetning. mjög þægilegur upp á topp, framkvæma á morgun. soldán fer í nútíminn þar sem ÉG fór þægilegur upp á topp. mýkt, óp nokkuð tin-tilvera. þægilegur upp á topp, framkvæma sjálf fyrst. þagna á náttúrulegri tjörn. tin, hvenær er fyrstur þægilegur upp á topp? framkvæma traust æsandi og í Nóvember. tilveran fasteignasali sem allir snúra á, ekki á almanak gleðinnar. rúv hvar hver maður flýtir neitun, rúlla, leika á og svo kemur almanak gleðinnar samliggjandi til hvers almanaks gleðinnar. sjálf fyrst, dagsetning á pikknikk, á samlokukörfu og ákaft kakó og kaffi á geta. hvenær hraundrýli á meðan almanak gleðinnar? samþýðanlegur nútíminn þar sem tilveran er ljóð. á hver og einn í fjölskyldunni samliggjandi burt eins og ef? burt á meðan ákafi er. og nútíminn þar sem tin svo tómt, þægilegur upp á topp. tilvera. sumir fá kassabók seint í dag í dag. svo er til herbergi, þægilegur upp á topp. velja húð. stundlegur fundur er lýsi.
ekki heild sjálf fyrsta dagsetning. mjög þægilegur upp á topp, framkvæma á morgun. soldán fer í nútíminn þar sem ÉG fór þægilegur upp á topp. mýkt, óp nokkuð tin-tilvera. þægilegur upp á topp, framkvæma sjálf fyrst. þagna á náttúrulegri tjörn. tin, hvenær er fyrstur þægilegur upp á topp? framkvæma traust æsandi og í Nóvember. tilveran fasteignasali sem allir snúra á, ekki á almanak gleðinnar. rúv hvar hver maður flýtir neitun, rúlla, leika á og svo kemur almanak gleðinnar samliggjandi til hvers almanaks gleðinnar. sjálf fyrst, dagsetning á pikknikk, á samlokukörfu og ákaft kakó og kaffi á geta. hvenær hraundrýli á meðan almanak gleðinnar? samþýðanlegur nútíminn þar sem tilveran er ljóð. á hver og einn í fjölskyldunni samliggjandi burt eins og ef? burt á meðan ákafi er. og nútíminn þar sem tin svo tómt, þægilegur upp á topp. tilvera. sumir fá kassabók seint í dag í dag. svo er til herbergi, þægilegur upp á topp. velja húð. stundlegur fundur er lýsi.
12 bönd komin í úrslit músó, og þau eru mjög fjölbreytt og skemmtileg. nú fær dómnefndin frí í viku, til að hvíla eyrun. það var samt ótrúlega gaman að mæta öll kvöld í þessari vinnuviku upp í loftkastala og hreinlega drekka í sig einlæga tóna ungs tónlistarfólks. ég er sátt, og hlakka til úrslitanna. veit ekki alveg hvað mig langar mest að gera á morgun. soldið langt síðan ég fór að gefa öndunum, ætti kannski að drífa mig niður á tjörn. þarf allavega að gera eitthvað spennandi og nýstárlegt. ætla ekki á árshátíð rúv, of dýrt og svo kemur bara árshátíð eftir þessa árshátíð. mig langar í pikknikk, með samlokukörfu og heitt kakó og kaffi á brúsum. það er skemmtilegra en árshátíð, því þá geta allir fjölskyldumeðlimir (sem nenna) komið með, og þá þarf heldur ekkert að vera neitt fram á nótt, heldur er bara hægt að velja sér tíma sem er góður. mér finnst gott þegar hægt er að velja sér tíma. vont að verða að vaka þegar ég vil ekki vaka, alveg eins og það er vont að verða að fara að sofa þegar mann langar að vaka. núna er ég vakandi, alein í stofunni, klukkan tæplega tvö að nóttu. mig langar ekki að sofa, en það er í lagi, því það er enginn að senda mig í rúmið. forrréttindi fullorðinna eru takmarkalaus...
miðvikudagur, mars 22, 2006
Undanúrslit tvö búin, og áfram komust Ministry of Foreign Affairs og Antik. Tvö góð bönd, og afar sátt við úrslitin. Reyndar tvö önnur sem ég hefði viljað heyra meira í, en það komast náttúrulega ekki allir áfram. Höldum í Bláa lónið með Kim og Tom og ætlum að labba í Grindavík og Grindavíkurhrauni og smá svona náttúrudóti. Svo eru það Músiktilraunir #3 í kvöld. Gamanassssu.
þriðjudagur, mars 21, 2006
Já, góðan daginn. Það hefur verið netsambandslaust heima hjá mér í nokkra daga, svo nú skal bætt úr bloggleysi í vinnunni. Bloggleysa verður að vitleysu ef maður passar sig ekki. Fór á Þingvelli og Laugarvatn í gufu og fiskiveislu hjá tengdó á laugardag. Það var, eins og alltaf, best í heimi. Fór svo í sund á sunnudag, 20 ferðir. Músiktilraunir hófust í gær og fyrstu tvö böndin sem komust áfram eru Própanól sem salurinn valdi áfram og Tranzlokal, sem dómnefnd valdi. Ég er nokkuð sátt þótt þarna hefðu verið fleirri fín bönd. Rosalega hef ég gaman af að vera í dómnefnd.
Þóra frænka skorar á mig að taka þátt í áheyrnarprufum Rockstar-þáttana sem verða á Íslandi 5.apríl næstkomandi. Ég veit ekki hvort ég þori. Hvað ef ég kæmist ekki, myndi það þýða að þeim finndist ég syngja illa....??? Hrædd við höfnun, I guess. Ef til vill skiptir það engu máli hvort maður kemst eða ekki, og maður á bara að fara og hafa gaman að þessu. Jájájájá. Lífið er lag sem við syngjum saman tvö. Talandi um júróvisjón, var að heyra að Íslendingar verða aftast í röðinni í undankeppninni. Vá, hvað ég ætla að halda partý!!! Ykkur er hér með öllum boðið í partý til mín. Grandavegur 39, 43 fermetrar!!!
Þóra frænka skorar á mig að taka þátt í áheyrnarprufum Rockstar-þáttana sem verða á Íslandi 5.apríl næstkomandi. Ég veit ekki hvort ég þori. Hvað ef ég kæmist ekki, myndi það þýða að þeim finndist ég syngja illa....??? Hrædd við höfnun, I guess. Ef til vill skiptir það engu máli hvort maður kemst eða ekki, og maður á bara að fara og hafa gaman að þessu. Jájájájá. Lífið er lag sem við syngjum saman tvö. Talandi um júróvisjón, var að heyra að Íslendingar verða aftast í röðinni í undankeppninni. Vá, hvað ég ætla að halda partý!!! Ykkur er hér með öllum boðið í partý til mín. Grandavegur 39, 43 fermetrar!!!
fimmtudagur, mars 16, 2006
miðvikudagur, mars 15, 2006
þegar ég er þreytt verð ég stundum alveg rugluð í hausnum. Núna er ég þreytt, ergó rugluð í hausnum. langar í karamellu og líka ekki í neitt sætt. er að spá í að fá mér brauð og svo súkkulaði og svo c-vítamín sem ég á...horfa á sjónvarp...sofna undir teppi í bol og náttbuxumm.....hummm. hum..... er búin með orku en góð samviska óliver er fyndnasti maður sem ég hef kynnst. teiknaði áðan jólahús. pabbi og hann að skreyta jólatréð og ég að dansa í kring um það. svo var hann að leika kærustu, setti hendurnar á mjaðmir, ruggaði sér í lendunum og framkvæmdi píkuskræki...hahahah. blabla..ég er búin að vinna í 12 tíma vei!
þriðjudagur, mars 14, 2006
mánudagur, mars 13, 2006
laugardagur, mars 11, 2006
föstudagur, mars 10, 2006
Mikið er nú lífið fjölbreytt og skemmtilegt. Í dag hef ég borðað beikon og egg, hjólað, tekið strætó, spilað á gítar, keyrt bíl, farið upp í útvarp, farið upp í mogga, svarað nokkrum bréfum, hitt nokkrar fólkur, hlustað á tónlist, látið í vél, hugsað, lesið blöðin, drukkið ótæpilega af kaffi, skoðað í bókabúð, keypt eitt á útsölu i bókabúð....og klukkan er rétt að verða 2!!!!!
Næsta þema næturvarðarins er Kaffi! Kaffiþema. Allar uppástungur vel þegnar.
Ástarkveðjur,
Næsta þema næturvarðarins er Kaffi! Kaffiþema. Allar uppástungur vel þegnar.
Ástarkveðjur,
miðvikudagur, mars 08, 2006
Ég hef:
(x) reykt sígarettu - reykti í 8-9 ár, og hætti svo bara einn daginn, en það eru víst 10 ár síðan.
( ) klesst bíl vinar/vinkonu - neits.
( ) stolið bíl (foreldranna) - enga vitleysu!
(x) verið ástfangin - jájá.
(x) verið sagt upp af kærasta - líka.
(X) verið rekin - já, einu sinni, það var ekki gaman.
(x) lent í slagsmálum - mafíugaur í Marseille kýldi mig, ég kýldi ekki til baka.
( ) læðst út meðan þú bjóst enn hjá foreldrunum - er allt of heiðarleg í eitthvað svoleiðis.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - sirka öll unglingsárin.
(X) verið handtekin - þegar við brutumst inn í heitu pottana í Keflavík að nóttu kom löggan og tók okkur.
( ) farið á blint stefnumót - nei.
( ) logið að vini/vinkonu - lýg ekki.
(x) skrópað í skólanum - Ó já.
( ) horft á einhvern deyja - nei, alveg sloppið við það.
( ) farið til Canada - uuuu, nei ekki enn, en það er spennandi.
( ) farið til Mexico - Mexikó er mjög spennandi líka.
(x) ferðast í flugvél - þar til á mig vaxa vængir mun þetta vera vinsæll ferðamáti til að koma sér frá Íslandi.
(X) kveikt í þér viljandi - kveiknaði einu sinni í lófanum á mér þegar ég átti að slá hendinni ofan á logandi Sambuca. Glasið sogaðist að og ég brennimerktist. Með hring í lófanum í marga mánuði á eftir. Ekki bragðað Sambuca síðan.
(x) borðað sushi - Eeeeelska sushi, gæti borðað það í öll mál.
( ) farið á sjóskíði - Á það eftir.
(x) farið á skíði (í snjó) - Ég er sleip í svigi, svona stórsvigi myndi ég segja. Allt of langt síðan ég fór á skíði og mig dauðlangar...
(X) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu - T.d. Rassgathole, hitti hann í fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum.
(x) farið á tónleika -Eflaust mörg-hundruð ef ekki þúsund.
(x) tekið verkjalyf - já.
(x) elskar einvern eða saknar einhvers akkurat núna - Bæði.
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin - já, á sumrin í grasi.
(x) búið til snjóengil - já, það er gaman.
(x) haldið kaffiboð - það er nú daglegt brauð, en stundum eru þó bara ég og Elvar í boðinu. Héldum eitt í morgun, drukkum eðal-Lavazza-kaffi. MMmmmmmmmMMMMmmm kaffi.
(x) flogið flugdreka - einhvern tíman hef ég gert það, en aldrei nema einhverjum drasl-flugdrekum sem hafa flogið illa.
(x) byggt sandkastala - jájá, á Spáni.
(x) hoppað í pollum - með Óliver, reglulega gaman.
( ) farið í "tískuleik" (dress up) - Ég klæði mig upp á hverjum degi, en veit ekki alveg með tískuna, það er ekkert alltaf í tísku sem ég fer í og finnst flott.
(x) hoppað í laufblaðahrúgu - ótrúlegt stuð.
(x) rennt þér á sleða - langt síðan, væri til í að prófa svona "bob-sleða" eins og keppt er í á Ólympíuleikunum.
( ) svindlað í leik - svindla ekki.
(x) verið einmana - já.
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - á klósettinu í póstinum þegar hann var ennþá pósturogsími og útibúið var í Vesturbæ...held 1998.
( ) notað falsað skilríki - meeei, hugsa ekki.
(x) horft á sólarlagið - jamm.
(x) fundið jarðskjálfta - já, og panikkað og hlaupið með sængina mína út á svalir...hehehe
(X) sofið undir berum himni - játs. í mörgum görðum bæði í englandi, þýskalandi og danmörku.
(x) verið kitluð - hehe. gaman að hlægja.
(x) verið rænd - Ef einhver finnur bláan Fender Telecaster, custom made U.S.A. sem var stolið frá D.Pollock-æfingarhúsnæði í Brautarholti 2002, þá á ég hann og það eru fundarlaun í boði...sakna hans ROSALEGA.
(x) verið misskilin - All the time!
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru - Hef klappað geit. Bæði Elvar Geit og venjulegri.
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettugi - Æ, stöðvunarskylda, smöðvunarskylda.
( ) verið rekin/vísað úr skóla - Nei, en ég féll einu sinni á mætingu. Fékk þó að taka prófin eftir að hitta námsráðgjafa. Náði öllu samt.
( ) lent í bílslysi - 7.9.13. sem betur fer ekki.
(X) verið með spangir/góm - bæði beisli, járnbrautarteina og góm...Fullt hús!
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn/þriðja hjól undir vagni -einhvern tíma eflaust.
(X) borðað líter af ís á einu kvöldi - Ben og Jerry, og fitnaði líka um nokkur kíló á því tímabilinu mínu. Hann er ekki lengur í boði fyrir mig.
(x) fengið deja vu - kemur fyrir. Fríkí stöff.
( ) dansað í tunglskininu - Hef dansað og það var tunglsljós, en í tunglsljósinu sem slíku...líklega ekki.
(x) fundist þú líta vel út - Ég er voða vel útlítandi alltaf.
(x) verið vitni að glæp - oft, alls kyns glæpum.
(X) efast um að hjartað segði þér rétt - það hefur komið fyrir.
(X) verið gagntekin af post-it miðum (þið vitið-þessum gulu) - Ég er svolítið gagntekin í vinnunni. sé 11 svoleiðis á borði og vegg hjá mér.
(X) leikið þér berfætt í drullunni - já á Roskilde.
(X) verið týnd - týndist í Kópavogi bara fyrir tveimur vikum.
(x) synt í sjónum - mmmmmm jáááááá. Guðdómlegt. Miðjarðarhafið, mmmmmmmmm.
(x) fundist þú vera að deyja - eflaust í einhverri dramatík unglingsáranna.
(x) grátið þig í svefn - já.
( ) farið í löggu og bófa leik - man ekki eftir því, við fórum oft í karateleiki, og hundaleiki. Svo var hin klassíska fyrirmynd ungra stúlkna, Nancy Drew, oft leikin, þegar við vinkonur og vinir leystum dularfull morðmál og/eða önnur sakamál.
(x) litað nýlega með vaxlitum - oft og reglulega.
(x) sungið í karaókí - söng Foreigner-Urgent síðast, á djammi með Brúðarbandinu.
(x) borgað eingöngu fyrir máltíð í smápeningum - hehehe, hef oft þurft að gera það.
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri þér að gera ekki - ja, kemur það ekki fyrir besta fólk?
(x) hringt símahrekk - eitthvað svona hálf glatað: Er Hreinn þarna? Nei, hér er enginn Hreinn. Núúú, eru þá allir skítugir? Þetta þótti óborganlega fyndið þegar maður var sjö ára. Pissaði næstum því í mig af hlátri.
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - í minningunni gerðist það í öllum barnaafmælum æsku minnar.
(x) stungið tungunni út til að ná snjókorni - jájá. það geri ég enn.
(x) dansaði í rigningunni -úúú, það er gaman, þegar hellirignir lóðrétt og úti er heitt. Fékk eitt svona móment í Berlín, man eftir öðru frá Mil Palmeras.
( ) skrifað bréf til jólasveinsins - Nei.
( ) verið kysst undir mistilteini - Nei.
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um - jájájá.
(x) blásið sápukúlur - Óliver og ég. Gaman.
(x) kveikt bál á ströndinni -Auðvitað. Það er alltaf gaman að kveikja eld, enda einu sinni skáti ávallt skáti.
(x) komið óboðin í partý - Jú.
( ) verið beðin um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í - Það hefur bara aldrei gerst!
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta - sjaldan samt.
(x) hefur einhver óska þinna ræst - Hellingur af þeim.
( ) farið í fallhlífarstökk - Oooo, ég á það líka eftir.
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - Er alltaf að bíða...
(x) pissað úti - hehe, það þarf bara stundum að gera það...
(x) reykt sígarettu - reykti í 8-9 ár, og hætti svo bara einn daginn, en það eru víst 10 ár síðan.
( ) klesst bíl vinar/vinkonu - neits.
( ) stolið bíl (foreldranna) - enga vitleysu!
(x) verið ástfangin - jájá.
(x) verið sagt upp af kærasta - líka.
(X) verið rekin - já, einu sinni, það var ekki gaman.
(x) lent í slagsmálum - mafíugaur í Marseille kýldi mig, ég kýldi ekki til baka.
( ) læðst út meðan þú bjóst enn hjá foreldrunum - er allt of heiðarleg í eitthvað svoleiðis.
(x) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki - sirka öll unglingsárin.
(X) verið handtekin - þegar við brutumst inn í heitu pottana í Keflavík að nóttu kom löggan og tók okkur.
( ) farið á blint stefnumót - nei.
( ) logið að vini/vinkonu - lýg ekki.
(x) skrópað í skólanum - Ó já.
( ) horft á einhvern deyja - nei, alveg sloppið við það.
( ) farið til Canada - uuuu, nei ekki enn, en það er spennandi.
( ) farið til Mexico - Mexikó er mjög spennandi líka.
(x) ferðast í flugvél - þar til á mig vaxa vængir mun þetta vera vinsæll ferðamáti til að koma sér frá Íslandi.
(X) kveikt í þér viljandi - kveiknaði einu sinni í lófanum á mér þegar ég átti að slá hendinni ofan á logandi Sambuca. Glasið sogaðist að og ég brennimerktist. Með hring í lófanum í marga mánuði á eftir. Ekki bragðað Sambuca síðan.
(x) borðað sushi - Eeeeelska sushi, gæti borðað það í öll mál.
( ) farið á sjóskíði - Á það eftir.
(x) farið á skíði (í snjó) - Ég er sleip í svigi, svona stórsvigi myndi ég segja. Allt of langt síðan ég fór á skíði og mig dauðlangar...
(X) hitt einhvern sem þú kynntist á internetinu - T.d. Rassgathole, hitti hann í fyrsta skipti fyrir nokkrum vikum.
(x) farið á tónleika -Eflaust mörg-hundruð ef ekki þúsund.
(x) tekið verkjalyf - já.
(x) elskar einvern eða saknar einhvers akkurat núna - Bæði.
(x) legið á bakinu úti og horft á skýin - já, á sumrin í grasi.
(x) búið til snjóengil - já, það er gaman.
(x) haldið kaffiboð - það er nú daglegt brauð, en stundum eru þó bara ég og Elvar í boðinu. Héldum eitt í morgun, drukkum eðal-Lavazza-kaffi. MMmmmmmmmMMMMmmm kaffi.
(x) flogið flugdreka - einhvern tíman hef ég gert það, en aldrei nema einhverjum drasl-flugdrekum sem hafa flogið illa.
(x) byggt sandkastala - jájá, á Spáni.
(x) hoppað í pollum - með Óliver, reglulega gaman.
( ) farið í "tískuleik" (dress up) - Ég klæði mig upp á hverjum degi, en veit ekki alveg með tískuna, það er ekkert alltaf í tísku sem ég fer í og finnst flott.
(x) hoppað í laufblaðahrúgu - ótrúlegt stuð.
(x) rennt þér á sleða - langt síðan, væri til í að prófa svona "bob-sleða" eins og keppt er í á Ólympíuleikunum.
( ) svindlað í leik - svindla ekki.
(x) verið einmana - já.
(x) sofnað í vinnunni/skólanum - á klósettinu í póstinum þegar hann var ennþá pósturogsími og útibúið var í Vesturbæ...held 1998.
( ) notað falsað skilríki - meeei, hugsa ekki.
(x) horft á sólarlagið - jamm.
(x) fundið jarðskjálfta - já, og panikkað og hlaupið með sængina mína út á svalir...hehehe
(X) sofið undir berum himni - játs. í mörgum görðum bæði í englandi, þýskalandi og danmörku.
(x) verið kitluð - hehe. gaman að hlægja.
(x) verið rænd - Ef einhver finnur bláan Fender Telecaster, custom made U.S.A. sem var stolið frá D.Pollock-æfingarhúsnæði í Brautarholti 2002, þá á ég hann og það eru fundarlaun í boði...sakna hans ROSALEGA.
(x) verið misskilin - All the time!
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru - Hef klappað geit. Bæði Elvar Geit og venjulegri.
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunarskyldu að vettugi - Æ, stöðvunarskylda, smöðvunarskylda.
( ) verið rekin/vísað úr skóla - Nei, en ég féll einu sinni á mætingu. Fékk þó að taka prófin eftir að hitta námsráðgjafa. Náði öllu samt.
( ) lent í bílslysi - 7.9.13. sem betur fer ekki.
(X) verið með spangir/góm - bæði beisli, járnbrautarteina og góm...Fullt hús!
(x) liðið eins og þú passaðir ekki inn/þriðja hjól undir vagni -einhvern tíma eflaust.
(X) borðað líter af ís á einu kvöldi - Ben og Jerry, og fitnaði líka um nokkur kíló á því tímabilinu mínu. Hann er ekki lengur í boði fyrir mig.
(x) fengið deja vu - kemur fyrir. Fríkí stöff.
( ) dansað í tunglskininu - Hef dansað og það var tunglsljós, en í tunglsljósinu sem slíku...líklega ekki.
(x) fundist þú líta vel út - Ég er voða vel útlítandi alltaf.
(x) verið vitni að glæp - oft, alls kyns glæpum.
(X) efast um að hjartað segði þér rétt - það hefur komið fyrir.
(X) verið gagntekin af post-it miðum (þið vitið-þessum gulu) - Ég er svolítið gagntekin í vinnunni. sé 11 svoleiðis á borði og vegg hjá mér.
(X) leikið þér berfætt í drullunni - já á Roskilde.
(X) verið týnd - týndist í Kópavogi bara fyrir tveimur vikum.
(x) synt í sjónum - mmmmmm jáááááá. Guðdómlegt. Miðjarðarhafið, mmmmmmmmm.
(x) fundist þú vera að deyja - eflaust í einhverri dramatík unglingsáranna.
(x) grátið þig í svefn - já.
( ) farið í löggu og bófa leik - man ekki eftir því, við fórum oft í karateleiki, og hundaleiki. Svo var hin klassíska fyrirmynd ungra stúlkna, Nancy Drew, oft leikin, þegar við vinkonur og vinir leystum dularfull morðmál og/eða önnur sakamál.
(x) litað nýlega með vaxlitum - oft og reglulega.
(x) sungið í karaókí - söng Foreigner-Urgent síðast, á djammi með Brúðarbandinu.
(x) borgað eingöngu fyrir máltíð í smápeningum - hehehe, hef oft þurft að gera það.
(x) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri þér að gera ekki - ja, kemur það ekki fyrir besta fólk?
(x) hringt símahrekk - eitthvað svona hálf glatað: Er Hreinn þarna? Nei, hér er enginn Hreinn. Núúú, eru þá allir skítugir? Þetta þótti óborganlega fyndið þegar maður var sjö ára. Pissaði næstum því í mig af hlátri.
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér - í minningunni gerðist það í öllum barnaafmælum æsku minnar.
(x) stungið tungunni út til að ná snjókorni - jájá. það geri ég enn.
(x) dansaði í rigningunni -úúú, það er gaman, þegar hellirignir lóðrétt og úti er heitt. Fékk eitt svona móment í Berlín, man eftir öðru frá Mil Palmeras.
( ) skrifað bréf til jólasveinsins - Nei.
( ) verið kysst undir mistilteini - Nei.
(x) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um - jájájá.
(x) blásið sápukúlur - Óliver og ég. Gaman.
(x) kveikt bál á ströndinni -Auðvitað. Það er alltaf gaman að kveikja eld, enda einu sinni skáti ávallt skáti.
(x) komið óboðin í partý - Jú.
( ) verið beðin um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin í - Það hefur bara aldrei gerst!
(x) farið á rúlluskauta/línuskauta - sjaldan samt.
(x) hefur einhver óska þinna ræst - Hellingur af þeim.
( ) farið í fallhlífarstökk - Oooo, ég á það líka eftir.
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig - Er alltaf að bíða...
(x) pissað úti - hehe, það þarf bara stundum að gera það...
þriðjudagur, mars 07, 2006
Æi, hvernig getur heill mánudagur farið framhjá án þess að ég gefi mér 2 mínútur til að blogga? En það er nákvæmlega það sem gerðist í gær. Ég var samt að frá fyrstu til síðustu mínútu. Ég hóf daginn á hláturskasti með óliver og endaði hann á sömu leið. Það síðasta sem fjölskyldan gerði áður en hún fór að sofa var að skella sér í maraþonsessjón í að búa til pulsubrandara og segja hvert öðru. Hér eru nokkrir ,,góðir": Það var einu sinni pulsa sem datt í tómatsósu og þá kom önnur pulsa og helti á hana vatni með sítrónu. (óliver á þennan, ég emjaði úr hlátri), Hvernig pulsur borðar Hilmar Örn Hilmarsson? -Goðapylsur. (Elvar góður), Einu sinni fór pulsa í söluvagn og sagði: Ég ætla að fá einn mann með öllu (ég...), Hvað kallast pulsa sem búið er að éta helminginn af? -Hálfvitapulsa (ég aftur....tek fram að við vorum í svefngalsa)...og já svona héldum við áfram í alveg 20 mínútur eða eitthvað. Upprunalega pulsubrandarann lásum við í Blaðinu en hann var innsendur frá tíu ára strák, og hann er sjúklega fyndinn. Hann er ástæða þess að við fórum að semja pulsubrandara. Hér kemur hann:
Einu sinni voru tvær pulsur á grilli. Ein sagði við hina: ,,DJöfull ertu eitthvað grilluð", og þá svaraði hin: ,,Vá...talandi pulsa!"
Ég get ekki annað en sprungið. Þetta er fyndnasti brandari sem ég hef heyrt í áraraðir. Hvað finnst ykkur?
Einu sinni voru tvær pulsur á grilli. Ein sagði við hina: ,,DJöfull ertu eitthvað grilluð", og þá svaraði hin: ,,Vá...talandi pulsa!"
Ég get ekki annað en sprungið. Þetta er fyndnasti brandari sem ég hef heyrt í áraraðir. Hvað finnst ykkur?
sunnudagur, mars 05, 2006
Hjólaði út í Gróttu-vita áðan, og vitaskuld til baka. Tæplega klukkustundar útivera það. Ótrúlega hressandi, og endorfínflæðið var yndislegt...Djöfull er gott að hreyfa sig. Á árshátíðinni í gær var ég að rabba við einn borðfélaga um þorramat, og hann fór að tala um súrsaða selshreifa. Mig langar að smakka svoleiðis. Þetta er alveg fríkað, að borða selshreifana. Er það ekki eins og uggar á fiski?...Verð að prófa, og svo stefni ég á að bragða á skötu næstu þorláksmessu, hef aldrei smakka svoleiðis heldur.
vúbbsasí, gleymdi að blogga á laugardegi, en það er nú strangt til tekið enn laugardagur hjá mér, þar sem klukkan er rúmlega 3 að nóttu og ég ekki farin að sofa eftir næturvaktina. jamm og jæja, verð bara að blogga aftur á eftir, sunnudagsblogg. annars var allt voða gott og gaman í dag, sem og flesta aðra daga. tók upp lag sem ég samdi í síðustu viku, það er soldið bítlalegt. ætla að vinna markvisst að demói með heiðusólóstöffi og svo bara fara að gera plötu því það er svo gaman. hellvar verður svo að fara að hrökkva í gír. það eru spennandi tímar framundan, sei sei já. vinir okkar frá albany, NY eru svo á leið í viku heimsókn bráðlega, og músiktilraunir hefjast líka von bráðar. það er svo von á einhverjum ósköpum af skemmtilegum hljómsveitum í apríl og mai og júní,....það er bara óskandi að maður hafi tíma og ráð á að sjá eitthvað af þessu. ég er spennt fyrir ray davies, iggy pop, deus, joönnu newson og roger waters, svo einhverjir séu nefndir. þetta eru allt snillingar. já eflaust ekki amalegt að sjá þetta glæsilega tónlistarfólk á sviði. jæja, góða nótt.
föstudagur, mars 03, 2006
Í dag hef ég: lesið blöð, lesið bók, synt 10 ferðir, gert 20 magaæfingar, farið í gufu í 20 mínútur, heitan pott 5 mín., reddað tíma í stúdíói til að taka upp einn klukkutíma af næturvakt á morgun, hringt í marga, svarað nokkrum vinnutengdum rafpóstum, borðað 2 pylsur í pylsuvagði, hugsað, talað, skipulagt í hausnum, msn-að við sif til köben. Á eftir að: hlusta á marga marga diska og plötur, taka upp klukkutíma milli sex og sjö, fara í matvörubúð, elda svínakjöð í ostrusósu með grænmeti og núðlum, klára spennusöguna, leika við óliver, lesa fyrir óliver, koma óliver í rúmið, gera tónlist, teikna upp skipulög af verkefnum, horfa kannski á Omen 3. sá sem vill koma í heimsókn og horfa á Omen 3 má það (seint í kvöld, eftir 11 eða eitthvað)
Bless,
Heiða
Bless,
Heiða
fimmtudagur, mars 02, 2006
Ég held að það sé einmitt kominn tími á smá skipulagningu tímans og fara að sofa snemma til að vakna snemma og nýta morgnanna vel til að gera alls konar skapandi verkefni í stað þess að lesa fram á nótt og vakna of seint (löng setning,....ná andanum áður en ég held áfram.) Ókey, Elvar gaf mér nákvæmlega mottóið sem ég ætla að fara eftir næstu mánuði: ,,Ef þú vilt að draumar þínir rætist, verður þú að vakna". Þetta var reyndar á glasamottu sem var að auglýsa kaffitegund,(skil ekki alveg markhópinn þeirra, er skilaboðunum beint að drukknu fólki sem er að spá í að fá sér kaffibolla til að láta renna af sér....?!?!), en ég tek þetta sem ábendingu um að betra sé að vera vakandi og vinna að draumum sínum, en vera sofandi og dreyma þannig drauma, sem maður man svo aldrei þegar maður vaknar. Ég vil vinna tónlist, semja tónlist, fullvinna Hellvar-demó, taka skurk í kassagítarprójektinu, skoða hvaða lög henta í barnaplötu. Nóg af stöffi til, bara skipuleggja, raða saman, hugmyndavinna þetta. Púsla inn einu góðu Hellvar-demói og koma á nokkra staði og sleppa svo tökunum. Hringja í nokkra aðra aðilla varðandi önnur prójekt og koma á eins og einum litlum fundi. Júbbbbí! Ég hef greinilega sofið nóg í nótt, en það var á röngum tíma. Svaf frá sirka 2-8, og svo frá 10-11, en heilinn minn virðist prýðis-sáttur. Skemmtilegur dagur, skemmtilegar hugsanir, góðir tímar framundan, tekið að birta all-verulega. Nú er það sund í fyrramálið, eftir bolla af góðu kaffi, og svo smá mass á skipulagningu.
miðvikudagur, mars 01, 2006
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
mánudagur, febrúar 27, 2006
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Jæja, kvefbakteríur allra landa sameinuðust í höfðinu á mér, og eru nú að halda ráðstefnur í nösunum, hálsinum og bak við augun. Það er svo rosalega gaman í þessu sammenkomst að ég bara ligg fyrir og leifi þeim að njóta sín í svolítinn tíma. Ekki loku fyrir það skotið að ég sé bara lasin aftur!!! Langar þó svo mikið í vinnuna á morgun að ég er að spá í að taka stöðuna á mér á morgun í sundi, því það er partur af því að koma reglu og rútínu á líf mitt að fara í sund á hverjum degi, og blogga á hverjum degi. Ég gæti þó þurft að endurskoða sund á morgun, en blogg dagsins er allavega komið á sinn stað, og þá er sagan öll. Farin aftur að liggja og vera ráðstefnuhöll fyrir kvef.
laugardagur, febrúar 25, 2006
Vei nammidagur! Keypti dr.pepper og fastbreak í keflavík og hjálpaði óliver aðeins með risahlauppokann sinn. nú hef ég uppskorið magaverk og smá flökurleika, en mig langar alla vega ekkert í nammi lengur, svo tilgangnum er, á einhvern undurfurðulegan hátt, náð. Ég er ekki frá því að bumban mín sé að minnka og styrkjast, og þá er um að gera að taka sér frí frá sundi í dag, en ég synti sunnnudag, miðvikudag, fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Var að lesa bloggið hans sverris og var svo uppveðruð og varð fyrir svo miklum áhrifum, að ég er að pæla í að kaupa mér hlaupaskó. Það að fara út að hlaupa er tvímælalaust eitt af því sem maður getur alltaf gert, og einungis um stofnkostnað að ræða. svo bara fer maður út í góðum hlífðarfatnaði og slær tvær flugur í einu höggi: styrkir líkamann og hlustar á diska sem þarfnast athygli í leiðinni.
föstudagur, febrúar 24, 2006
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
búin að synda tvisvar, 10 í árbæjarlaug og 20 í vesturbæjarlaug áðan. átaksverkefnið „sléttum bumbur“ í fullum gangi. það er hræðilega gaman, og ég hef hreinlega aldrei áður sleppt því jafnoft að fá mér súkkulaði og síðustu daga. það má fá sér nammi á laugardögum, og því er ég farin að hlakka til, bara tveir dagar og ég má fá mér nammi. er að spá í að kaupa mér hrískökupakka á eftir, og kannski poppmais til að poppa svona upp á gamla mátann. það er gott að nasla eitthvað svoleiðis á milli mála ef mann langar í eitthvað. rosalega er þetta eitthvað innantómt og leiðinlegt blogg. who cares hvort ég kaupi mér poppmais eða ekki, ha? saltkjöt og baunir, sloggí!
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
ég ætla að vakna snemma í fyrramálið og fara í sund, og ná af mér þessari litlu sætu bumbu sem ég þarf ekki að vera með framan á maganum. There, said it. Núna er ég búin að senda þessa ákvörðun mína út á alnetið og því mun ég neyðast til að vakna snemma, hversu mikið sem mig langar til að sofa lengur í fyrramálið. Ég mun vera ógeðslega mygluð, en bara í einn dag, því ef planið mitt tekst og ég vakna fyrir allar aldir (klukkan 7) og fer í sund í fyrramálið verð ég líka yndislega þreytt annað kvöld og sofna snemma og það hljómar skuggalega mikið eins og regla. Ég þarf reglu. Ég er bara krakki sem þarf reglu. Kannski ég ætti að kaupa mér reglustiku?
laugardagur, febrúar 18, 2006
föstudagur, febrúar 17, 2006
skemmtilegir dagar eru dagar sem gerast ósjálfrátt. Maður vaknar fyrirhafnarlaust, og fær sér morgunmat sem dugar langt fram á dag. Svo mætir maður í vinnu og verkefnin klárast bara eins og af sjálfu sér. Símtöl hringjast, email sendast, og maður uppgötvar að maður er búinn að gera allt og klukkan er ekkert svo mikið. Þá man maður að mann langar í kaffi og viti menn: það er alveg að koma kaffitími, og maður bara fær sér kaffihlé. Ef allir dagar væru svona, væri heimurinn indislegur staður til að vera í. Hlutir leysast nefnilega oftast náttúrulega ef maður hættir bara að hugsa um þá...
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
mánudagur, febrúar 13, 2006
föstudagur, febrúar 10, 2006
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Þema Næturvarðarins næsta laugardag eru ,,Yfirhafnir". Mér finnst að ég hafi haft bæði ,,föt" (óskilgreind), og ,,skó og sokka" áður, og því er nú tilvalið að finna yfirhafna-lög. Þá má benda á orð eins og Jakki, Úlpa, Frakki, Kápa, Regnkápa, Regnstakkur, Flíspeysa, Jacket, Coat, Overcoat, Blazer, Raincoat, Overalls, .... og margt fleirra. Þetta er nú kaldasti tíminn og allt snýst um að klæða af sér kuldann með réttu flíkunum. Tillögur óskast.
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
föstudagur, febrúar 03, 2006
Gleðilegan febrúar. Þema næsta Næturvarðar verður „Húsgögn“. Stólar, borð, sófar og skápar. Furniture, chairs, table, closet, sofa....Jájá, nú er að stinga upp á einhverju sniðugu. Alltaf hægt að senda póst á 123@ruv.is þegar á þættinum stendur líka. Ætla á Curver+Kimono í kvöld á Nýló. Hlakk, hlakk, hlakk (ég er að hlakka til). Svo er ég með killer-hálsbólgu, örugglega smitast af Óliver, sem er búinn að vera með killer-hálsbólgu í viku. Best að fara að kaupa engiferrót og hunang og gera hálsdrykkinn sem Eivör Páls sagði mér frá: Sjóða engiferrót í vatni í potti í hálftíma, setja hunang úti. Drekka í litlum sjússum öðru hverju. Verð með þetta á hitabrúsa með mér í kvöld...híhíhí. Heldur betur gaman.
sunnudagur, janúar 29, 2006
Eftir Ítalíuferðina er ég: -Ógeðslega löt og nenni ekki að hreyfa mig, -feit af öllum matnum sem ég borðaði, -orðin háð raunvínsglasi að kvöldi dags, -kolfallin á sælgætisbindindinu mínu, -komin með kaffiáfergjuna upp á nýtt og áður óþekkt stig... Sem sé: Ég er háð kaffi, rauðvíni og sætindum, ásamt því að borða ítalskan mat (á Ítalíu er hann reyndar bara kallaður ,,matur"). Highlightsin úr ferðinni eru: Tiramisuið á ríkufólksbarnum, Skátaforingjamamman (dulmál fyrir Mafíuna: Skátarnir) á vonda staðnum, St.Peturs-Basilikkan, Rauðvínið, labbið í kring um Vatíkanið, sjónvarpsstöðin sem sýndi bara skemmtileg myndbönd, og allir skórnir sem ég keypti. Verð nú að fara að hreyfa mig meira og beita mig harðræði í súkkulaðiátinu, því nú er næstum kominn febrúar og það er allt að gerast! Jájá, vinnan hefst á morgun, eftir frí, og ég ætla líka í einn kúrs í heimspeki sem hefst í fyrramálið, og er hann kenndur á þýsku und alles! Bless í bili.
miðvikudagur, janúar 25, 2006
Afmaelisdagurinn hefur vaegast sagt verid vidburdarrikur, so far! Vid svafum til ellefu eda svo. Tha las eg adeins i bok, og bordadi svo gott jogurt uppi i rummi, i svakalegu tjilli. Vid tokum okkur svo til og lobbudum i gegn um markadinn sem er fyrir utan hotelid, og thar sa eg gellustigvel ur appelsinugulu snakagerfiefni sem Elvar lysti sem "outrageous", og thar sem hann hafdi rett fyrir ser,og eg filadi thau, og thau kostudu bara 15 evrur keypti eg thau. Gaman ad byrja afmaelid a thessu. Sidan bordudum vid sma morgunmat a lestar/rutustodinni, og tokum svo straeto numer 64 i baeinn. Thar fundum vid allskonar skemmtilegt ad gera og skoda og stoppudum svo um fjegurleytid til ad snaeda hadegismat. Vid forum thvinaest a arabiskt tehus og drukkum myntute og bordudum arabiskar smakokur med. A leidinni heim forum vid aftur med straeto, og theim trodnasta sem vid hofum prufad a aevinni. Thad var alveg meirihattar skemmtilegt, og allir hlogu og duttu hver a annann, og held eg bara ad Italir seu almennt lifsgladari en annad folk. I straeto reyndi kona nokkur ad stela ur vasa hja Elvari, en hann fattadi thad og sagdi mer fra, og konan skammadist sin svaka mikid og let sig hverfa. Thegar hun for ut ur straetonum skommu seinna, sa eg hana og hun var ekkert fataekleg i utliti. Bara frekar rikmannleg til fara ef eitthvad. Kannski er hun forrik thvi hun er svo dugleg ad stela....En Elvar sa vid henni, og vid hlogum datt. Svo saum vid starrasky er vid lobbudum aftur upp a hotel, og thad var pinu "creepy". Minnti of mikid a "Birds" myndina, en thetta var samt alveg stormerkilegt, sko. Starrarnir koma i skyjum ur kaldara lofti yfir i thad heitara, og thad var heitara i dag, en for kolnandi og tha leita fuglarnir vist inn i borgirnar. Their fljuga um allt og mynda stormerkileg mynstur i loftinu. Urgangurinn sem their drita yfir borgina veldur vist umtalsverdum skemmdum a husum og bilum a hverju ari. Merkilegt. Nuna er Elvar i badi og eg sit og dreypi a itolsku raudvini, og skrifa ykkur thetta bref fra Rome. Forum eflaust eitthvad fint ut ad borda a eftir. MMmmmmm, aetla ad fa mer annad hvort tiramisu, eda panna cotti i eftirmat. see you.
laugardagur, janúar 21, 2006
Ég er í Vestmannaeyjum. Já, það er gaman að tjilla í Eyjum, en það er ég að gera í dag, áður en hljómsveitarkeppnin „Allra veðra von“ hefst klukkan 17:00. Þar verð ég kynnir og dómari. Áðan fékk ég mér borgara og franskar og kók á bensínstöðinni. Þar var verið að selja gamlar spólur, VHS, sem enginn vill eiga lengur. Ég keypti fjórar: Superman III, Bowling for Columbine (Michael Moore), The Waterboy (Adam Sandler) og Supercop (Jackie Chan). 2000-kall, og endalaust skemmtilegt með Óliver að horfa. Hefði getað keypt nokkrar Schwartzeneggermyndir og Jet Li-myndir og eina John Waters-mynd (um ljósmyndastrákinn), en lét þetta nægja. Það er bara svo gaman að eiga góðar bíómyndir til að horfa á með fjölskyldunni. Nú er ég á bókasafninu, að leika mér í tölvunni, og svo ætla ég á Kaffi María, að fá mér kaffi. Herjólfur klukkan átta í fyrramálið. Þetta verður svakalega fínt. Það er fjör í Eyjum!
mánudagur, janúar 16, 2006
miðvikudagur, janúar 11, 2006
Ég kom að landi í dag, og fór beint með tréfótinn minn í viðgerð. Við sjóræningjafjölskyldan erum nú búin að vera að ræna ríka sjófarendur í nokkra mánuði, og svo drekkum við romm af stút á kvöldin. Óliver líkar bara vel við þetta sjóræningjalíf, enda eru báðir foreldrarnir sjóræningjar í fimm ættliði í beinan karl- og kvennlegg.Fékk svo tréfótinn viðgerðan (maðkétinn) og Elvar fékk krókinn brýndan, en hann kemur að góðum notum í ránsferðum. Arrrrr!
sunnudagur, janúar 08, 2006
kk,björk,múm,sigurrós,ghostigital,damon albarn,mugison,hjálmar og HAM. Þetta sá ég í gær, og fyrrtaldir voru allir frábærir. Missti af möggustínu, rass, dr.spock og damien rice því ég fór og fékk mér borgara. Skilst að maggastína og rass/dr.spock hafi staðið sig mjög vel. damien er náttúrulega bara ótrúlega ,,leim" tónlistarmaður og þarf ekki að fjölorða neitt um það. Þegar upp er staðið: Mjög skemmtilegt kvöld, frábærlega að þessum tónleikum staðið, mjög góð aðstaða til að ganga um og kaupa boli, merki og fá boðskapinn sem er svo sannur beint í æð. Ef allt fólkið sem mætti á tónleikana tekur boðskapinn til sín og fer út í þjóðfélagið harðákveðið í því að leggja sitt af mörkum til að stöðva stíflurnar er tilgangnum náð. Frábært framtak, og svo er bara að fara að mæta í mótmæli, rífa upp þennan doða sem íslenska þjóðin er þekkt fyrir. Við erum bara vön því að láta allt yfir okkur ganga, hvað sem það er. Í staðin þyrftum við að læra af frönsku þjóðinni, sem kann að segja stopp, hingað og ekki lengra. Frakkar fara í verkfall, þegar þeim er ofboðið. Þeir eru byltingarsinnar sem trúa því að þjóðfélagsþegnar hafi oft og tíðum jafnmikið um málefni þjóðarinnar að segja en fáir útvaldir stjórnmálamenn. Ég held að við Íslendingar neyðumst til að fara að ráðum Frakka, því okkar stjórnmálamenn eru bara hreinlega að klúðra þessu...
miðvikudagur, janúar 04, 2006
já heyriði mig nú! Gleðilegt nýtt ár 2006, segi ég nú bara. Það er alveg glatað þegar það er svo ægilega mikið að gera að bloggið bara gleymist. Mér finnst að það eigi aldrei að vera svo mikið að gera að maður geti ekki bloggað í smá tíma. Enda tekur það bara 3 mínútur, og mér finnst sjálfri svo gaman að lesa annarra blogg svo það ætti að vera nægjanleg ástæða fyrir mig til að uppfæra mína síðu. Annars hef ég lítið gert af því að liggja í leti og bora í nefið síðustu vikuna eða svo. Ég rétt slakaði aðeins á yfir jólin, en er annars búin að vera með annan fótinn á sýningu okkar í hljómsveitinni HELLVAR sem er í Sýningarrýminu Suðsuðvestur á Hafnargötu 22 í Keflavík. Þar hafa nú orðið til 14 eða 15 lög sem spanna frá 30 og eitthvað sekúndum upp í tæpar 9 mínútur. Öll mismunandi, öll skemmtileg, og mörg þeirra innihalda eitthvað sem einhver sýningargestur af götunni spilaði/öskraði inn eða kom með hugmynd sem fór í texta lagsins eða þannig. Slúttið á sýningunni, sem hefur verið síðan 17.12.2005, verður næsta föstudag, 6.1.2006 og hefst klukkan 18:00 og verður fram eftir. Þetta er búið að ganga meiriháttar vel, og á föstudaginn verður afraksturinn til sýnis/heyrnar, og sjálfsögðu verður hægt fyrir heppna 20 gesti, að kaupa verkið. Ég er farin að gera útvarpsþátt, og fæ mér kannski smá kaffi fyrst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)